Fréttatíminn


Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 84

Fréttatíminn - 07.12.2012, Síða 84
Helgin 7.-9. desember 201278 tíska s.512 1733 - s.512 7733 Kringlan - Smáralind www.ntc.is | erum á Ökklaskór m/svörtum steinum 16.995.- Glimmer hælaskór 9.995.- Hælaskór m/silfurtá og hæl 9.995.- Blúndu glimmer hælaskór 9.995.- Hælaskór m/bandi 8.995.- Ný sending góð verð Leðurskór á 0-6 ára 4.100 kr. Frumleg flétta Fléttur hafa verið töluvert inni um nokkurt skeið. Hægt er að búa þær til í hinum ýmsu útfærslum. Þessa hugmynd má sjá, ásamt fleiri, á vefsíðunni pinterest. Skiptu hárinu í tvo hluta og klemmdu þann efri upp. Hnýttu í þann neðri bandspotta, þeir mega vera hvernig sem er. Hér er notast við garn en það gæti einnig verið sniðugt að hafa silki- borða. Þegar þú hefur lokið við að setja böndin í neðri hluta hársins losaðu þá þann efri og fléttaðu hárið allt saman. Hér á myndinni er gerð fiskiflétta.  Gyðja ColleCtion ilmvatn úr ranGá Sprengikraftur Heklu fyrir öflugar konur Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og stofnandi og framkvæmdastjóri Gyðja Collection, sendir nú frá sér þriðju ilmvatnstegund­ ina og sækir sem fyrr innblástur í íslenska náttúru. Nýi dömuilmurinn frá Gyðju heitir Hekla og er unninn úr vatni sem rennur við rætur eldfjallsins. Sigrún Lilja segir fara vel á því að kenna ilminn við virkt eldfjall og að Hekla sé góð táknmynd fyrir sterka og kraftmikla konu. H ekla er þriðja ilmvatnið frá Gyðja Parfum en fyrir eru dömuilmvatnið EFJ Eyjafjallajökull og herra-ilmurinn VJK Vatnajökull. „Þessir ilmir hafa báðir gengið vonum framar og þess vegna langaði mig að halda áfram og bæta þriðja ilmvatninu í ilmvatnsfjölskyldu Gyðju Parfum. Hekla er hágæða Eau de Parfum dömuilmur sem sækir innblástur til nöfnu sinnar og er unninn beint upp úr vatni sem rennur undan Heklurótum í Ytri-Rangá,“ segir Sigrún Lilja. „Hekla er drottning íslenskra eldfjalla. Hún er eitt virkasta eldfjall í heimi og gýs með reglulegu millibili og er því góð táknmynd fyrir sterka, dug- lega og kraftmikla konu sem okkur langar einmitt að sé kennimerki nýja Heklu ilmsins sem er sætur og rosalega góður.“ Sigrún Lilja segir þróunarvinnuna við Heklu ilmvatnið hafa verið sérstaklega skemmtilega en hún hafi þó verið krefjandi þar sem íslensk nátt- úra sé beisluð í ilminum. „Þetta var flóknara en venjulega þar sem við byrjuðum á því að sækja vatnið í Ytri-Rangá áður en framleiðslan hófst. Við sendum vatnið til hinnar miklu ilmvatnsborgar Grazze í Suður-Frakklandi þar sem sérfræðingar í ilmvatnsgerð tóku við og þeir tryggja gæðin. Þetta er ekta Eau de Parfum sem þýðir að það þarf minna í einu og anganin endist lengi. Þetta er alveg einstakt ilmvatn og maður finnur það um leið og maður spreiar því á sig og ber ilminn sem er sætur, kvenlegur og munúðarfullur með sætri vanillu og viðar undirtóni.“ Sigrún Lilja sendi hraunmola út með vatninu og þeir eru festir við lyklakippu sem er vafin utan um ilmvatnsglasið. „Það er mjög gaman að bjóða upp á vöru sem er allt í senn dásamlegt ilmvatn sem nýtist dags daglega ásamt því að vera kraftmikill, íslenskur minjagripur í hraunmolanum með dulmögnuðum kröftum íslenskrar náttúru,“ segir gyðjan sjálf. Sigrún Lilja segir Íslendinga hafa tekið ilmvötnum sínum mjög vel og hún hafi viljað þakka fyrir við- tökurnar með því að sleppa stórum kynningar- viðburði og færa þess í stað Mæðrastyrksnefnd andvirði hans í ilmvötnum. „Mér finnst það í anda jólanna að gefa eitt- hvað til baka og það er gott að geta glatt mæður sem ná ekki endum saman sérstaklega á þessum tíma árs og langar okkur að leggja okkar af mörkum með því að gefa ilmvötn í jólapakkann sem er hugsað sér- staklega fyrir mæðurnar á þessum álagstíma sem jólin geta verið,“ segir Sigrún Lilja sem er komin í ilmandi jólaskap. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Hekluilmurinn er unnin úr vatni frá rótum Heklu þannig að segja má að kraftur eldfjallsins hafi verið beislaður í ilmvatnsglasinu.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.