Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 24
T ímavélar eru til og ég er stödd í einni slíkri. Tímabilið er síðasta öldin, nánar tiltekið fyrrihluti níunda áratugsins. Ég var hreinlega búin að gleyma hversu langt er síðan þá – svo þúsundfalt lengra heldur en árin þrjátíu segja til um í línulegri fjarlægð. Lesbíur eru ekki til á Íslandi svo ég viti en eitthvert slangur af hommum. Ég þekki meira að segja nokkra þeirra ágætlega og er vitaskuld fordómalaus. Ég kaupi meira að segja málgagn þeirra, „Úr felum“, fyrir utan Lindargöturíkið og spjalla um daginn og veginn. Ég er svo víðsýn og umburðarlynd og ógn og skelfing vinstrisinnuð. Ég hef ekki hugmynd um það að innan skamms eigi heimsmynd mín eftir að hrynja þegar ég vakna upp við hliðina á konu sem ég er ástfangin af upp fyrir haus, altekin ólýsanlegri hamingju en einnig óttaslegnari en nokkru sinni fyrr eða síðar í lífi mínu. Heima bíður eiginmaður og átta ára einkadóttir. Ekkert í lífi mínu átti eftir að verða samt aftur. Saga Jónínu Leósdóttur, „Við Jóhanna“, gæti verið saga mín og fyrri konunnar minnar þegar við fetuðum okkur skref fyrir skref á fyrstu mánuðum ástar okkar. Á nákvæmlega sama rauntíma og tilfinningatíma vorum við sam­ hliða á þjóðfélagsvett­ vanginum, við í hinum róttæku samtökum kvenna á vinnumarkaði þar sem ég kynntist Elsu og Stellu, fyrstu opnu lesbíunum sem ég hitti, og Jóhanna og Jónína í framkvæmda­ nefnd um launamál kvenna. Hvorugt parið vissi af hinu en sam­ eiginlega áttum við þessa heimsbyltingu, að koma úr felum fyrir sjálfum okkur og horfast í augu við eigin fordóma gagnvart okkar eigin tilfinningum. Á báðum stöðum þurftum við líka að viðurkenna þann dapurlega veruleika sem beið utan dyra og meta fórnarkostnað­ inn þar úti fyrir tilfinningar okkar. Staðreyndin var að ekki var spurt hvort greiða þyrfti fyrir hina ný­ fengnu ást, heldur hvernig gjald, hversu hátt og hvenær gjalddaginn kallaði. Öll höfum við, lesbíur og hommar, þurft að greiða ham­ ingju okkar dýru verði. Sumir flúðu land til að finna sitt tilfinn­ ingafrelsi. Aðrir héldu „einkalífinu fyrir sig“, en fórnuðu persónulegri hamingju til að halda í opinbera velgengni. Frásögnin af sambandi Jóhönnu og Jónínu fyrstu 15 árin eru gott dæmi um slíkt persónu­ legt tap fyrir samband þeirra. Margir komu úr felum í takti við baráttukröfur minnihlutahópa þess tíma en glötuðu samfélags­ legum möguleikum að miklu leyti. Síðastnefndi hópurinn var síðan ekki alltaf í góðu ástandi. Sjálfs­ myndin brotin og stuðningur um­ hverfisins takmarkaður þar sem flestir brenndu brýrnar að baki sér þegar þeir tóku skrefið úr felum. Skildu gömlu fyrirmyndirnar og gamla lífið eftir, reyndu að fóta sig á hálu svelli nýrrar ímyndar og sköpuðu fordæmalaust samfé­ lag sem snérist um það eitt að öðlast tilkall til ástar og hamingju. Slík barátta var ekki ókeypis. Alkóhólismi, sjálfsvonska og niðurlæg­ ing, sjálfsvorkunn og til­ finningaátök fylgdu alltof oft í kjölfarið og loks kom alnæmið. Gjald þess að Ís­ lendingar eignuð­ ust fyrsta sam­ kynhneigða forsætisráð­ herrann, var að Jóhanna valdi að stíga ekki skrefið út um dyrnar á sínum tíma. Mat hennar var einfald­ lega að opinberun á ástarsambandi þeirra Jónínu myndi ganga af pólitíska ferlinum hennar dauðum og það var rétt mat. Við, sem stigum skrefið á sínum tíma og höfðum áður skapað okkur nafn á öðrum vettvangi, urðum frá að hverfa. Þar nefni ég vin minn Hörð Torfa auk reynslu sjálfrar mín sem hvarf af hinum pólitíska vettvangi sem og úr stéttabaráttunni þegar eftirspurnin eftir mér hrundi skyndilega. Það var ekki fyrr en á síðustu árum tuttugustu aldar­ innar að tilfinningafrelsinu hafði svo vaxið fiskur um hrygg að fólki varð óhætt að vera opinskátt um kynhneigð sína – eða nánast svo. Það skal játað að á formennsku­ árum mínum í Samtökunum ´78 dreymdi mig um að Jóhanna Sig­ urðardóttir og margir fleiri sem þá voru í felum, myndu stíga fram og leggjast á dráttartaugarnar með okkur. Það gerðist ekki en einmitt vegna þess urðu örlög hennar að hafa áhrif á réttindabaráttu og viðhorf gagnvart samkyn­ hneigð um allan heim sem forsætisráðherra. Mín elskuverða eigin­ kona orðaði þetta hreint ljómandi vel þegar hún sagði Jóhönnu komna „úr felum á heimsvísu“. Það er full ástæða til að þakka þeim Jóhönnu og Jón­ ínu fyrir ómet­ anlegt fram­ lag sem fyrsta samkynhneigða forsætisráðherra­ parið í heiminum en ekki síður fyrir einlæga frásögn af sambandi sínu og hversu ríkulega þær gefa af sárri reynslu sinni í felum öll þessi ár. Margrét Pála Ólafsdóttir, fyrrverandi formaður Samtakanna 78 Fartölvuumslög í mörgum litum verð frá: 4.990 kr. Ferðahátalari Valuun Vibro verð: 7.990 kr. Hátalarar Logitech verð: 12.990 kr. Heyrnartól Urbanears Plat tan verð:11.990 kr. All in One borðtölva Dell Inspiron One verð: 159.990 kr. Fjölnotaprentari HP Photosmart verð: 19.890 kr. 15" Fartölva Celeron Dell Inspiron verð: 89.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást í Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu í kaffi í verslunum okkar: Ómetanlegt framlag „Úr felum á heimsvísu“ 24 viðhorf Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.