Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 56

Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 56
Þ ann 2. desember voru sex ár liðin frá því að Ásgeir Ingvi Jónsson missti fimm ára dóttur sína, Svan-dísi Þulu, í bílslysi á Suðurlandsvegi og átta ára sonur hans, Nóni Sær, slasaðist með þeim afleiðingum að hann er lamaður fyrir neðan mitti. Slysið vakti mikla athygli enda var hávær umræða í samfélaginu á þessum tíma um nauðsyn þess að tvöfalda Suðurlandsveg. Slysið varð með þeim hætti að bíll úr gagnstæðri átt ók yfir á öfugan vegarhelming og beint framan á bíl Ásgeirs og barnanna þegar ökumaður hans reyndi að taka fram úr vöruf lutn- ingabíl. Ásgeir gat ekkert gert. Hann er til- búinn að ræða um sorgina og hvernig hann hefur komist í gegnum þau sex ár sem liðin eru frá þessum örlagaríka degi í von um að það hjálpi öðrum í sömu sporum. Það hjálpaði honum sjálfum að hitta fólk með svipaða reynslu að baki. „Oft var eitt- hvað sem fólkið sagði sem hjálp- aði mér áfram,“ segir Ásgeir. S t u ð n i n g s - hópur mikil- vægur Rúmum tveim- ur árum eftir missinn fór Ás- geir á fund hjá stuðningshópi á vegum Nýrrar dögunar, sam- taka um sorg og sorgarvið- brögð. Hópur- inn er ætlaður foreldrum sem misst hafa börn en samtökin eru 25 ára um þess- ar mundir. „Ég spyr mig oft að því hvernig ég komst í gegnum þetta fyrst á eftir,“ segir Ásgeir. „Til að byrja með fór ég þá leiðina að hugsa að þetta hafi allt verið fyrirfram ákveðið, tók trúna á þetta,“ segir hann. „Það sem hjálpaði mér hins vegar mest af öllu var hugsunin um að þetta hefði getað farið ver. Þau hefðu getað farið bæði. Tilhugsunin um það gerði það að verkum að það var auðveldara að halda áfram. Þótt það hljómi kalt. Ég var svo þakklátur fyrir að hann lifði. Það var haldreipi mitt fyrst á eftir,“ segir Ásgeir. „Ég horfði alls ekki á það til að byrja með að Nóni væri í hjólastól, það var ekkert mál. Ef hann hefði verið einn í bílnum þá hefði hjólastóllinn verið miklu meira mál, en með hitt til samanburðar þá var það lítið. Auðvitað kom áfallið yfir því seinna, því það koma alltaf erfið tímabil inn á milli,“ segir hann. Ásgeir segir að mikil framför hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár og áratugi hvað varðar sorgarúrvinnslu og þakkar það meðal annars starfi Nýrrar dögunar. „Fólk er mun tilbúnara núna en áður að tala um hlutina og það er ekki eins viðkvæmt að tala um þá sem eru dánir. Mér finnst gott að tala um Svandísi Þulu þótt það sé alltaf erfitt, reyndar miserfitt. Ég fær oft tár í augun og kökk í hálsinn og ég veit aldrei hversu erfitt það verður þegar ég byrja. Ég gefst hins vegar aldrei upp því ég veit að það er í lagi að sýna sorgarviðbrögð. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ segir hann. Ásgeir segist ráðleggja fólki að tala um látna ástvini þótt það sé erfitt. „Það verður auðveldara með tímanum.“ Ásgeir fór á fyrsta fundinn hjá stuðningshópi fyrir for- eldra sem misst hafa börn rúmum tveimur árum eftir lát Svandísar Þulu. „Ég var að því kominn að hætta við og labba út áður en fundurinn byrjaði. Ég var ekki viss um að ég þyldi þetta, það yrði of erfitt. Fyrstu skiptin eru erfið. Ég ráðlegg hins vegar öllum sem misst hafa ástvini að fara á svona fundi. Allir verða að finna sinn tíma, sumir eru tilbúnir strax en aðrir ekki fyrr en eftir einhver ár. Það er enginn réttur eða rangur tími í þessu ferli,“ segir hann. Eins og að lifa sama árið aftur Svandís Þula lést á laugardegi fyrstu helgina í aðventu. Ásgeir byrjaði að kvíða fyrir því í septem- ber árið eftir að sá dagur rynni upp að nýju. „Allan október og nóvember árið eftir slysið var ég að rifja upp hvað við hefðum verið að gera árið á undan. Þetta var eins og að lifa sama árið aftur. Og des- ember var að sjálfsögðu þann- ig líka, þá hafði slysið ver ið, kistulagningin og jarðarförin. Þetta skánar en er alltaf erfitt. Núna er ég ekki farinn að hugsa svona fyrir en í lok nóvember. Ég hef reynt að koma mér upp hefðum á dán- ardegi hennar og a fmæl is - degi hennar, 26. febrúar. Þannig getur maður minnkað kvíð- ann aðeins því maður veit hvað maður ætlar að gera. Ég bý í Norðlinga- holti en vinn í Þorlákshöfn og keyri því fram hjá slysstaðnum á hverjum degi en stoppa aldrei. Ég fer svo þangað á dánardaginn og kveiki á kerti við kross sem við settum þar eftir slysið. Á afmælisdag- inn hennar fer ég og vitja leiðisins. Kvíðinn byggist samt enn upp fyrir dánardaginn, þótt tímabilið sé styttra nú en fyrst á eftir. Aðventan byrjar ekki fyrr en dánardagurinn er liðinn,“ segir Ásgeir. Ásgeir og fjölskylda stofnuðu minningarsjóð Svandísar Þulu sem hann segir hjálpa sér í því að vinna úr sorginni. „Við fengum ofboðslega mikinn stuðning eftir slysið, bæði frá fólki og einnig í formi peninga og er styrktar- sjóðurinn leið okkar í því að þakka fyrir þennan stuðn- ing,“ segir Ásgeir. Árlega veitir sjóðurinn styrk til 16-18 ára ballettnemenda sem hafa unnið sér rétt til að taka þátt í ballettkeppni í Svíþjóð en Svandís Þula æfði ball- ett og hafði gaman af. Haustið eftir slysið hefði Svandís Þula átt að byrja í fyrsta bekk í Norðlingaskóla og gaf minningarsjóðurinn skólanum lítið píanó í minningu Svandísar af því tilefni. Söfnunarféð hefur nýst til að kaupa nauðsynlegan búnað fyrir Nóna því þrátt fyrir að hann eigi tvö heimili, hjá föður sínum og móður sem skildu í janúar sama ár og slysið varð, fær hann eingöngu eitt stykki af hverju hjálpartæki sem hann þarf, samkvæmt reglum Trygg- ingastofnunar. Ásgeir gat því keypt sjúkrarúm, baðstól og hurðaopnara til að nota hjá sér. Nóni er orðinn 14 ára, er lífsglaður og duglegur ung- lingur. Svandís Þula er hins vegar ennþá fimm ára, að sögn Ásgeirs. „Hún verður það alltaf.“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Bókaútgáfan Opna - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - sími 578 9080 - www.opna.is „Satt að segja reyndi ég að stúdera þennan mann meiren minn er siður um flesta vini mína – kannski ekki síst fyrir þá sök að mér þótti hann næstum of ótrúlegur til að vera sannur; og of sannur til þess að vera trúlegur.“ – Halldór Laxness um Jón Sveinsson Hann var auðmjúkur prestur, rithöfundur, kennari, sagnamaður, fyrirlesari, tónlistarmaður, heims- borgari. Pater Jón Sveinsson lifði alla ævi í heimi bernskunnar, þrátt fyrir að vera einn víðförlasti og þekktasti Íslendingur síns tíma. Ævi hans er töfrum slungin. „Hann var heimsmaður án föðurlands, talaði mörg tungumál en sjaldnast sitt eigið móðurmál, rótslitinn einstæðingur með kjölfestu í voninni, alla sína ævi á leiðinni heim.“ – Gunnar F. Guðmundsson sagnfræðingur ...of ótrúlegur til að vera sannur; og of sannur til þess að vera trúlegur NONNI Haldreipi mitt var að hann lifði Ásgeir Ingvi Jónsson segir að mikil framför hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár og áratugi hvað varðar sorgarúrvinnslu og þakkar það meðal annars starfi Nýrrar dögunar. Mynd Hari Ásgeir Ingvi Jónsson missti fimm ára dóttur í bílslysi á Suðurlandsvegi fyrir sex árum og átta ára sonur hans lamaðist fyrir neðan mitti. Hann hefur sótt styrk til samtakanna Nýrrar dögunar þar sem hann finnur huggun í stuðningshópi foreldra sem misst hafa börn. Samtökin eru 25 ára í dag. 54 viðtal Helgin 7.-9. desember 2012
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.