Fréttatíminn - 15.06.2012, Blaðsíða 46
46 bækur Helgin 15.-17. júní 2012
RitdómuR FeluleikuR og læRlinguRinn
Ljósmyndabókin Iceland –
Small World eftir Sigurgeir
Sigurjónsson gerir harða
atlögu að toppsætinu á
metsölulista Eymundsson
sem tekur til síðustu viku.
Ekki tókst henni þó að skáka
Hungurleikjabókinni Eldar
kvikna í þetta skiptið.
Vinsæl ljósmyndabók
RitdómuR sýslumaðuRinn sem sá álFa
e rnir Snorrason lést fyrir fáum vikum, virtur vísindamaður og frumkvöðull, hans er sárt saknað
af samverkamönnum, vinum og vanda-
mönnum. Ernir var farinn til náms í
sálarfræði 1968 þegar eina heftið af
Núkynslóð kom út, fagurlega umbrotið
af Jóhannesi heitnum Ólafssyni, prentað
í Letri af Sigurjóni, nánst besta dæmið
í útliti um einhverjar gárur á Íslandi af
umbrotum þessa tíma í útliti á borð við
Oz, International Times, Superlove og
þeim blöðum sem lengst voru tengd við
„undergroundið“.
Ég minnist þess ekki að Ernir hafi átt
efni í heftinu sem var að stærstu lagt
undir sögu Megasar, Einsog kirkja. En
þarna sá maður nafn hans fyrst. Hann
átti lengst af starfsævi sinnar við annan
skáldskap en sögu á blaði þó hann gæfi
út eina skáldsögu, Óttar. Það kom því
á óvart að hann skyldi leggja á það
áherslu á sínum hinstu dögum að gefa út
skemmtisögu með krimmabragði; Sýslu-
manninn sem sá álf, stutta, kátlega hrað-
suðu af bók svona eins og rétt til áminn-
ingar um gamalt erindi sem hann hafði
ekki gefið sér tíma til að sinna, sköpun
sinni veitti hann í annað.
Opinber starfsmaður hefur nýlega
misst konu sína, verður fyrir áfalli og
hefur varla náð sér þegar hann leitar uppi
æskuást sína og nágranna, glæsilega
konu mörgum árum yngri sem á í fjarbúð
við bónda sinn í Afríku. Erindi mannsins
við konuna er að ganga frá skilnaði og
hefja við hana nýtt samband, opna fyrir
vináttu sem hann sárlega þarfnast til að
forða sér frá sálarháska. Konan er til.
Sýslumanninum (hann er myrkfælinn og
er ásóttur af álfum í svefni) tekur að sér
einfalt sáttaverkefni fyrir vin sinn dóms-
málaráðherrann og áður en hann veit
af vindur það upp á sig; honum er falið
að finna alla milljarðana sem hurfu úr
bankakerfinu í hruninu.
Ég kallaði Sýslumanninn skemmtisögu
– hún er stendur vel undir nafni, einföld,
gamansöm, sýnir ritfærni án þess að
nostrað sé við stíl eða söguefnið. Hér er
einföld tilraun til að setja saman söguefni,
koma með tilgátu, lofa samfélag manna og
fjölbreytileika, fjalla um hesta og ræktun
þeirra og fjölbreytileika mannlífs í dreif-
býli, græskulaust þótt í vaxandi æsingi í
söguþræði falli einn maður og leikurinn
berist víða. Höfundurinn er hrifinn af til-
teknum heimspekingum frönskum, slettir
latínu og hefur dýran smekk á vínum og
mat. Þess njóta sýslumaðurinn og vinkona
hans. Það er margt fallegt í þessari sögu
sem er einhverskonar vink til okkar sem
getum þrætt hillurnar enn um stund í leit
að lesefni frá manni sem er farinn.
Því er þó ekki að neita að sagan verður
einfaldari, ágripskenndari eftir því sem
á líður og því dæmi um þverrandi mátt,
síðustu vikur. Á að gefa slíkt efni yfirleitt
út? Viljum við ekki öll virða óskir okkar
nánustu þar til yfir lýkur? Í formála víkur
Ernir, kallar bókina kveðju til sinna nán-
ustu og óskar þess að hún veiti lesendum
svolitla gleði. Sem hinsta kveðja hefur
bókin þannig yfir sér bjartan gáska þess
sem á hinstu stundi beinir því til hinna
að nota tímann til gleðinnar sem er falleg
kveðja þó hún sé falin í óalvarlegum og
ágripskenndum reyfara.
Bækur
Páll Baldvin Baldvinsson
pbb@frettatiminn.is
Ein saga að lokum
Annað hefti ársins af Tímariti Máls og menningar í ritstjórn
Guðmundar Andra Thorssonar er komið út. Heftið birtir
margar athyglisverðar greinar: Rannsóknir Eiðs Kvaran og
Jens Pálssonar, frumherja í líkamsmannfræði hér á landi eru
skoðaðar í grein eftir Gísla Pálsson og Sigurð Örn Guð-
björnsson, Árni Finnsson ræðir stefnu íslenskra stjórnvalda
í tilefni af Ríó+20 ráðstefnunni sem haldin er dagana 20. til
22. júní, Brynhildur Þórarinsdóttir fjallar um rannsóknir
á lestrarsiðum barna og unglinga og spáir í framtíð lesturs í
landinu, Brynja Þorgeirsdóttir rekur birtingarmyndir Gosa
í sögugerðum frá ólíkum tímum, Sigurður Pálsson rekur
sköpunarssögu Utan gátta og Þorsteinn Antonsson segir
af Erlendi í Unuhúsi. Þá er í heftinu að finna andsvör Ara
Trausta Guðmundssonar við umfjöllun Æsu Sigurjónsdóttur í Listasögu
Íslands um Guðmund frá Miðdal og Árni Björnsson skoðar sinn þátt í Kommúnistum
Hannesar Hólmsteins. Þá eru í heftinu ljóð og prósatextar auk ritdóma. -pbb
Mikilvægar greinar í TMM
Reynir Ingibjartsson ferðalangur hefur tekið sam-
an þriðju bók sína um gönguleiðir á suðvesturhorn-
inu. Hinar fyrri röktu gönguleiðir í Reykjavík og á
svæðinu kringum Hvalfjörð. Í þessari þriðju bók
sem Salka gefur út og er bæði skreytt myndum
og kortum til skýringa fer Reynir um Reykjanesið
eins og skaginn er kallaður nú á tímum. Alls tekur
leiðarlýsing Reynis til 25 gönguferða, margar
þeirra eru um fornar leiðir sem hafa á undan-
förnum áratug verið þaulkannaðar af gönguglöðum
lögreglumönnum og samferðamönnum þeirra. Þótt Reynir tíni margt fróðlegt til
þá er rétt að benda á vef Ómars Smára og félaga: www.ferlir.is sem er einstakur.
En margan kann að undra hversu merkilegt og söguríkt Reykjanessvæðið er og
raunar enn ein áminning um að skaginn verði allur gerður að fólkvangi. -pbb
Gönguleiðir um
Reykjanesið
Tess Gerritsen
er amerískur
hrollvekjuhöf-
undur. Hetjan
hennar er Jane
Rizzoli sem
starfar í Boston
og á hér í slag
við óvin sinn úr
bókinni Skurð-
læknirinn. Þess-
ar sögur eru
bráðóhugnan-
legar, afbragðs
vel þýddar af
Hallgrími H.
Helgasyni, með aðstoð færustu sérfræðinga því
hér er sundrun holdsins notuð til að hressa upp
hroll í lesendum svo ekki veitir af læknisfræði og
meinafræði þekkingu. Þetta er spennandi stöff en
allt innan marka greinarinnar og er ekki lesning
fyrir viðkvæma. Bæði karlar og konur fá hér sinn
skammt af grimmdarfýsn og kvalalosta, en ekki
bara konurnar. Tess tekst á síðustu síðum að snúa
á lesanda sem trúir ekki öðru en hann standi brátt
á ystu brún og verði að kaupa eina bók til svo hann
fái lausn.
James Patterson kallar sig mesta krimmahöf-
und í heimi og til að gera sem mest er hann tekinn
að skrifa með öðrum; Liza Marklund skrifaði með
honum Póstkortamorðin sem
kom út í fyrra. Í Feluleik er
meðhöfundur hans Michael
Ledwidge. Magnea Matth-
íasdóttir þýðir þessa einföldu
spennusögu sem er klisju-
kennd í meira lagi en spenn-
andi þó. En flestallt sem hér
er í boði eru dreggjar frá
löngum tíma og úr mörgum
boðum. Fátt sem meðalslak-
ur amerískur lögguþáttur
afgreiðir ekki á 45 mínútum.
En einhverja kann að þyrsta
í svona og þá er bara að
vona að þeir fái ekki óbragð
í munninn af blönduðum
gömlum drykkjarföngum.
-pbb
Blekkingar og illvirki
sýslumaðurinn
sem sá álfa
Ernir Snorrason
Sögur, 201 síða, 2012.
lærlingurinn
Tess Gerritsen
Vaka Helgafell, 357 síður, 2012.
Ernir
Snorrason
James
Pattersson
Feluleikur
James Patterson og Michael
Ledwidge
JPV, 279 síður, 2012.
Nýjung!
D-vítamínbætt
LÉttmJÓLK