Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 104

Fréttatíminn - 06.12.2013, Blaðsíða 104
 Í takt við tÍmann Heiða Rún SiguRðaRdóttiR Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er afslappaður en pínu rokk- aður. Mér finnst rosa gaman að versla í vin- tage-búðum. Ég er hrifin af buxum frá Cheap Monday, það eru rosa góðar vörur þar. Líka í Monki. Þetta eru tvær sænskar og góðar búðir. Hér heima líst mér vel á Suit, nýju búðina sem var að opna á Skólavörðustíg. Hún er í svipuðum anda og þessar sænsku búðir. Hugbúnaður Ég fer mikið í bíó þegar ég á lausan tíma eða hitti vini mína. Sér- staklega hérna heima því ég verð bara í takmarkaðan tíma og reyni því að hitta sem flesta. Við förum þá gjarnan á kaffihús og spjöllum um lífið og tilveruna. Þá er gott að fara á Babalú, það er mjög krúttlegt og kósí að vera þar. Ég er ekki búin að fara mikið út á lífið hérna heima, ég hef gert eitthvað af því en það er ekki í forgangi hjá mér. Þegar ég fer á bar byrja ég alltaf á bjór og síðan fer ég í tvöfaldan gin & tónik þegar líður á kvöldið. Ég hef ekki búið heima lengi og því finnst mér mjög gaman að horfa á sjónvarp með fjölskyldunni, með systur minni og foreldrum. Ég er nýbúin að klára Breaking Bad og á erfitt með að komast yfir það að þetta sé búið. Ég veit ekki hvað ég á að gera við sjálfa mig því það er ekkert sem getur tekið við. Nema kannski Sopranos en ég er ekki byrjuð á þeim. Ég horfi enn á Homeland og uppáhalds grínþátturinn minn er 30 Rock. Tina Fey er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég fór á Hross í oss í bíó í gær og fannst hún æðisleg. Vélbúnaður Ég á Macbook Air og iPhone. Símanum var stolið þremur vikum eftir að ég fékk mér hann og ég verð að viðurkenna að ég kunni ekki að vera án hans þannig að ég fékk mér nýjan. Ég myndi þó ekki segja að síminn væri fastur við mig, en það er gott að hafa hann. Ég er á Twitter (@ReedHeida) og nota það mikið fyrir vinnuna. Facebook nota ég meira prívat. Aukabúnaður Ég er ekkert svakalega dugleg að elda en ég geri það stundum. Og þegar ég geri það er ég frekar metnaðarfull og prófa mig áfram með nýja rétti. Hérna heima elda ég stundum fyrir fjölskylduna en mamma og pabbi eru samt miklu duglegri. Ég elska allan ítalskan mat og úti í London finnst mér líka ótrúlega gott að borða víetnamskan mat. Ég vinn við það sem ég hef áhuga á, kvikmyndir, leikhús og sjónvarp en ég hef líka mikinn áhuga á tónlist. Fyrir nokkrum árum starfaði ég sem fyrirsæta og fékk tækifæri til að ferðast víða. Ég bjó á Indlandi og ferðaðist þaðan til Tælands, Dubai og Malasíu. Ég sakna Indlands rosalega en ég varð líka yfir mig ástfangin af Tælandi. Þar er ótrúlega fallegt og afslappað.  appafenguR Íslenska hugbúnaðarhúsið Gebo Kano, sem áður hét Ísl-leikir og gaf meðal annars út appið Segulljóð, hefur nú sent frá sér jólaapp sem heitir Jólasveinadaga- talið. Appið er aðeins til fyrir iPad, sumsé ekki fyrir síma, en megintilgangur þess er að gefa upplýsingar um nöfn, komutíma og einkenni allra íslensku jólasveinanna. Appið minnir á hvaða jólasveinn er næstur til byggða þannig að engin hætta er á því að ruglast á röðinni. Foreldrar sem ekki eru vanir að fylgjast með því hvaða jólasveinn kemur hvenær geta nú farið yfir það með börnunum sínum að kvöldi hvaða jólasveinn er væntanlegur til byggða. Í appinu eru einnig fróðleiksmolar um Grýlu, Leppalúða og jólaköttinn, sem enginn vill fara í. Til að stytta sér stundir er líka þrautaleikur í appinu sem kemur öllum í jólaskap. Myndskreytingar í appinu eru eftir Guð- nýju Steinsdóttur. Til fróðleiks má luma því með að Gebo og Kano eru heiti á rúnum úr FUÞARK- stafrófinu. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Jólasveina- dagatalið ELDHEITT PIRI-PIRI LAMB Glæsibæ • Dalvegi • N1 Ártúnsbrekku • Bæjarhrauni • Skoðaðu matseðilinn á saran.is Heiða Rún Sigurðardóttir ætlar að njóta jólahá- tíðarinnar með fjölskyldu sinni á Íslandi en eftir áramót fer hún til London í prufur fyrir sjón- varpsþætti og kvikmyndir. Ljósmynd/Hari Veit ekki hvað ég á að gera eftir að Breaking Bad kláraðist Heiða Rún Sigurðardóttir er 26 ára leikkona sem lærði úti í London og hefur þegar landað hlutverkum í bíómynd og sjónvarpsþáttum í Bretlandi. Hún lék nýverið í sjónvarps- þáttunum Hrauninu sem eru framhald Hamarsins sem sýndir voru á RÚV fyrir fjórum árum. Heiða fer eftir áramót aftur til London í prufur fyrir fleiri hlutverk. 104 dægurmál Helgin 6.-8. desember 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.