Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 6

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 6
Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@ frettatiminn.is BLÖNDUNARLOKI FYLGIR. VÖNDUÐ VARA ÁRATUGA REYNSLA HITAKÚTAR RYÐFRÍIR NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W Þorsteinn Jakobsson ásamt fríðu föruneyti í einni af göngunum í fyrra. Ljós- mynd/Jóhann Smári  Söfnun ÞorSteinn JakobSSon Gengur á tinda fyrir Ljósið Þorsteinn Jakobsson göngugarpur hyggst enn eitt árið ganga á fjöll til styrktar Ljósinu, endur- hæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabba- meinsgreinda. Þorsteinn gekk á 400 tinda í fyrra, 365 tinda árið 2010 og sjö sinnum upp og niður Esjuna árið 2009. Að sögn Ernu Magnús- dóttur, forstöðukonu Ljóssins, mun Þorsteinn ganga á tólf tinda á Reykjanesi á tæplega einum sólarhring. Hann byrjar í kvöld, föstudagskvöld og fer síðan á síðasta tindinn, Helgafell í Hafn- arfirði, í fyrramálið og ætla þeir sem fylgja fylgja honum upp síðasta tindinn að hittast við Kaldársel klukkan 10.45. Fjöllin sem Þorsteinn gengur á heita Fagradalsfjall, Kistufell, Stapa- tindur, Hellutindur, Festafjall, Húsafjall, Fiski- dalsfjall, Trölladyngja, Grænadyngja, Þorbjörn, Keilir og Helgafell. „Hreyfing er mjög mikilvægur þáttur í lífi fólks, bæði sem forvörn fyrir sjúkdómum en ekki síður mikilvægt þegar fólk hefur greinst með krabbamein, og eru göngurnar meðal annars til minna á það, en eins að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem fram fer í Ljósinu. Í Ljósið sækja nú um 300 manns stuðning og endurhæfingu mánaðarlega, og má segja að Ljósið sé brautryðjandi í einstakri endurhæf- ingu fyrir krabbameinsgreinda. Við hvetjum allar fjölskyldur sem hafa gaman af útivist og göngum að sameinast með okkur Ljósberun- um,“ segir Erna.  ráðStefna frumkvöðlar hittaSt Frumkvöðlar, fjárfestar og fyrirmenni í Reykjanesbæ Indverjinn Bala Kamallakharan stendur fyrir frumkvöðlaráð- stefnu 30. maí í menningarhúsinu Andrews á Ásbrú í Reykjavík. Ráðstefnunni, sem ber yfirskriftina Startup Iceland, er ætlað að koma af stað nýju sprotasamfélagi á Íslandi. É g hef búið hér undanfarin sex ár og er giftur íslenskri konu,“ segir Indverjinn Bala Kamallakharan í samtali við Frétta- tímann en hann hefur veg og vanda að ráðstefnunni Startup Iceland í Reykjanesbæ næstkomandi fimmtudag. Á Startup Iceland ráðstefnunni koma saman frumkvöðlar, fjár- festar og fyrirmenni hvaðanæva að úr heiminum til að efla þróun sjálfbærra vistkerfa fyrir sprota- fyrirtæki. Á ráðstefnunni er skoðað með heildrænum hætti allt um- hverfi sprotafyrirtækja til dæmis fjárfesta, stoðfyrirtæki og opinbera aðilar og skoðað hvernig þetta vistkerfi getur orðið eins öflugt og sjálfbært og mögulegt er. „Ísland er frábær staður til að hleypa af stokkunum nýjum hug- myndum og halda ráðstefnu til að koma af stað nýju Sprota- samfélagi. Ísland hefur framúrskarandi inn- viði, góða sögu um nýsköpun og frum- kvöðlastarf og þar er ungt og vel menntað fólk. Ísland er lítið og þar af leiðandi styttri leiðir og hraðari þróun á vöru, sem er ein- stakur eiginleiki sem við ætlum að nota sem dæmisögu fyrir önnur samfélög á fyrstu Startup Iceland ráðstefnu okkar” segir Bala. Ólafur Ragnar Gríms- son, forseti Íslands, mun opna ráð- stefnuna með setningarávarpi. Dagskrárefni ráðstefnunnar eru meðal annars árangur og erfiðleikar ís- lenskra frumkvöðla, mikilvægi styrkja og fjárhagslegra tækifæra í nýsköpun, nýsköpun í orkunýtingu og nýting sjálfbærra orkulinda, hið nýja frumkvöðlaendurreisnartíma- bil og nýting á samfélagsmiðlum til að knýja áfram vörumerki, og hvernig mismunandi svæði á Ís- landi geta búið til frjósaman jarð- veg fyrir kraftmikla frumkvöðla. Þátttakendur í Startup Iceland koma frá Íslandi, Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu, Asíu, Skandinavíu og Suður-Afríku. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is Bala Kamal- lakharan hefur mikla trú á Ís- landi. Ísland er frá- bær staður til að hleypa af stokkun- um nýjum hugmynd- um. 6 fréttir Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.