Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 97

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 97
Veisluréttir Hagkaups, eftir Friðiku Hjördísi Geirs- dóttur, trónir á toppi aðal- lista Félags íslenskra bókaútgef- enda aðra vikuna í röð. Skuggasund Arnaldar Indriðasonar fylgir mat- reiðslubókinni eftir og Villi naglbítur er í þriðja sætinu með Vísindabók Villa. Lygi Yrsu Sigurðardóttur er í fjórða sæti og Guðni Ágústsson er léttur í lundu í því fimmta. Rikka á toppnum bækur 97Helgin 6.-8. desember 2013 Um fátt hefur meira verið fjallað í þjóðmála- umræðunni í meira en heila öld en skatta og gjöld. Sögu skattkerfis- breytinga hefur þó ekki verið gerð fræðileg skil fyrr en núna með ritinu Í þágu þjóðar eftir Friðrik G. Olgeirsson sagnfræðing. Tíundarkerfið forna var orðið úrelt á 19. öld og þjóðina vantaði tilfinnan- lega sameiginlegan sjóð, ríkissjóð, til að geta byggt upp nútímasamfélag. Það var gert m.a. með því að taka upp tekjuskattskerfi árið 1877. Allar ríkisstjórnir hafa síðan breytt skattalögum og því er ritið hvort tveggja í senn mikilvægt framlag til stjórnmálasögu þjóðarinnar og grundvallarrit um sögu skatta og skattkerfisbreytinga á árunum 1877–2012. Sagan er sögð á ljósan og skilmerkilegan hátt og margt kemur fram sem áhugafólki um þjóðarsöguna mun þykja fengur að. Saga skatta og skattkerfisbreytinga á Íslandi 1877−2012 Friðrik G. Olgeirsson Bækurnar fást í bókaverslunum Pennans/Eymundsson og hjá Bóksölu stúdenta Í þágu þjóðar Vísindabók Villa, eftir Vilhelm Anton Jónsson, sem er betur þekktur sem Villi Naglbítur, hefur heldur betur slegið í gegn á mínu heimili. Yngstu börnin mín tvö, sem eru að verða sex og átta ára, hafa unun af því að hlusta á fróðleikskafla um hitt og þetta úr heimi vísindanna. Þeim finnst spennandi að heyra um rafmagn, um himingeim- inn, þyngdarkraftinn, blóðið, beinin, hljóðin og öll hin mögn- uðu viðfangsefnin sem Villi tekur fyrir í bókinni og skýrir á undurskemmtilegan hátt á máli sem allir skilja. Kaflarnir eru stuttir og afmarkaðir, eitt viðfangsefni á hverri opnu, sem dugir einmitt fyrir athyglisút- hald yngstu barnanna. Þeir eru myndskreyttir með fallegum og litríkum skýringarmyndum sem styðja vel við textann. Út- lit bókarinnar hönnuðu Dagný Reykjalín og Guðrún Hilmis- dóttir og eiga þær hrós skilið. Við lesum oftast tvo til þrjá kafla á kvöldi en tilraunirnar gerum við eftir því sem okkur dettur í hug, og alls ekki fyrir svefninn, þær eru of spennandi til þess. Villi skrifar einstaklega skemmtilegan og hvetjandi inngang að bókinni – sem ég hvet alla foreldra til að lesa. Þar fjallar hann um spurninguna „af hverju?“, sem hann segir ótrúlega gagnlega, „eitt af því kraftmesta og magnaðasta sem við getum ímyndað okkur. Ef við spyrjum af hverju nóg oft komumst við nefnilega að sann- leikanum. Sumir kalla þetta for- vitni og finnst það pirrandi. Ég gæti ekki verið meira ósam- mála. Þetta er það dýrmætasta sem við eigum: Að vera for- vitin og vilja skilja heiminn í kringum okkur. Hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru! Ef við skiljum það ekki getum við ekki breytt þeim og ef við getum ekki breytt þeim getum við ekki gert heiminn og lífið betra. Þekking er ótrúlega dýrmæt og grunnurinn að því að vita og njóta er að skilja og grunnurinn að því að skilja er að spyrja þessarar einföldu spurningar og vera forvitinn um allt,“ segir hann. -sda Við skjótum þig á morgun Í bókinni Við skjótum þig á morgun, mister Magnússon rekur Haukur Már Haraldsson sögu Mik Magnusson, Skota sem gerðist Íslendingur eftir að hann féll fyrir landi og þjóð. Hann hefur starfað á ýmsum átaka- svæðum fyrir Rauða krossinn og Sam- einuðu þjóðirnar og hefur frá ýmsu að segja þegar hann rekur lífshlaup sitt frá Vestmannaeyjum til Namibíu. Árið er 1964. Bruce Mitchell, rúmlega tvítugur Skoti, lendir á Vestmannaeyja- flugvelli. Hann ætlar að vinna í Fiskiðj- unni í þrjá mánuði. Síðan er liðin hálf öld og hann heitir nú Mikael Magnússon. Mik kvæntist í Eyjum, fór á sjóinn, setti upp leiksýningar, flutti fréttir á ensku í útvarpinu, var fréttaritari BBC, starfaði fyrir Menningarstofnun Bandaríkjanna og á Keflavíkurflugvelli. Leiðin lá til Afríku og þaðan til stríðshrjáðrar fyrrum Júgóslavíu. Honum voru sýnd banatilræði í Sarajevo og lýsti þeim á þessa leið í viðtali við Fréttatímanum: „Einn daginn var skotið á mig í tvígang úr launsátri. Ég var úti á götu að spjalla við mann þegar ég fann hvininn frá byssukúlunni við eyrað á mér. Síðar um kvöldið fékk ég hringingu þar sem sagt var við mig: „Þú slappst í dag en við náum þér á morgun.“ Þetta var virkilega ónotalegt enda vissi ég að ég hafði sloppið naumlega fyrr um daginn,“ sagði Mik við Fréttatímann í vor. Teiknuð tröll Florence Helga Thibault og Anna Kristín Ásbjörnsdóttir hafa sent frá sér barna- bókina Tröllasögur úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar. Í bókinni eru sjö sígildar sögur úr sagnabrunni þjóðsagnasafnarans Jóns Árnasonar, myndskreyttar með unga lesendur í huga. Sögurnar eru: Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum, Djúpir eru Íslands álar, Gilitrutt, Grjótgarðsháls, Jarlsdóttir í tröllahöndum, Búkolla og Tröllin á Vestfjörðum. Bókinni er sérstaklega ætlað að auðvelda yngstu kynslóðinni aðgengi og lestur á þessum gömlu góðu þjóðsögum. Hinar fínlegu og litríku myndskreytingar Florence Helgu sýna tröllin á nýstárlegan hátt og Anna Kristín færir sögurnar nær nútímaritmáli með það í huga að halda sem mest í hinn gamla frásagnarstíl.  BókadómuR vísindaBók villa Magnaðasta spurning í heimi  vísindabók villa Vilhelm Anton Jósnsson JPV, 96 bls., 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.