Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 70

Fréttatíminn - 19.10.2012, Blaðsíða 70
Bækur Illuga um Messi og Ronaldo koma út í Svíþjóð á næstu vikum en bók hans um Barcelona mun koma formlega út á vegum félagsins á Spáni.  Bækur IllugI Jökulsson hefur skrIfað sex fótBoltaBækur sem koma út í svíþJóð á næstunnI Illugi til Barcelona „Jú, jú, þau hafa verið að græja það hjá útgáfunni,“ segir Illugi Jökulsson rithöf- undur en bók hans um Barcelona kemur formlega út á vegum þessa merka knatt- spyrnufélags á næstunni. Útgefandi Illuga á Íslandi, Tómas Hermannsson, er að vonum ánægður með sinn mann og hafði ekki látið sig dreyma um að Barcelona tæki höfund- inn upp á sína arma en í sumar komu út bækurnar Messi og Ronaldo eftir Illuga á Íslandi. Þær ásamt fleiri bókum koma nú út í Svíþjóð líka en von er á bókum Illuga um Slatan, Real Madrid, Manc- hester United og auðvitað Barcelona. „Þetta er svoldið ævintýri,“ segir Tómas en það er Kristinn R. Ólafsson sem þýðir bók Illuga fyrir Barcelona á Spáni. Eins og fyrr segir geta Íslend- ingar þegar notið bóka Illuga um Messi og Ronaldo en um mán- aðamótin koma bækur hans um Slatan, Real Madrid, Manchester United og Barcelona út samtímis hér á Íslandi og í Svíþjóð. Messi og Ronaldo komu út í sumar. Hinar koma allar í haust. Aðalmarkaðurinn er reyndar Sví- þjóð. Mikael Torfason mikaeltorfason@ frettatiminn.is Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Yrsa fær dúndurdóma í Bretlandi Glæpasagnahöfundurinn Yrsa Sigurðardóttir heldur áfram að gera það gott á erlendum vettvangi. Bók hennar, Ég man þig, kemur út í Bretlandi á fimmtudaginn, 25. október, og hefur þegar fengið frábæra dóma í hinum útbreidda tímariti Marie Claire. „Yrsa Sigurðardóttir, drottning íslensku glæpasögunnar, leitar á nýjar slóðir í Ég man þig, draugasögu sem maður ætti alls ekki að lesa einn í myrkri. Þrír vinir ráðast í endurbætur á sumarhúsi í yfirgefnu þorpi. Þegar vetrarveðrin bresta á rennur mesti móðurinn af þeim og allt lítur býsna ískyggilega út. Á sama tíma reynir geðlæknir að sætta sig við hvarf sonar síns um leið og hann aðstoðar lögregluna í tveimur málum, skemmdarverk í leikskóla og sjálfsmorð eldri konu. Þegar sögurnar renna saman verður maður skelfingu lostinn,“ segir í Marie Claire. Frakkar kaupa Einar blaðamann Rithöfundurinn Árni Þórarinsson er nýkominn heim úr fengsælli ferð á glæpasagnahátíð í Toulouse. Hátíðin er ein sú stærsta sinnar tegundar í Frakklandi og ljóst að þar í landi fellur aðalpersóna glæpasagna Árna, Einar blaðamaður, í kramið. Morgunengillinn eftir Árna kom nýlega út í Frakklandi. Hann áritaði bókina á hátíðinni og þar seldist hún upp. Þá er Tími nornarinnar nýkomin úr endurprentun eftir að hún seldist upp í Frakklandi. Á dög- unum kom ný bók eftir Árna út hér heima. Hann heldur sig við að sækja titla sína í þekkt lög og kemur nú með Ár kattarins. Einar blaðamaður er sem fyrr í brennidepli. Bond breytir til Skyfall, 23. James Bond- myndin, verður frumsýnd á Íslandi eftir viku. Myndin markar tímamót í sögu þessa dáða njósnara hennar hátignar þar sem 50 ár eru liðin frá því Bond sást fyrst á hvíta tjaldinu. Af þessu tilefni verður Bond- partíi slegið upp á Austur á í kvöld, föstudagskvöld. Boðsgestir verða að beygja sig undir þá kröfu að mæta í svörtu og hvítu. Litaglöðum verður ekki hleypt inn. Að hætti Bonds verður skálað í Bollinger-kampavíni en ann- ars er bleik brugðið þar sem nú verður bjór í boði þar sem Heineken hefur keypt sig inn í Skyfall og Bond, sem er þekktastur fyrir að drekka vodka martini, hristan en ekki hrærðan, er kominn í mjöðinn. Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari er flutt til Íslands eftir ævintýraleg ár í Þýskalandi. Hún náði frábærum árangri á mótum í hár- skurði þar í landi, þrátt fyrir að vera stelpa að keppa í herraklippingu og sigurvegararnir hafi mútað dómnefndinni. É g er lengi búin að ganga með þá hugmynd í höfðinu að búa til bók um hár og hárgreiðslur og loksins lét ég það verða að veruleika,“ segir Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari, en bókin Frábært hár er væntanleg í lok þessa mánaðar. „Mér finnst ótrúlega gaman að kenna og sýna og upphaflega átti þessi bók að vera ætluð fagfólki. Svo tók ég hugmyndina lengra og ákvað að skrifa hana til stelpna og kvenna sem finn- ast gaman að breyta til og vantar hugmyndir.“ Í bókinni er að finna allskonar hagnýt og holl ráð hvernig best er að sinna hárinu sínu og er þar m.a. að finna allskonar góðar uppskriftir að náttúrulegri hárnæringu og fleiri góðu fyrir hárið. „Við gleymum stundum að það er ekki alltaf nauðsynlegt að fara út í búð og kaupa hárvörur. Við eigum flest hráefnið í góðar hárnæringar heima í eldhússkáp og það tekur enga stund að hræra í þær.“ Umhirða er þó ekki eina umfjöllunarefni bókarinnar, meginefni hennar er hár- greiðslur af ýmsu tagi þar sem Íris fer gegnum greiðsl- urnar skref fyrir skref í máli og myndum. „Í bókinni eru bæði einfaldar og fljótlegar hárgreiðslur ásamt flóknari greiðslum, fyrir stelpur og konur sem þora. Ég fer einnig í það hvernig hægt er að búa til einfalt og ódýrt hárskraut á stuttum tíma. Svo það má segja að í bókinni sé að finna flest það sem þarf til að geta skartað glæsilegu og heilbrigðu hári.“ Viska Írisar og upplýsingar sem hún deilir í nýju bókinni er hugmyndavinna sem hún hefur lengið unnið að. Hún er enginn byrjandi þegar kemur að hár- tísku en hún hefur verið að síðan hún var 15 ára. Árið 1986 lauk hún sveinsprófinu, þá 19 ára gömul, og fór hún strax til Þýskalands þar sem hún hefur verið með annan fótinn síðan. „Ég fór til Þýskalands eftir sveins- prófið og fór að vinna hjá Siggi Ebenhock, sem á þeim tíma var þjálfari þýska landsliðsins í hárskurði. Mig hafði dreymt um að keppa á stórum mótum og hann þjálfaði mig og undirbjó fyrir mót.“ Íris lét drauminn rætast og keppti á mörgum mótum. Hún varð alþjóðlegur CAT meistari Þýska- lands, landsmeistari Þýskalands og hafnaði í fjórða sæti á Þýskalandsmeistaramóti, svo fátt eitt sé nefnt. „Fólk var alveg sjokkerað þegar ég lenti í fjórða sæti á Þýskalandsmeistarmótinu á sínum tíma. Ekki bara það að ég var stelpa að keppa í herraklippingu, heldur voru miklar mútur í gangi og þurftu sigurvegararnir að eiga nóg af peningum til þess að geta mútað dóm- nefndinni. Fjórða sætið var því sigur út af fyrir sig, þar sem ég komst eins nálægt sigri og hægt er, án þess að múta dómnefndinni.“ Fimm árum eftir að Íris kom fyrst til Þýskalands, árið 1991, opnaði hún hárgreiðslustofuna Íris Hairart og hefur sú stofa verið starfandi síðan. „Eftir að ég flutti aftur heim til Íslands, árið 2007, hef ég verið með annan fótinn í Þýskalandi þar sem ég rek stofuna mína.“ Sama ár og Íris opnaði stofuna sína hafði hárvöru- fyrirtæki Paul Mitchell samband við hana og fór hún að vinna sem sviðsmanneskja fyrir það. „Ég ferðaðist mikið á vegum fyrirtækisins og sá bæði um tískusýn- ingar og sýnikennslu í Ameríku, Dúbaí, Rússlandi og Tyrklandi, svo fátt eitt sé nefnt. En árið 2005 fór ég að kúpla mig út úr þessum sýningum, en er þó enn að vinna fyrir fyrirtækið. Þessi ferðalög og sýningar reyndu mikið á, enda gríðarleg keyrsla og þurfti ég að prófa eitthvað nýtt. Langaði að fara að fikra mig aftur heim til Íslands og taka nýtt skref í lífinu.“ Íris flutti til landsins fyrir fimm árum og sér hún nú um rakara- stofu föður síns, Hárbæ á Laugavegi, sem starfrækt hefur verið í yfir 35 ár. Kolbrún Pálsdóttir kolbrun@frettatiminn.is  írIs sveInsdóttIr gefur út hárgreIðsluBók fyrIr kvenfólk Vann með þjálfara þýska landsliðsins í hárskurði Íris Sveinsdóttir hárgreiðslumeistari gefur út bókina Frábært hár. 70 dægurmál Helgin 19.-21. október 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.