Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 10
Styrkir til náms og rannsókna Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms- menn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Til úthlutunar 2014 eru 52 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Umsækjendur um styrk til rannsóknarverkefna þurfa að leggja fram lýsingu á verkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru á www.landsvirkjun.is. Umsóknum ásamt fylgi- gögnum má skila rafrænt á orkurannsoknasjodur@ landsvirkjun.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 9. janúar 2014. Árangur landsbyggðarbarna versnar í efri bekkjum Sérfræðingur í menntamálum segir að skoða þurfi sérstaklega hvað veldur því að börn á lands- byggðinni komi ver út í PISA könnun en höfuðborgarbörn. Samræmd próf sýni betri árangur landsbyggðarbarna miðað við höfuðborg á yngri stigum grunnskólans, en svo dregur höfuð- borgin á. Spurning hvort skortur á fagkennurum úti á landi, sé um að kenna, segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir. Þ orbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgarfulltrúi og sér-fræðingur í menntamálum, segir niðurstöður PISA könnunarinnar grafalvarlegar. „Fyrst og síðast eigum við ekki að draga fram einhverjar afsak- anir eða réttlætingar á stöðunni heldur horfa á stað- reyndirnar. Okkur hrakar og við erum nú fyrir neðan næstum öll lönd sem við almennt viljum bera okkur saman við. Það verður að hætta að ræða um niðurstöður, nú þarf að fara að nota niðurstöður til að búa til markmið og umbótaáætlanir, jafnvel með fjárfestingum í náms- gögnum, námskeiðum og eða fleiri mælingum til að geta rýnt árangurinn betur. Aðalmálið er að nota gögnin og taka þátt í fleiri alþjóðlegum rannsóknum,“ segir Þor- björg Helga. „Allir landshlutar eru að sýna lakari árangur og línan frá upphafi hallar allt of mikið niður. Þetta segir okkur að það er eitthvað kerfisbundið að í skólaumhverfinu 10. bekkur Stærðfræði Íslenska Enska 1 Seltjarnarnes 36,0 1 Þingeyjarsveit 35,5 1 Seltjarnarnes 33,7 2 Flóahreppur 34,6 2 Reykhólahreppur 34,4 2 Garðabær 33,3 3 Garðabær 34,0 3 Húnavatnshreppur 34,0 3 Reykhólahreppur 32,5 4 Bláskógabyggð 32,4 4 Seltjarnarnes 34,0 4 Skútustaðahreppur 31,7 5 Kópavogsbær 31,8 5 Vopnafjarðarhreppur 34,0 5 Árborg 31,7 6 Þingeyjarsveit 31,7 6 Bláskógabyggði 33,9 6 Kópavogur 31,5 7 Breiðadalshreppur 31,3 7 Flóahreppur 33,9 7 Reykjavík 31,5 8 Vopnafjarðarhreppur 31,3 8 Skútustaðahreppur 33,8 8 Hörgársveit 35,5 9 Reykjavík 31,1 9 Breiðadalshreppur 32,6 9 Bláskógabyggð 31,2 10 Mosfellsbær 30,7 10 Garðabær 32,0 10 Mosfellsbær 31,1 Landið, meðaltal 30,1 11 Borgarfjarðarhreppur 31,5 Landið, meðaltal 30,2 12 Rangárþing ytra 31,4 13 Kópavogur 32,2 14 Reykjavík 31,0 Skaftárhreppur 31,0 Landið, meðaltal 30,0 7. bekkur Stærðfræði Íslenska 1 Ölfus 33,6 1 Skútustaðahreppur 36,7 2 Seltjarnarnes 33,2 2 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 35,3 3 Skútustaðahreppur 33,1 3 Flóahreppur 34,3 4 Grýtubakkahreppur 32,9 4 Þingeyjarsveit 33,5 5 Garðabær 32,8 5 Húnavatnshreppur 33,1 6 Kópavogsbær 32,7 6 Garðabær 33,0 7 Djúpavogshreppur 32,6 7 Seltjarnarnes 32,7 8 Skeiða- og Gnúpverjahreppur 32,3 8 Grýtubakkahreppur 31,7 9 Snæfellsbær 31,8 9 Mosfellsbær 31,7 10 Mosfellsbær 31,4 10 Bláskógabyggð 31,7 11 Grímsnes- og Grafningur 31,0 11 Kópavogur 31,6 12 Húnavatnshreppur 30,8 12 Sveitarfélagið Skagafjörður 31,4 13 Bláskógabyggð 30,7 13 Ölfus 31,4 14 Reykjavík 30,7 14 Hveragerði 30,9 15 Bláskógabyggð 30,7 15 Súðavík 30,8 Landið, meðaltal 30,0 16 Grímsnes- og Grafningar 30,8 17 Reykjavík 30,7 Landið, meðaltal 30,7 4. bekkur Stærðfræði Íslenska 1 Grýtubakkahreppur 36 1 Grímsnes- og Grafningar 34,8 2 Ölfus 35,7 2 Skútustaðahreppur 34,1 3 Hörgársveit 34,8 3 Garðabær 33,3 4 Skútustaðahreppur 34,6 4 Flóahreppur 33,1 5 Garðabær 34,0 5 Ölfus 32,3 6 Grímsnes- og Grafningur 33,4 6 Seltjarnarnes 32,2 7 Reykjanesbær 32,0 7 Húnavatnshreppur 32,2 8 Húnavatnshreppur 34,6 8 Þingeyjarsveit 31,8 9 Bláskógabyggð 31,6 9 Kópavogur 31,2 10 Kópavogsbær 31,6 10 Sveitarfélagið Skagafjörður 31,1 11 sveitarfélagið Skagafjörður 31,5 11 Grýtubakkahreppur 31,1 12 Akranes 31,4 12 Reykjavík 30,7 13 Vestmannaeyjar 31,3 13 Mosfellsbær 29,7 14 Bolungarvík 31,3 Landið, meðaltal 30,0 15 Hveragerði 31,0 16 Fjarðabyggð 30,9 17 Rangárþing ytra 30,8 18 Norðurþing 30,8 19 Seltjarnarnes 30,7 20 Svalbarðsstrandarhreppur 30,2 21 Reykjavík 30,0 22 Vopnafjarðarhreppur 30,0 Landið, meðaltal 30,0 okkar eða í uppeldismálum almennt sem við verðum að breyta. Mín skoðun er að við tengjum árangur alltof lítið við daglegt starf í skólunum og að krakkarnir skynji ekki markmið og tilgang námsins. Annað sem þarf að skoða ítarlega er kennaramenntunin. Í nýlegri doktorsrigerð Bjargar Jóhannsdóttur sem starfar við háskóla í Kali- forníu kemur fram að íslenskir stærðfræðikennarar séu ekki nægilega vel undirbúnir undir þær kröfur sem við gerum til skilnings barna á stærðfræði. Fæstir í rann- sókninni gátu til dæmis skýrt út hvers vegna útreikning- ar voru leystir eins og þeir voru leystir og vísuðu til þess að þeir höfðu lært að reikna þetta svona í skóla. Þeir gátu sem sagt aðeins skýrt út tæknilega útfærslur á dæmum, en síður skilning,“ segir Þorbjörg Helga. Skortur á sérgreinakennurum á landsbyggðinni? Þorbjörg Helga bendir á að niðurstöður úr samræmdum prófum sýni að höfuðborgarsvæðið komi mun betur út á efsta stigi grunnskólans en yngstu, en benda má á að PISA prófið nær til 15 ára barna. „Ég myndi telja að munurinn á árangri barna á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu í PISA könnuninni ætti að vera nokkuð sem menntamálaráðherra hefði verulegar áhyggjur af. Ég myndi vilja vita hvort fagmenntun kennara sé minni á landsbyggðinni, það virðist eitthvað vera að skólunum, að kennslunni. Ef til vill eru bekkir og skólar fámennir og því síður hægt að bjóða upp á val og sterka fagkennara á unglingastigi líkt og hægt er að gera í Reykjavík. Ef við horfum bara á tölurnar úr samræmdu prófunum má sjá að Reykjavík er ekki að standa sig vel á grunnstigunum en betur á eldri stigum,“ segir Þorbjörg. Hún segir að foreldrar þurfi líka að taka sér tak. „Þeir þurfa að fylgjast betur með árangri barna sinna og ekki gera lítið úr því ef barn les hægt, er með greiningu er varðar málþroskaröskun og hætta að gefa sér að hlutirnir lagist bara af sjálfu sér. Þeir þurfa að krefjast betri upplýsinga um árangur barna sinna í skólunum og setja skýr markmið um lestur heima við. Foreldrar þurfa að muna að það er munur á því að kunna að lesa og lesskilningi. Það er mjög mikilvægt að spjalla um innihald þess sem barnið er að lesa. Ef lesskilningur er ekki góður er til lítils að geta lesið stafi,“ bendir hún á. „Það er hins vegar fagnaðarefni að nemendum líður vel. Það hlýtur samt sem áður að þurfa að tengja árangur barna betur við líðan. Skólinn á fyrst og síðast að tryggja grunnfærni barna og tryggja jöfn tækifæri barna eftir 15 ára, ef við gerum ekkert erum við að segja að skólinn sé ekki lengur þetta jöfnunartæki,“ segir Þorbjörg Helga. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Árangur íslenskra nemenda versnar Árangur íslenskra 15 ára barna í PISA könnuninni, sem fram kom í vikunni, hefur versnað verulega frá 2009 og sé horft til allra PISA mælinga frá upphafi, þá hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug, að því er fram kemur hjá menntamálaráðu- neytinu. Helstu niðurstöðurnar eru þær að Ísland, ásamt Sví- þjóð, er með lökustu frammi- stöðu allra Norðurlandanna, verulegur munur er á höfuð- borgarsvæði og landsbyggð í öllum greinum og hefur aftur- för orðið mest á landsbyggðinni þó svo höfuðborgarsvæðið hafi einnig látið undan síga. Piltum hefur farið verulega aftur í les- skilningi og stærðfræðilæsi, og eru nú um 30% þeirra á tveimur neðstu þrepum lesskilnings og um 20% á neðstu þrepum stærðfræðilæsis. Frammistaða íslenskra nemenda í nátt- úrufræðilæsi er sú lakasta af öllum Norðurlöndunum, mikill munur er á frammistöðu inn- fæddra og innflytjenda í öllum greinum. Ennþá er mikill jöfn- uður á Íslandi, munur á milli skóla er hvergi minni en hér á landi en skólabragur og viðhorf nemenda til náms hafa batnað verulega frá því sem áður var. Meðaltöl úr samræmdum prófum á árunum 2007-11. Einkunnakvarði samræmdra prófa er normaldreifður frá 0 til 60 stig með meðaltal 30 og staðalfrávik 10. Túlka má mun uppá 3 stig sem nokkurn mun, mun uppá 5 stig (hálft staðalfrávik) sem töluverðan mun og mun uppá 7 stig eða meira sem mikinn mun. Niðurstöður eru einungis birtar þegar fleiri en 10 nemendur eru á bak við meðaltöl. 10 fréttir Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.