Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 07.12.2012, Qupperneq 30
Hinrik prins sagði framan af ekki orð og hlustaði þögull þangað til hann spurði allt í einu: Eru þau gift? og átti við Dorrit og Ólaf Ragnar. Pípuhattur af séra Bjarna Jónssyni „Afhending trúnaðarbréfa er víða um lönd mikil serimónía. Sums staðar heldur afslapp­ að og ekkert vesen. Annars staðar heilmikið tilstand, ekki síst í löndum sem hafa tilheyrt eða tilheyra Breska samveldinu. Ég afhenti trúnaðarbréf í Svíþjóð og Danmörku og síðan í umdæmislöndunum Serbíu, Albaníu, Búlg­ aríu, Sri Lanka, Bangladess, Túnis, Tyrk­ landi, Ísrael, Rúmeníu og Slóveníu. Í Svíþjóð er ekið í hestvagni frá utanríkis­ ráðuneytinu. Þá á sendiherrann að vera í kjólfötum með pípuhatt og orður og með hvíta hanska. Hvítu hanskarnir voru beinlínis skylda víða. Kjólfötin voru af Ágústi Bjarna­ syni, tengdaföður mínum, sem hann hafði notað í Karlakórnum Fóstbræðrum þar sem hann var aðalmaðurinn í áratugi. Pípuhatt hafði ég sem áður sat á höfði séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups, afa Guðrúnar, konu minnar. Heiðursmerki átti maður að hafa og þá hafði ég eitt, íslenskt, sem Ólafur Ragnar hafði hengt á mig á þjóðhátíðardaginn árið 2000 um leið og hann hengdi það sama á Svövu Jakobsdóttur. Við hlógum bæði innra með okkur í þann mund nafnarnir – eða nöfn­ urnar? Ég ákvað þegar ég varð sendiherra að taka við öllu því sem starfinu fylgdi, öllu. Ég hefði tekið við sendiherrastarfinu hjá NATÓ ef mér hefði verið falið það og ákvað líka að taka við þeim heiðursmerkjum sem fylgdu. Tók síðan við heiðursmerkjum dönskum og sænskum; það voru víðáttumikil heiðurs­ merki með borðum yfir axlirnar og út á hlið­ arnar. Minnti mig alltaf á það þegar nokkrir góðglaðir vinir mínir heimsóttu mig eftir að hafa komist í gamalt borðasafn blómaversl­ unar og höfðu strengt sér um axlir og kvið: Ungfrú Skagafjörður. Ég fékk að prófa. Afhendingin í Svíþjóð fór fram í konungs­ höllinni. Þar fór ég einn til fundar við konung. Hitti Carl sextánda Gustaf og sat með honum í hálftíma eða svo. Hann horfði allan tímann aðeins til hliðar við hausinn á mér, fannst mér. Þegar ég stóð upp áttaði ég mig á því að á bak við mig var klukka þar sem hann gat fylgst með hvað tímanum leið. Þegar út var komið eftir hálftímann hjá kóngi var ekið heim að sendiherrabústaðnum á Strandvä­ gen. Mér fannst ég eins og leikari í þessum galla þegar ég sá mig þar í spegli. Eru þau gift? Í Danmörku var líka ekið í hestvagni frá járn­ brautarstöðinni í Frederiksborg að Fredens­ borgarhöll. Þar er drottning á sumrin og fram eftir vetri en ég afhenti trúnaðarbréfið í Tilstandið við afhendingu trúnaðarbréfa Í bók sinni Hreint út sagt segir Svavar Gestsson, sem var sendiherra í 11 ár, frá afhendingu trúnaðarbréfa sem er yfirleitt mikil serimónía. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að það væri betra fyrir ímynd utanríkisþjónustunnar að þessu tilstandi, eins og hann kallar það, yrði sleppt og að trúnaðarbréf yrðu send á PDF skjali í tölvupósti. Það myndi líka spara stórfé. Svavar Gestsson sendiherra afhendir frú Kumaratunga Bandaranike, forseta Srí Lanka, trúnaðarbréf. Hún er eineygð eftir árás sem var gerð á hana og eigin- mann hennar. Hann var drepinn en hún missti augað. Svavar hafði aðsetur sem sendiherra í Stokkhólmi þegar þetta var. Sendiherrann í Stokkhólmi var þá jafn- framt sendiherra Íslands í Pakistan, Bangladess, Srí Lanka, Serbíu, Albaníu og Rúmeníu. nóvember. Það var skítkalt í hestvagn­ inum. Guðrún fékk að vera með mér þegar ég gekk á fund drottningar. Þau drottning Margrét Þórhildur og Hinrik prins tóku á móti okkur. Þau ræddu um heima og geima, þó aðallega um fólksflóttann frá Íslandi og Danmörku til Vesturheims því að drottning hafði orðið þess áskynja að ég hefði verið í Kanada. Hinrik prins sagði framan af ekki orð og hlustaði þögull þangað til hann spurði allt í einu: Eru þau gift? og átti við Dorrit og Ólaf Ragnar. Athöfnin í Albaníu var líka afslöpp­ uð; þáverandi forseti hafði verið í her­ skóla Rauða hersins og kunni sjálfsagt margt fyrir sér. Alfred Moisu tókst eins og öllum þjóðhöfðingjunum sem ég hitti að láta það líta þannig út að þeir hefðu brennandi áhuga á Íslandi. Hann hafði það reyndar fram yfir marga aðra að hann þekkti einn Íslending, konu sem hafði starfað hjá útibúi Atlants­ hafsbandalagsins í Tírana, höfuð­ borg Albaníu. Hann mundi að hún var rauðhærð. Afhendingin í Búlgaríu hjá Georgi Parvanov lét ekki mikið yfir sér heldur. Þar var að vísu mikil herfylking utan við húsið sem tók á móti sendiherr­ anum og konu hans. Í leiðbeiningum var sendiherranum sagt að hann mætti gjarnan horfa í augu hermannanna. Gerði það og sá að þeir voru ósköp horaðir og ræfilslegir eins og margur alþýðumaðurinn á götunum í Sofíu. Á færibandi Í Bangladess var serimónían hátimbr­ aðri en annars staðar. Við fórum í þingið í heimsókn svo sem oft er gert. Þar átti forsetinn að vera af einhverjum ástæðum en um leið og forseti hafði komið sér fyrir í salnum gekk stjórnar­ andstaðan á dyr. Þegar ég afhenti forsetanum, dr. Lajuddin Ahmed, trúnaðarbréf áttum við nokkurt samtal en í lokin átti sendiherrann að hand­ skrifa eina síðu A­4 í gestabókina um samskipti landanna. Þá var gott að vera vanur dálkafyllir. Í Túnis tók Ben Ali forseti á móti sendiherrunum á færibandi í bók­ staflegum skilningi. Venjulega hitta sendiherrar viðkomandi þjóðhöfðingja í nokkra stund, mest í hálftíma. Stund­ um lengist þessi tími nokkuð en sjald­ an er hann styttri. En í Túnis mættu þrjátíu og tveir sendiherrar í einni kippu. Það var eins og að sitja í 7 ára K í Laugarnesskólanum. Sendiherrarnir sátu saman í einum allstórum sal og svo gekk einn af öðrum fyrir forsetann með trúnaðarbréf og afturköllunar­ bréf. Svo talaði forsetinn í hálftíma yfir hausamótunum á okkur og sagði bless. Svona eiga sýslumenn að vera – en Ben Ali var rekinn frá völdum snemma á árinu 2011. Ekki vegna þess hvernig hann meðhöndlaði sendiherra. Móttaka trúnaðarbréfa og athafn­ irnar í kringum það eru framandi fyrir Íslendinga. Við eigum hvorki kóngum að venjast né drottningum og við höfum enga heri. Þegar þessu er blandað saman verður úr heimur sem við eigum erfitt með að skilja og finnst eiginlega fáránlegur. Tilstand er ekki mín eftirlætisiðja en alltaf fannst mér sjálfsagt að ég sinnti þessum verkum fyrir Ísland. Einhver varð að gera það. En mig klæjaði hálfpartinn undan þessu öllu saman. Langaði í burtu. Og þessu tilstandi má breyta; það má skera það niður. Þjóðhöfðingjastælarnir eru ekki dýr­ asti partur utanríkisþjónustunnar en þeir eru sá hluti hennar sem má hverfa og þarf að hverfa. Þeir gera utanríkis­ þjónustuna fjarlæga venjulegu fólki. Það mætti til dæmis senda trúnaðar­ bréf á pdf­skjali í tölvupósti.” Meira á næstu opnu 28 bækur Helgin 7.-9. desember 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.