Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 60

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 60
Sigrún Sigurðardóttir fæddist 1929 á Möðruvöllum í Hörgárdal. Foreldrar hennar voru þau Sigurður Stefánsson, prestur og síðar vígslubiskup, og María Ágústsdóttir cand. phil. Vestfirska forlagið hefur gefið út bækur eftir marga höfunda sem aldrei áður hafa fengist við bókaskrif. Sigrún er í þeim hópi. Frásögnin, byggð á dagbókum hennar, er öfgalaus og hlý þó að greint sé hispurslaust frá erfiðu ölduróti á lífsleiðinni. Fæst í bókaverslunum um land allt Ný bók að vestan Verð 3.900 kr. Ég veit ekki hvort ég hef nokkurn tíma orðið virkilega fullorðin kona, ég hef alla tíð þurft mikla athygli og aðdáun og hef að sama skapi verið dugleg að ná mér í hana. Það hefur verið mér meira virði en flest annað. Er ekki magnað hvað karlmaður getur framkallað hjá konu með því einu að horfa á hana með aðdáun? Það framkallar á augabragði að konan verður fallegri, fær allt í einu nokkurs konar æskuútlit, roða í kinnar og ástleitna ásjónu. Það er þetta sem ég meina, þetta er eins konar næring sem gerir konur aldurslausar. Þær halda bara áfram að geta beitt töfrabrögðum sínum, halda áfram að vera þess umkomnar að geta heillað menn fram eftir öllum aldri. Ég tala af sérlegri reynslu eins og við er að búast. betur fer. Þarna upplifði ég versta þung- lyndi sem ég hef vitað. Ég lá alla helgina uppi í rúmi og þó börnin mín og fjölskyldan séu mér allt þá langaði mig þarna bara að taka eigið líf. Ég varð mjög hrædd við sjálfa mig. Sem betur fer sagði ég bróður mínum hvað mér leið illa og hann, mágkona mín og mamma hjálpuðu mér mikið. Okkur var svo boðið í veislu sem ég vildi alls ekki fara í en þau drógu mig með og þetta varð alveg dásamlegt kvöld. Eftir það var leiðin bara upp á við. Það er samt þetta sem hræðir mig við þennan sjúkdóm, því fólk með geðhvörf hefur tekið líf sitt og mér á mögulega eftir að líða svona aftur. Sem betur fer er ég samt frekar aðeins ör en hitt og hef ekki farið svona niður aftur.“ Beitt kynferðisofbeldi Hún segist ekki vita hvort hægt sé að rekja geðhvörfin til einhverra atburða eða áfalla. Árið áður en hún var greind skildi hún við barnsföður sinn en þau reyndu mikið að laga sambandið og því fylgdu sterkar tilfinn- ingar en þau eru í dag góðir vinir. „Síðan hafði ég fengið fæðingarþunglyndi eftir að eldri stelpan mín fæddist árið 2007. Ég var með fyrirsæta fylgju og þurfti að fara í bráðakeisara. Dóttir okkar þurfti að berjast fyrir lífi sínu í þrjá daga því lungun hennar féllu saman,“ segir Ragnheiður. Sjálf varð hún fyrir fyrsta áfallinu þegar hún var aðeins 17 ára gömul. „Ég lenti í kynferðis- legri misnotkun, varð mjög þunglynd og fór að drekka illa þegar ég drakk. Þetta átti sér stað í heimabæ mínum, Akranesi, og það varð fljótt mikil breyting á mér. Ég fór alltaf að tala um þetta þegar ég var drukkin og ég held að fáir hafi trúað mér fyrir utan nánustu vini en þegar mamma komst að þessu sagðist hún geta nefnt daginn sem þetta gerðist því ég hafi algjörlega umturn- ast. Vinkonur mínar fóru með mig löngu seinna til Stígamóta því þetta hefur leitt til þess að ég ríf mig mikið niður. Það hjálpaði mér hins vegar lítið að tala við Stígamót. Ég veit í raun ekki hvort ég hef enn fyrirgefið gerendunum. Já, þeir voru fleiri en einn. Ég hitti einn þeirra í sundi um daginn og mér fannst það mjög óþægilegt. Hann var þar með konunni sinni og barni og við fórum að spjalla. Hann er sá eini sem hefur beðið mig afsökunar,“ segir Ragnheiður en vill annars ekki tala um þetta mál. Snortin af orðum samstarfsmanns Hún kannast við þá tilfinningalegu flat- neskju sem margir geðhvarfasjúklingar lýsa eftir að þeir byrja á lyfjameðferð. „Ég var þannig fyrst. Það var í raun ekki fyrr en fyrir um sjö mánuðum sem mér fannst ég hætta að vera flöt. En þetta var líka mikið til á mínu valdi. Líf mitt var bara algjör rútína – ég fór með stelpurnar í skólann og leikskól- ann, mætti í vinnuna, sótti stelpurnar, kom þeim í rúmið og fór að sofa. Síðan ákvað ég bara að taka til í lífinu ég byrjaði að fara í sund reglulega og ég fór að syngja með bróður mínum, en mér hefur alltaf fund- ist afskaplega gaman að syngja og er lærð söngkona í bæði djass og klassískum söng. Batinn snýst ekki bara um að taka lyf heldur að taka til hjá sjálfum sér, borða hollan mat og hreyfa sig. Ég ákvað líka að hætta niður- rifinu út af misnotkuninni.“ Ragnheiður var um tíma í sjúkraleyfi en sótti um nýja vinnu og starfar nú hjá Þjóð- skrá. „Ég var að syngja þar í veislu um dag- inn og eftir á stóðu allir upp og klöppuðu fyrir mér, söngurinn sló í gegn. Þegar ég var kynnt inn sagði samstarfsmaður minn að nokkrum sinnum á lífsleiðinni hittum við fólk sem snerti okkur og að næst á svið væri konan sem hefði hrifið þau öll. Það eina sem ég hef gert er að mæta í vinnuna og vera ég sjálf, og eftir þetta ákvað ég að hætta að vera í felum með sjúkdóminn minn. Það vissu fyrir einhverjir samstarfsmenn mínir að ég væri með geðhvörf en þetta veitti mér svo mikinn innblástur. Ég talaði við mannauðs- stjórann áður en ég fór í þetta viðtal og fékk jákvæð viðbrögð. Frá því ég byrjaði að vinna þarna hef ég aldrei misst úr vegna geðhvarf- anna. Ég hef jú fengið flensu en ég hef alltaf mætt þó ég sé jafnvel kvíðin. Ég er á góðum stað núna. Mér líður vel með sjálfa mig og líður vel í vinnunni. Ég á alveg dásamlegt samstarfsfólk. Ég er líka dugleg að fara í sund ein eða með stelpurnar mínar. Ég fór ein að synda um daginn og synti 3 kílómetra og fór þá að hugsa að ég þyrfti aðeins að hægja á mér.“ Hún brosir, fyllilega meðvituð um að hún þarf að fylgjast vel með líðan sinni og hegðun. „Ég fór aftur upp í geðhæð í febrúar á þessu ári. Þó ég reyni að vera meðvituð leið smá tími áður en ég fór í viðtal upp á geðdeild. Þá var ég búin að fara í Vero Moda fjóra daga í röð að kaupa föt því mér leið svo vel með það. Fjórða daginn spurði starfsstúlkan í búðinni hvort ég hefði unnið í Lottó og þá runnu á mig tvær grímur, nú væri ég kannski á uppleið. Eitt af því sem ég hef líka gert er að fá mér húðflúr. Ég er með 16 húðflúr en ég er samt það ábyrg að ég fæ mér ekki einhver fárán- leg tattú, sem betur fer. Ég fékk mér nýtt húðflúr um daginn og þá hélt fjölskyldan að ég væri að sigla upp í maníu en það var ekki þannig í það skiptið. Fólk sem er með geð- hvörf hagar sér á ólíkan hátt í maníu. Sumir fara að sofa hjá mikið, sumir fá aukinn áhuga á kynlífi og aðrir fara að stunda fjár- hættuspil. Þetta er allt einstaklingsbundið.“ Ragnheiður hefur fengið mikinn stuðning frá fjölskyldunni sinni frá því hún var greind og er hún afar vinamörg. „Ég er mjög heppin að eiga að þetta fólk sem heldur utan um mig sama hvað á dynur. Þetta er fólkið sem hjálpar að halda mér á jörðinni. Sem betur fer hefur þetta heldur aldrei bitnað á stelp- unum mínum. Ég hef haldið þeim utan við þetta allan tímann og þannig mun það verða þangað til þær eru nógu gamlar til að skilja. Þær eru minn styrkur. Að greinast með geðsjúkdóm er síður en svo endir alls. Ég er ekkert klikkuð. Ég er í raun bara venjuleg einstæð móðir sem lifir lífinu og elur upp börnin sín. Það er það sem skiptir máli." Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Síðan vaknaði ég bara daginn eftir – 37 ára tveggja barna móðir í fanga- klefa – og vissi ekkert hvað ég hafði gert. 60 viðtal Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.