Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 68
68 fjölskyldan Helgin 6.-8. desember 2013 Hátíð í skugga áfengis A lgengt er að fólk drekki meira í aðventumánuði en á öðrum tíma ársins. Það skapast meðal annars af því að hefðir varðandi jólahlaðborð og jólagleði á vinnustöðum hafa verið að ryðja sér til rúms sl. áratugi. Þessu hefur óneitan- lega fylgt aukin áfengisdrykkja svo ekki sé minnst á þennan svokallaða „jólabjór“ sem auglýstur er í gríð og erg, rétt eins og hann sé eitthvað öðruvísi en aðrir bjórdrykkir og allir verði að prófa. Segja má að það séu tvær megin ástæður fyrir aukinni drykkju í kringum jólin. Annars vegar er aukin streita sem óneitanlega fylgir desembermán- uði og jólahaldi sem reynt er að draga úr með drykkju til þess að ná fram slökun og hins vegar þær hefðir sem skapast hafa í samfélaginu og fólk telur sig þurfa að fylgja. Viðhorf til matarmenningar hefur breyst svo sumir leggja mikla áherslu á að gott rauðvín, jólabjór og/eða annað áfengi með jólasteikinni. Þetta getur leitt til þess að á aðfangadagskvöld, þegar búið er að borða hátíðarmatinn og fjölskyldan býr sig undir að skoða jólagjafirnar, að annar eða báðir aðilarnir í parasambandinu verða drukknir sem óneitanlega skyggir á jólagleði barna og maka. Það þarf ekki að vera að við- komandi aðili eigi við slíkan drykkjuvanda að stríða eða hann þurfi meðferðar við, heldur sé um að ræða munstur sem fólk hefur tamið sér að drekka við öll hátíðleg tækifæri. Það er vert að hafa í huga að foreldrar eru fyrirmynd og með slíkum drykkjuvenjum eru þeir líka að senda þau skilaboð til barna sinna að það sé nauðsynlegur þáttur að hafa áfengi um hönd til þess að hafa gaman. Boð- skapur jólanna vill líka gleymast þegar hugsun maka og foreldris snýst meira og minna um áfengi en þarfir barna í fjölskyldum þar sem drukkið er gleymast. Börn þurfa samskipti við foreldra sína, hafa hlutverk innan fjölskyldunnar og finna að þau tilheyri heild. Það er raunverulegt að sum börn kvíða jólunum vegna drykkju foreldra og þau sýna það á misjafnan hátt. Sum verða uppreisnargjörn, önnur draga sig í hlé eða þau taka að sér aukna ábyrgð til dæmis að annast systkini sín þar sem annað foreldri eða báðir foreldrar eru drukknir eða annað foreldrið veikt af vanlíðan vegna hegðunar makans. Þau gæta vel að því sem þau segja og gera, til þess að enginn sé reiður og trúa því og vona að ef þau hagi sér vel drekki foreldrið minna, réttara sagt að minni líkur verði þá á ofdrykkju. Þar með eru þau búin að taka á sig ábyrgð á drykkju foreldrisins. Kvíði barnanna getur einnig komið fram með líkamlegum einkennum svo sem magaverk og höfuðverk. Foreldrar, hvort sem þeir eiga við áfengisvanda að stríða eða ekki, ættu einfald- lega að sleppa áfengum drykkjum yfir hátíðarnar. Og ef einhverjum reynist sú tilhugsun erfið þá ættu þeir einstaklingar þá að leita sér aðstoðar fagaðila til þess að fá viðeigandi aðstoð. Þetta er tími ljóss og friðar og stundum kallað hátíð allra barna, það getur auðveldlega snúist upp í andhverfu sína og skapað mikinn harm og erfiðar minningar fyrir börn og unglinga. Áfengi, hátíðir og börn fara ekki saman. Höfundur er félagsráðgjafi og sérfræðingur um áfengis- og vímuefnamál jona@hi.is Það er raunverulegt að sum börn kvíða jólunum vegna drykkju foreldra og þau sýna það á misjafnan hátt. Eiga allir gleðileg jól? Jóna Margrét Ólafsdóttir ritstjórn@ frettatiminn.is heimur bArnA Sýndu kærleik í verki • í húsakynnum Fjölskylduhjálparinnar að Iðufelli 14 • Bensínstöðvum Skeljungs • Verslunum Krónunnar • Verslunum Nettó • Garðheimum • Hagkaup Kærleikskerti Fjölskylduhjálpar Íslands fást á eftirtöldum stöðum á höfuðborgarsvæðinu: – allir eiga skilið gleðileg jól Kertin eru handgerð tólgarkerti framleidd af sjálfboðaliðum til aðstoðar við heimili í neyð. Fötin í versluninni I am Happy koma til móts við alla „Við rákumst á þessa hönnun frá Móa á áströlsku bloggi en vissum ekki að þetta væri íslensk hönnun og ég sendi fyrir- spurn á ensku og fékk svar á íslensku til baka. Við tókum fyrstu línu Móa strax inn,“ segir Herdís Kristinsdóttir en hún ásamt eiginmanni sínum, Sveini Inga Steinþórssyni, er eigandi verslunarinnar I am Happy sem var eins árs 1. desem- ber. „Það var alltaf draumur hjá mér að opna barnafataverslun og vildi gera eitthvað allt annað en ég hafði verið að gera,“ segir Herdís. Verslunin selur vönduð föt fyrir börn á aldrinum 0 til 10 ára en selur líka leikföng. „Við vorum búin að skoða markaðinn vel og það er svo mikið framboð að það var erfitt að velja úr. Við höfum verið að einblína á gæði og gott verð. Við seljum litríkar vörur en erum samt líka að selja vörur frá íslenskum hönnuði, Thelmu Garðars- dóttur, með vörumerkið Mói og það eru föt í látlausum litum sem passa bæði á stelpur og stráka. Það eru mjög margir sem vilja ekki setja börnin sín í bleikt en sumir vilja bara litríkar vörur maður verður að koma til móts við alla,“ segir Herdís. María Elísabet Pallé maria@frettatiminn.is Verslunin I am Happpy selur vönduð föt fyrir börn á aldrinum 0 til 10 ára en selur líka leikföng.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.