Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 10

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 10
Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Styrkir til náms og rannsókna Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar styrkir náms- menn og rannsóknarverkefni á sviði umhverfis- og orkumála. Til úthlutunar 2013 eru 60 milljónir króna. Styrkir til efnilegra nemenda í meistara- eða doktorsnámi á sviði umhverfis- eða orkumála. Styrkir til rannsókna á sviði umhverfis- og orkumála, veittir til að mæta kostnaði vegna vinnu sérfræðinga, þátttöku meistara- og doktorsnema og öðrum útgjöldum. Umsækjendur þurfa að leggja fram lýsingu á rannsóknarverkefni sínu, og rökstuðning fyrir því að verkefnið tengist markmiðum sjóðsins. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar eru á www.landsvirkjun.is. Umsóknum ásamt fylgi- gögnum má skila rafrænt á orkurannsoknasjodur@lv.is. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Umsóknarfrestur er til 7. janúar 2013. Næstu fjögur árin fari því í baráttu þremenninganna um sæti arftaka Guðbjarts.  fréttaskýring formannskjör í samfylkingunni Guðbjartur biðleikur fyrir framtíðarleiðtoga Meirihluti þingflokks Samfylkingarinnar vill ekki Árna Pál sem formann því hann fylgi ekki ákvörðunum þingflokksins í veigamiklum málum. Því er hins vegar haldið fram að Guð- bjartur sé biðleikur þangað til framtíðarleiðtogar fá meiri reynslu og sanni sig. Meirihluti þing- flokks Samfylk- ingarinnar er því mótfallinn að Árni Páll Árnason verði næsti formaður flokksins og lagði af þeim sökum ofur- áherslu á að fram gegn honum kæmi frambjóðandi sem gæti unnið hann í kosn- ingum. Líkt og Fréttatíminn sagði frá í síðustu viku var Guðbjartur Hannesson fyrsti kostur þingflokksins en þrír voru á hliðarlínunni hefði hann ekki áhuga á starfinu, þau Sigríður Ingibjörg Inga- dóttir, Oddný Harðardóttir og Magnús Orri Schram. Ástæðan fyrir óvinsældum Árna Páls innan þingflokksins er sú að félagar hans í þing- flokknum telja að Árni Páll hafi sýnt það undanfarin misseri að hann muni taka eigin hagsmuni fram yfir hagsmuni flokksins. Hann hafi ekki sýnt liðsanda í starfi þingflokksins í veigamiklum málum og komið fram með yfirlýsingar sem gangi gegn sameiginlegri ákvörðun þingflokks- ins í sömu málum. Nefnd eru mál á borð við aðildar- viðræður ESB, þar sem Árni Páll sagðist opinberlega vilja skoða þá möguleika að fresta aðildarvið- ræðum þvert á stefnu flokksins og ákvörðun þingflokksins. Hann hafi ekki viljað að þjóðaratkvæða- greiðsla um stjórnarskrárfrum- varpið færi fram samhliða forseta- kosningum, líkt og þingflokkurinn ákvað, og talaði jafnframt gegn breytingum á stjórnarráðinu sem samþykktar voru og höfðu það meðal annars í för með sér að hann var tekinn úr embætti efnahags- ráðherra. Þeir sem þekkja vel til í innsta kjarna flokksins segja það ljóst að Guðbjartur sé hins vegar ekki fram- tíðarleiðtogi flokksins enda ætli hann sér ekki formannssætið lengur en eitt kjörtímabil. Hann sé nokkurs konar biðleikur á meðan leiðtoga- efnin Sigríður Ingibjörg, Oddný og Magnús Orri, öðlist meiri reynslu og vinni sér inn virðingu samflokks- fólks. Næstu fjögur árin fari því í baráttu þremenninganna um sæti arftaka Guðbjarts. Þau þrjú hafi því hagsmuni af því að Guðbjartur vinni Árna Pál því hann sé talinn líklegur til þess að verða svo sterkur leiðtogi flokksins, nái hann kjöri, að hann muni gegna því embætti um árabil. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Stuðningsmenn Árna Páls eru hins vegar sannfærðir um að Árni Páll muni njóta mun meira fylgis meðal óákveðinna kjósenda og þannig auka fylgi flokksins í næstu kosningum, meira en Guðbjartur eigi möguleika á. Stuðningsmenn Guðbjarts telja að valið milli þeirra tveggja snúist ekki síður um hvaða stefnu Samfylkingin sé líkleg að taka í hugsanlegum stjórnar- myndunarviðræðum í vor. Árni Páll hafi gefið það til kynna að hann sé opinn fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn en Guðbjartur muni leggja áherslu á áframhaldandi vinstri stjórn í samstarfi við VG og ef til vill fleiri flokka.  Hagstofan neyslukönnun Heimilanna Útgjöld heimilanna dragast saman Neysluútgjöld heimila minnkuðu á árunum 2009-11 miðað við tvö árin þar á undan, samkvæmt nýrri skýrslu Hagstofu Íslands. Munurinn er 3,5 prósent. Ástæðan er sú að dregið hefur úr útgjöldum vegna húsgagna og heimilisbún- aðar, tómstunda og ferðalaga. Hlutfall matar og drykkjarvöru í heimilisútgjöldum hækkaði um eitt prósentustig milli tímabila og er nú tæp 15 prósent. Hlutfall hús- næðis, hita og rafmagns hækkaði um rúmt prósentustig og er 26,5 prósent af heildarútgjöldunum. Ráðstöfunartekjur meðalheimilis voru rúmar 514 þúsund krónur á mánuði. Um 73 prósent heimila búa í eigin húsnæði og 27 prósent í leiguhúsnæði og hefur hlutfall leigjenda ekki verið jafnhátt síðan samfelld rannsókn á útgjöldum heimila hófst árið 2000. Til sam- anburðar má nefna að samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar 1995 bjuggu 19 prósent heimila í leigu- húsnæði. Meðalútgjöld á heimili á árinu 2011 Matur og drykkjarvörur 838 Áfengi og tóbak 178 Föt og skór 278 Húsnæði, hiti og rafmagn 1423 Húsgögn, heimilisbúnaður o.fl. 274 Heilsugæsla 230 Ferðir og flutningar 735 Póstur og sími 183 Tómstundir og menning 650 Menntun 70 Hótel og veitingastaðir 292 Aðrar vörur og þjónusta 352 Neysluútgjöld alls 5.501 8 fréttir Helgin 7.-9. desember 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.