Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 6

Fréttatíminn - 19.10.2012, Page 6
R úmlega þrjú hundruð tilkynningar bárust barnaverndaryfirvöldum á fyrstu sex mán-uðum ársins vegna barna sem vanrækt voru vegna áfengis- og vímuefna foreldra. Í langflestum til- fellum komu tilkynningarnar frá lögreglu. Sótt var um tímabundið eða varanlegt fóstur fyrir 57 börn á sama tímabili og var meðalaldur barnanna 11 ár, samkvæmt upplýsingum frá Barnaverndarstofu. Emilía María Maidland var tekin af heimili sínu 11 ára eftir að barnaverndaryfirvöld gripu inn í vegna áfengisneyslu föður hennar. Emilía sagði frá reynslu sinni á fundi forvarnar- og fræðsluhóps um velferð barna og unglinga, Náum áttum, í vikunni. Hún sagði lítið gert til að hjálpa börnum áfengissjúklinga og að þau líði meira fyrir drykkjuna en foreldrarnir sjálfir. Í hennar tilfelli hafi foreldrarnir fengið hjálp en ekki hún fyrst í stað. Hún hefði viljað að yfirvöld hefðu gripið mun fyrr inn í en gert var. Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ, segir að talið sé að um sex þúsund börn á Íslandi búi við mjög erfiðar aðstæður vegna áfengisneyslu foreldra. „Börn alkóhól- ista eru oft undir gríðarlegu álagi og sýna oft einkenni á borð við depurð, kvíða, leiða og þunglyndi,“ segir Lárus. „Þau eru oft vansvefta því þau vaka fram eftir nóttu og bíða eftir að foreldrar þeirra fari í rúmið, þurfa ef til vill að hjálpa þeim til þess. Þessi börn taka ábyrgð langt umfram getu og aldur,“ segir hann. Emilía segir að börnin hugsi ekki um hvernig þeim sjálfum líði. „Þau pæla miklu meira í því hvernig for- eldrunum líður,“ sagði Emilía. „Börn alkóhólista hafa oft engan til að tala við enda er ekki talað um sjúkdóminn á heimilinu né heldur þær erfiðu aðstæður sem barnið býr ef til vill við,“ segir Lárus. „Það fyrsta sem við gerum fyrir börn alkóhólista sem koma í meðferð til okkar er að sýna skilning á aðstæðunum og opna umræðuna um sjúkdóminn og eðli hans,“ segir Lárus. „Það má þó ekki gleyma því að þetta eru veikir foreldrar sem eru að reyna sitt besta og berjast hetjulegri bar- áttu, sem enginn sér, í að reyna að standa sig,“ segir hann. Rafn Jónsson, verkefnastjóri áfengis- og vímuvarna hjá Landslæknisembættinu, segir að aukin áhersla sé í alþjóðasamfé- laginu um áhrif áfengisneyslu á annan en áfengissjúklinginn sjálfan. „Áfengisneysla er ekki einkamál neytandans heldur hefur víðtæk áhrif á samfélagið í gegnum ótalmarga þætti,“ segir hann. Börn sem búa við erfiðar aðstæður á heimili sínu hittast á Hlutverkasetri á miðvikudögum. Mörg þeirra eiga foreldra sem misnota áfengi líkt og Emilía María. „Emilía og aðrir krakkar sem hingað koma segja gott að koma hingað því hér fái þau að vera þau sjálf,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir hjá Hlutverkasetri. „Þau tala við krakka í svipuðum aðstæðum og við höfum líka verið með svona sófakrók þar sem krakkarnir fá að tala við mömmur sem hafa barist við geðsjúkdóma og alkó- hólisma. Krökkunum finnst það mjög gott því þá sjá þau að mömmur vilja alveg ná bata og að sjúkdómurinn er ekki krökkunum að kenna,“ útskýrir Elín Ebba. Börnin geta líka farið í eldhúskrók og bakað. „Það er yndisleg kona sem bakar með krökkunum og leyfir þeim að sleikja innan úr skálunum og gera það sem flestar fjölskyldur telja sjálfsagt. Það eru oft þannig hlutir sem eru mikilvægastir,“ segir Elín og tekur dæmi að nú snemma í haust spiluðu þau Lúdó saman og Emilía var sérstaklega ánægð og þegar Elín spurði hvað ylli svaraði hún að hún hefði aldrei spilað svona eins og fjölskyldur. Guðrún Jóhanna Benediktsdóttir, iðju- þjálfi hjá BUGL, sér um námskeiðin sem eru fjármögnuð af konu sem vill ekki láta nafn síns getið en hún ólst upp við svip- aðar aðstæður og Emilía, að sögn Elínar Ebbu. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  Félagsmál Fjöldi baRna vanRæktuR vegna áFengisneyslu FoReldRa 6.000 börn búa við erfiðar aðstæður vegna áfengisneyslu Um sex þúsund börn búa við verulega erfiðar aðstæður vegna áfengisneyslu foreldra. Á fyrstu sex mánuðum ársins bárust barnaverndaryfirvöldum rúmlega 300 tilkynningar vegna vanrækslu barna af völdum áfengisneyslu foreldra. Stúlka sem tekin var af heimili sínu 11 ára, vegna áfengisneyslu föður, segir lítið gert til að hjálpa börnum áfengissjúklinga. Yfir 10 þúsund skrifað undir Rúmlega 10 þúsund manns hafa skrifað undir kröfu um Betra líf fyrir þolendur áfengis- og vímuefna- vandans. Það er SÁÁ sem stendur fyrir undir- skriftarsöfnunni sem hófst fyrir tveim vikum. Með því að skrifa undir kröfuna á www.betralif.saa.is er skorað á stjórnvöld að nýta 10% af áfengisgjald- inu til að koma til móts við börn sem alast upp við alkóhólisma og veita þeim þann stuðning sem þau þurfa. Einnig er áætlað að verja peningunum í að aðstoða þá áfengis- og vímuefnasjúklinga sem eru mjög langt leiddir. Emilía María Maidland var tekin af heimili sínu 11 ára eftir að yfirvöld gripu inn í vegna áfengisneyslu föður hennar. Lárus Blöndal, sálfræðingur hjá SÁÁ: „Það má þó ekki gleyma því að þetta eru veikir foreldrar sem eru að reyna sitt besta.“ Elín Ebba Ásmunds- dóttir segir oft vandasamt að fá krakka til að koma því flestir þeirra gera sér kannski ekki grein fyrir að þeir búi við erf- iðar aðstæður. 6 fréttir Helgin 19.-21. október 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.