Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 68

Fréttatíminn - 07.12.2012, Side 68
www.syn.is dsyn@dsyn.is Sími: 566-5004 / 659 8449 Mögnuð saga frá Draumsýn Svo heitt varst þú elskaður Áhrifamikil og grípandi saga um samskipti feðga þegar líður að lífslokum föðursins eftir norska verðlaunahöfundinn Nikolaj Frobenius. 62 jól Helgin 7.-9. desember 2012  Fjölskylduskemmtun á aðventunni  jólavættur reykjavíkurborgar www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PIPA R\TBW A • SÍA • 123272 Glæsileg armbandsúr frá þekktum framleiðendum fyrir dömur og herra. Fallegt úr er fullkomin gjöf Í fyrsta sinn á Íslandi j ólaævintýrið í Austurbæ hófst um síðustu helgi. Ævintýrið er í rauninni leik- rit með blöndu úr skemmtiatrið- um, töfrabrögðum, söng og gleði. Örn Árnason leikari ásamt fjölda annarra skemmtikrafta bjóða upp á allsherjar jólaskemmtun í Aust- urbæ á aðventunni. „Við vorum með skemmtun í Vetrargarðinum í Smáralind í sex eða sjö ár. Svo var Vetrargarðinum breytt í skemmti- garð en mig langaði samt sem áður að halda áfram með þetta. Mig hefur lengi langað til að vera með svona jólaskemmtun að breskri fyrirmynd. Þetta varð svo að veru- leika fyrir þessi jól. Það var fullt hjá okkur á síðustu helgi og gekk mjög vel. Orri Huginn Ágústsson hefur leikstýrt þessu með mér og Birgir J. Birgisson sér um alla tónlist í sýningunni.“ Afi eldist ekkert Örn segist vilja gera þetta að ár- vissum viðburði. Afi gamli á Stöð 2 er kominn aftur á kreik eftir langt hlé. Örn segir að samstarf hans og Afa gangi vel enda eldist sá gamli ekki neitt þrátt fyrir að aðdáendur hans frá fyrri tíð séu komnir á fullorðinsár. „Samstarfið er mjög gott. Hann hefur ekki verið sýni- legur í fjögur ár núna svo það var kominn tími til. Á sýningunni í Austurbæ fer Afi með ljóð Jóhann- esar úr Kötlum um jólasveinana. Við kíkjum upp í fjall til þeirra rauðklæddu, svo kemur kokkur sem er að elda jólamatinn og það gengur frekar illa hjá honum. Lalli töframaður gerir alls konar kúnstir með fólkinu í salnum, Sveppi kem- ur fram og svo er Sigríður Eyrún með lag um snjókarlinn. Skröggur verður líka á staðnum. Hann er nískari en flest annað en áttar sig fljótlega á því að það er betra að gefa af sér og upplifa í staðinn góð og gleðileg jól.“ Miðasala á sýninguna fer fram á Miði.is. Næsta sýning er á morg- un, laugardag, klukkan 14. r eykjavíkurborg kynnti til sögunnar jólavættir sínar í fyrra. Fyrir þessi jól bætist ný vættur í hópinn, hvalurinn Rauðhöfði. Dóra Magnúsdóttir markaðsstjóri Höfuðborgarstofu segir tilganginn með því að varpa fram þessum jólavættum sé að hvetja fólk til þess að segja sögur. „Við þekkjum auðvitað þessar jóla- vættir sem við höfum; jólasvein- arnir okkar, Grýla og Leppalúði, auðvitað jólakötturinn og svo núna hvalurinn Rauðhöfði. Við erum að kynna þessa arfleifð fyrir börnunum okkar og svo auðvitað erlendum ferðamönnum. Það er gríðarlega skemmtilegt að segja til dæmis útlendingunum frá jólaketti sem borðar fólk sem ekki fær ný föt fyrir jólin.“ Rauðhöfði á rætur sínar að rekja í þjóðsögur Jóns Árnasonar. Hann var áður maður sem var ástfang- inn af álfkonu og eignaðist með henni barn. Þegar skíra átti barnið afneitaði Rauðhöfði barninu. Eins og álfkonur gera svo gjarnan lagði hún á hann álög og breytti honum í illhveli. Hann eyddi því sinni löngu ævi í að hrella sæfarendur og sökkti mörgum skipum um ævina. Eins og jólasveinarnir hefur Rauðhöfði snúist til betri vegar. Hann ætlar að vera í höfninni fram að jólum og sinna þar forvörnum í samstarfi við Slysavarnafélag Ís- lands. Gunnar Karlsson teiknari kom honum fyrir á vegg Slysa- varnahússins við Granda. „Það verður mjög gaman að koma í borgina og leita uppi vætt- irnar. Við ætlum að vera með rat- leik í kringum það sem er tiltölu- lega einfaldur og aðgengilegur. Vættirnar birtast á húsveggjum víðsvegar um borgina. Leikurinn gengur svo út á að finna vættirnar sem eru tíu talsins og svara léttum spurningum um þær.“ Hægt er að nálgast ratleikinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, verslunum í miðbænum og á vefnum visi- treykjavik.is/jolaborgin. Vegleg verðlaun eru í boði fyrir þann sem sigrar í leiknum. Hvalurinn Rauðhöfði Sinnir forvörnum með Slysavarnafélaginu. Rauðhöfði búinn að koma sér vel fyrir við höfnina. Jólaævintýri í Austurbæ Örn Árnason leikari á sviðinu í Austurbæ. Ljósmynd/Hari 69% ... kvenna á höfuðborgarsvæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.