Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 12
Á rás tyrkneska tölvuhakkarans á Vodafone um síðustu helgi af-hjúpaði að Íslendingar eru langt á eftir nágrannaþjóðunum í netörygg- ismálum. Andstaða fjarskiptafyrirtækj- anna gerði að engu tilraunir stjórnvalda til að koma sérstakri netöryggissveit stjórnvalda á fót árið 2008. „Starfsemi netöryggissveitarinnar er rétt að slíta barnsskónum,“ segir Hrafnkell Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). „Hún tók til starfa fyrr á þessu ári.“ Netöryggissveitin nefnist Cert-is (Computer Emergency Response Team – Ísland) að alþjóðlegri fyrirmynd og byggir á heimild í fjarskiptalögum. Sam- bærilegur hópur tók til starfa í Finnlandi árið 2000 og litlu síðar á hinum Norður- löndunum og í öðrum Evrópulöndum langt á undan Íslandi.. Í samtali Fréttatímans við Hrafnkel Gíslason kom fram að PFS hefði lagt til við samgönguráðherra að árið 2008 að þessari sveit yrði komið á laggirnar en eftir vegna harkalegrar andstöðu fjar- skiptafyrirtækjanna var málið sett í salt þar til 2011. Teymið tók loks til starfa á þessu ári í samræmi við breytingar sem gerðar voru á fjarskiptalögum á síðasta kjörtímabili. Hrafnkell segir að það muni ekki kosta íslenskt samfélag miklar fjárfestingar í tækjum og búnaði að komast jafnfætis nágrannalöndunum í netöryggismálum. „Það er heilmikill lærdómur kominn af þessu máli fyrir okkur varðandi netör- yggismál almennt. Menn þurfa að taka þau miklu fastari tökum skipulagslega og tæknilega en ég held að aðalkostn- aðurinn felist í þekkingu, mannauði og þjálfun. Það vantar fólk, númer eitt, tvö og þrjú.“ Vodafone telur sig ekki brotlegt við fjarskiptalög Hrafnkell var einn þeirra fulltrúa úr stjórnsýslunni og frá fjarskiptafyrirtækj- unum sem kallaðir voru til yfirheyrslu hjá samgöngunefnd Alþingis í vikunni í kjölfar lekans hjá Vodafone. Þar kom m.a. fram að Vodafone telur sig ekki hafa gerst brotlegt við fjarskiptalög með því að geyma margvísleg gögn viðskipta- vina sinna árum saman en heimild til gagnageymdar í lögum nær aðeins til sex mánaða tímabils. Málflutningur Vodafone byggist á því að þar sem um var að ræða gögn á vef fyrirtækisins en ekki í fjarskiptakerf- inu sjálfu hafi ekki verið um lögbrot að ræða. Viðmælendur Fréttatímans benda hins vegar á að jafnvel þótt í ljós komi að fjarskiptalög nái ekki utan um málið séu allar líkur á að Vodafone verði talið brot- legt við lög um Persónuvernd með því að geyma viðkvæmar persónuupplýsingar um einstaklinga, bæði samskiptasögu, samskipti og lykilorð í ódulkóðuðu formi á vef sínum árum saman. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Aðventugleði fyrir börnin Alla laugardaga fram að jólum er barna stund í Hörpu. Börnin taka virkan þátt í dansi og söng, Maxímús Músíkús hjálpar til við að rifja upp og læra hljóðfæra nöfnin — og óvæntur, ákaflega gamall gestur kemur í heimsókn. Nemendur tónlistarskóla flytja fjölbreytt tónlistaratriði. Á meðan geta foreldrar fengið sér kaffi bolla á veitingastöðum Hörpu, skoðað sig um eða heimsótt verslanir í húsinu okkar. Barnastund í Hörpu Alla laugardaga á aðventunni kl. 11:00 – 12:30 Aðgangur ókeypis www.harpa.is Árásin á vef Vodafone hefur afhjúpað ýmsa veikleika í netöryggismálum Íslendinga. Við erum langt á eftir nágrannaþjóðunum og andstaða fjarskiptafyrirtækja kom í veg fyrir að stjórnvöld réðust í átak fyrir fimm árum. Ljósmynd/NordicPhotos/GettyImages  Fjarskipti ÁrÁs hakkara Á VodaFone aFhjúpaði ýmsa Veikleika Andstaða fjarskiptafyrirtækja kom í veg fyrir átak í netöryggi Fjarskipta- fyrirtækin brugðust hart við tilraunum stjórnvalda árið 2008 til þess að setja á fót netöryggissveit eins og nágrannalöndin reka. Fyrir vikið tafðist stofnun sveitarinnar þar til á þessu ári. 12 fréttaskýring Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.