Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 54

Nýjar kvöldvökur - 01.10.1947, Blaðsíða 54
188 BÓKMENNTIR N. Kv. honum ólík og óskyld um flesta hluti, því að hún er sterk og heilsteypt að skapgerð, þótt ástríðufull sé og breysk, en Serkin er hins vegar sjálfur viðkvæmur og sveimhuga listamaður, klofinn og margþættur að skapgerð, enda verðar hann leiksoppur meinlegra örlaga. Saga þessi er í senn skemmtileg til aflestrar og ágætt listaverk. tslenzka þýðingin er lipur, og prentun og ^cri frágangur bókarinnar innihaldinu samboðin. Það er gaman að lifa, nefnir skáldkonan Eva Hjálmarsdóttir frá Stakk'ahlíð nýja bók eftir sig, en í bókinm eru nokkra smásög- ur, bernskuminningar, ævintýri og þulur. Það kann að virðast furðulegt, að farlama sjúklingur skuli nefna skáldskap sinn svo léttviðrislegu og bjartsýnu nafni. En hér er þó ekki urn uppgerð að ræða. Lífsþorsti sjúklingsins, fegurðarþrá hans og mannást, varpar í raun og sannleika fögrum og heill- andi Ijóma lífsgleðinnar á þessar látlausu og innilegu sögur. Þar er engan sora að eða dreggjar að finna, heldur sanna og heil- brigða ást og samúð í garð alls þess, sem berst og lifir, manna og dýra. Eg þykist þess fullviss, að börn, sem eiga þess kost að lesa Jressa bók, fái á henni miklar mætur, enda er hún bæði skemmtileg oa: göfgandi. Þá hefur Norðri gefið út nokkrar sögur, sem einkum munu ætlaðar ungu fólki. Mary Lou í langferð eftir Astrid Lind segir frá ævintýrum, er hin unga söguhetja ratar í á leið sinni frá Svíþjóð til Egiptalands. Mun margur ungur hugur og ævintýragjarn fylgja henni ótrauður á þeirri leið. —Kata bjarnarbani eftir Etsrid Ott lilaut fyrstu verðlaun í Norðurlandakeppni um beztu barnabókina 1945. Er þar sagt frá mörgum skemmtilegum atburðum, og geðþekkar lýsingar á norsku sveitalífi er þar að finna. Telpan, sem bókin er kennd við, er rösk og tápmikil stúlka, og hún og félagar hennar, piltar og stúlkur, lifa og hrærast á ævintýra- slóðum Lappa og skógarbjarna. — Loks hefur ein ný „Bennabók“ bætzt í hóp þeirra, er fyrir voru. Heitir hún Benni á peúluveið- um, og mun óþarfi að kynna hana nánar fyrir unglingum, svo vinsælar og kunnar sem „Bennabækurnar" eru þegar orðnar í þeirra hópi. J.Fr. Merkasti bókmenntaviðburður þessa árs. Arið 1919 kom út. jyrsta Ijóðabók Davíðs Stejánssonar jrá Fagra- skógi, Svartar jjaðrir. Varð Davíð þegar með bók þessari eitthvert vin- sœlasta skáld, sem þjóðin hefur nokkru sinni átt. Siðan komu út fimm aðrar ijóðabœkur eftir hann með nokkurra ára millibili, og einlœgt tók þjóðin með fögnuði á móti hverri nýrri Ijóðabók lians. Þœr voru keyptar og lesnar meira en rit nokkurs annars íslenzks skálds. Og af flestum Ijóðabókum hans eru nú komnar 3 útgáfur, og allar eru þær uppseldar. Ekkert skáld þjóðarinnar ber nafnið þjóðskáld eins með réttu sem Davið, þvi að bækur hans hafa verið lesnar af öllum, bæði lærðum og ólærðum, ungum og gömlum. Nú eru liðin ellefu ár síðan sjötta Ijóðabók Daviðs kom út, og voru margir orðnir langþreyðir eftir nýrri Ijóðabók frá honum, en nú loksins er hún komin út, og lieitir hún NÝ KVÆÐABÓK.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Nýjar kvöldvökur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýjar kvöldvökur
https://timarit.is/publication/511

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.