Fréttatíminn


Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 22

Fréttatíminn - 23.12.2011, Qupperneq 22
22 matur & vín Helgin 23.-25. desember 2011 Sigtryggur Baldursson tónlistarmaður og sykurmoli Sigtryggur er búinn að skipuleggja jólamatinn í þaula enda mikill áhugamaður um slíkt. Hann er með humar í forrétt og með því verður á boðstólum Pfaffenheim Pinot Gris Reserve. Í aðalrétt er önd og með því verður bæði rautt og hvítt. Það rauða er Isole e Olena Chianti Classico frá Toscana en það hvíta Pfaffenheim Gewürzt- raminer. Með humrinum Pfaffenheim Pinot Gris Reserve. Teitur Jónasson og Kristinn Grétarsson matur@frettatiminn.is Með önd- inni Isole e Olena Chianti Classico og Pfaffenheim Gewürzt- raminer. Hrefna Sætran kokkur á Fisk- og Grillmarkaðinum Það er forvitnilegt að heyra hvað lands- liðsmenn í mat elda heima hjá sér um jólin. Hrefna verður með humarsúpu í forrétt og drekkur Domain de Malandes, chablis,Vieilles vignes 2009 með. Í aðalrétt verður hreindýr og því verður rennt niður með Bouchard aine & fils - Mercury premier cru, pinot noir frá Bourgogne 2008. Að lokum verður hún með sérrí- ís í eftirrétt og með honum er drukkið portvínið Portal Porto, late bottled vintage 2004.  Jólavínin Hvað drekka þau með jólamatnum? Fréttatíminn spurði nokkra valinkunna Íslendinga hvaða vín þeir drekka með jólamatnum. Þ ó svo að við búum við ríkisrekna áfengis- verslun þá er vínúrvalið sem okkur er boðið upp á í Vínbúðunum alls ekki svo slæmt, reyndar er það alveg hreint ágætt. Það er líka nauðsynlegt að hafa gott úrval svo góð vínmenning dafni og áhugamenn um mat og vín geti notið sín. Það er nauðsynlegt að geta farið út í næstu Vínbúð og fundið gott vín sem ekki einungis passar með matnum sem í huga er hafður heldur passar líka mismunandi smekk manna. Fréttatíminn fékk nokkra valinkunna Íslendinga til að segja okkur hvaða vín þeir ætla að drekka með sínum mat. Rósa Guðbjartsdóttir blaðamaður og áhugakokkur Rósa drekkur ekki vín með jólamatnum en það gerir hún hins vegar með áramótamatnum. Hún er með humar í forrétt og með honum verður boðið upp á Cloudy Bay Chardonnay. Í aðalrétt verður lamba- hryggur og með honum er boðið upp á Baroncini il Bosso Brunello di Montalcino. Í eftirrétt er svo súkkulaðibúðingur Yesmine Olsson bollywood-sérfræðingur og áhugakokkur Yesmine er vön því frá Svíþjóð að drekka ákavíti með jólamatnum en í ár eyða þau jólunum í íslenskri sveit og því verður lamb frá sveitabænum sem þau dvelja á í matinn. Með þvi verður líklega á boðstólum eitt af hennar uppáhalds rauðvínum, hið spænska Baron De Ley frá Rioja héraðinu. Ef hins vegar folaldakjöt verður fyrir valinu þá munu þau drekka Mas La Plana Torres 2004, einnig frá Spáni. Það er samt ein jólahefð sem hún heldur í frá Svíþjóð og það er að fá sér portvín á jólunum og þá yfirleitt frá Graham’s. Jakob Frímann Magnússon miðborgarstjóri og stuðmaður Í forrétt verður Jakob með humar og ætlar að hafa góðan Pinot Grigio með honum en hann er ekki búinn að velja aðalréttinn en býst þó við að það verði ekki fiðurfé. En hvernig sem fer með það þá ætlar hann að hafa forláta rauðvín frá framleiðanda sem hann sjálfur heimsótti snemma á níunda áratugnum, Clos des Papes Chateauneuf du Pape. Í eftirrétt verður heimalagaður ís. Með humrinum Cloudy Bay Char- donnay. Með lamba- hryggnum Baroncini il Bosso Brunello di Montalcino. Með aðalréttinum Clos des Papes Chateauneuf du Pape. Með lambinu Baron De LeyPape. Með folald- akjötinu Mas La Plana Torres 2004. Með humar súpunni Domain de Malandes, chablis,Vieilles vignes 2009. Með hreindýrinu Bouchard aine & fils - Mercury premier cru, pinot noir frá Bourgogne 2008.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.