Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 6
 Bruni Öguð vinnuBrÖgð skiptu skÖpum Áhöfnin á Goðafossi, skipi Eim- skipafélags Íslands, var heiðruð fyrr í vikunni fyrir hetjulega framgöngu við björgunarstörf þegar eldur kom upp í skipinu 11. nóvember síðastlið- inn. „Öguð vinnubrögð og snarræði áhafnarinnar skipti sköpum um að hvorki urðu slys á mönnum né alvar- legt tjón á skipinu,“ segir í tilkynn- ingu skipafélagsins. Goðafoss var um 70 sjómílur vestur af Færeyjum á leið til Íslands þegar eldurinn kom upp um klukk- an 4 að nóttu en þá var vonskuveður. Þrettán manns voru í áhöfn skipsins auk þriggja farþega og sluppu allir heilir á húfi. Áhöfnin náði að ráða niðurlögum eldsins. Gylfi Sigfússon, forstjóri Eim- skips, veitti áhöfninni sérstaka við- urkenningu. „Áhöfnin vann hetju- samlegt björgunarstarf við mjög erfiðar aðstæður. Enn á ný sannaðist að þjálfun og menntun íslenskra sjó- manna skiptir gríðarlegu máli. Við verðum að tryggja að sú menntun verði áfram með þeirri bestu sem gerist í heiminum,“ sagði Gylfi. -jh Áhöfn Goðafoss heiðruð Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, veitti áhöfn Goðafoss viðurkenninguna.  samgÖngur Félag hópFerðaleyFishaFa Fagnar dómi hæstaréttar d ómur Hæstaréttar nú er mikill sigur fyrir ferðaþjónustuna í land-inu og frjálsa samkeppni. Í honum fellst áfellisdómur yfir einokunartilburðum landshlutasamtaka sveitarfélaga, sem hafa unnið að því á umliðnum árum í samvinnu við Strætó bs. að þjóðnýta almenningssam- göngur hringinn í kringum landið og um leið vegið að starfsemi fjölmargra fyrir- tækja í ferðaþjónustu,“ segir í tilkynningu Félags hópferðaleyfishafa en Hæstiréttur kvað upp dóm í liðinni viku í máli Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi gegn Sternu Travel ehf. Dómurinn staðfesti dóm Hér- aðsdóms Austurlands þess efnis að lögbann það sem Samtök sveitarfélaga á Austur- landi fengu lagt á Sternu Travel hefði verið tilefnislaust. „Tildrög málsins voru þau,“ segir enn fremur, „að á árinu 2011 fengu Samtök sveitarfélaga á Austurlandi einkaleyfi til að skipuleggja og sjá um almenningssam- göngur á Austurlandi. Samtökin fengu lagt lögbann á flutninga Sternu sumarið 2012, en lögregla stöðvaði bifreið á vegum Sternu og rak farþegana út. Samtök sveitar- félaga á Austurlandi höfðuðu mál til stað- festingar á lögbanninu, en um leið kröfðust Samtökin þess að Sternu væri óheimilt að stunda reglubundna fólksflutninga á til- tekinni áætlunarleið. Héraðsdómur féllst ekki á lögbannskröfuna og taldi að Sterna hefði ekki brotið gegn einkaleyfi Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.“ „Líklega er það einsdæmi,“ segir síðan í tilkynningu Félags hópferðaleyfishafa, „að sveitarfélög vinni gegn því að ferðamenn komi inn á landsvæði viðkomandi sveitar- félaga, en einkaaðilar hafa sinnt margvísleg- um hópflutningum um langt árabil og stund- að öflugt og fjárfrekt markaðsstarf erlendis. Nú um stundir eru opinberir aðilar, Strætó bs. með landshlutasamtökum sveitarfélaga, að hrifsa til sín þessi viðskipti við erlenda ferðamenn og fjármunum skattgreiðenda að þarflausu varið í niðurgreiðslur á fólks- flutningum á sama tíma og mikið aðhald er ríkjandi víðast hvar í opinberum rekstri.“ „Ljóst er,“ segir á síðu Sterna, „að fyrir- tækið varð fyrir verulegu tjóni vegna þess- ara aðgerða Sambands sveitarfélaganna á Austurlandi. Þegar lögreglan á Egilsstöð- um hindraði för bifreiða Bíla og fólks sem var að fara til Hafnar voru um 20 erlendir ferðamenn í rútunni sem lögreglan kyrr- setti. Umboðsaðilar þessara ferðamanna, ferðaskrifstofur í Þýskalandi og Frakklandi slitu öllum samskiptum við fyrirtækið og ljóst er að Sterna varð fyrir verulegu tjóni og áætlum við að það tjón skipti hundruðum milljónum króna.“ Fram kemur að Sterna Travel ehf. og Bílar og fólk ehf. íhuga að krefjast bóta vegna þessara aðgerða Sam- taka sveitarfélaga á Austurlandi. „Einnig eru þau fyrirtæki sem voru í samskiptum við Sternu,“ segir hópferðafyrirtækið, „að skoða möguleika á bótakröfum en þau urðu einnig fyrir verulegum skakkaföllum vegna þess- ara aðgerða samtakanna.“ „Áfellisdómur yfir einokunartilburðum“ Sterna og Bílar og fólk íhuga að krefjast bóta vegna tilefnis- lauss lögbanns Samtaka sveitar- félaga á Austur- landi. Sterna og Bílar og fólk íhuga að krefjast bóta vegna aðgerða Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi. Þegar lögreglan á Egils- stöðum hindraði för bifreiða Bíla og fólks sem var að fara til Hafnar voru um 20 erlendir ferðamenn í rútunni sem lög- reglan kyrrsetti. Faxafeni 5, Reykjavík • Sími 588 8477 Dalsbraut 1, Akureyri • Sími: 558 1100 Opi› virka daga frá kl. 10-18 Laugardag frá kl. 11-16 og Sunnudag frá kl. 13-17 Mikið úrval af glæsileguM sængurverasettuM! Þegar mjúkt á að vera mjúkt standa sængurverasettin í Betra Bak undir væntingum. Einstök gæði frá hinum þýsku framleiðendum Elegante, Joop! og Bruno Banani. Komdu við Maco Satin efnið og þú verður snortin(n). Jóla- afsláttur 20% Leikföng Barnaherbergið olatagardur.is / Suðurlandsbraut 48 (bláu húsin við Faxafen) / Sími: 511 3060 Opið: mán.–fös. 11.00–18.00 og laugardaga 11.00–16.00 Skapandi jól í Ólátagarði Föndur Púsl PIPA R \TBW A • SÍA • 133324 Spil 6 fréttir Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.