Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 14

Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 14
Hágæða flotefni í Múrbúðinni Neytendur athugið! Múrbúðin selur al lar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l la , a l l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Weberfloor 4150 flotefni 4-30mm Weberfloor 4160 Hraðþornandi flotefni 2-30mm Weberfloor 4310 Trefjastyrkt flotefni 5-50mm Dekaplan 230 Weberfloor 4630 Durolit iðnaðar & útiflot Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum Deka Acryl Neytendur athugið! Múrbúðin selur al ar vörur s ínar á lágmarksverði fyr ir a l a, a l taf . Gerið verð- og gæðasamanburð! V ið hugsum ekki nógu vel um börnin okkar. Ef til vill á það sér einhverjar menning- arlegar rætur. Það er hins vegar ljóst að heilbrigðisþjón- usta við þennan hóp ungmenna er bara ekki nógu öflug. Hún er ekki sniðin að sérþörfum þessa hóps og við teljum að úr því þurfi að bæta,“ segir Álfheiður Ingadóttir sem er formaður velferðarnefndar Alþingis og fyrrverandi heilbrigðisráð- herra. Velferðarnefnd mælti fyrir þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að stofnaður verði starfshópur sem meðal annars muni vinna að stofnun sérstakrar unglingamóttöku á heilbrigðissviði. Töpum börnum í eiturlyf „Við verðum að horfa til þess að við erum búin að ná gríðarlega miklum árangri í að vernda börnin okkar í móðurkviði, við fæðingu, þegar þau eru nýburar, smábörn og krakkar,“ segir Álfheiður, og heldur áfram: „Slysatíðnin hefur farið niður en hún var allsvakaleg um tíma, bæði voru reiðhjólaslys mjög algeng sem og drukknanir. Á móti erum við með lægsta ungbarnadauða og burðarmálsdauða. Hins vegar er eins og við sleppum hendinni af þessum sömu börnum þegar kom- ast á unglingsár, ég tala nú ekki um þegar þau eru orðin 17-18 ára og jafnvel eldri. Við förum að tapa þessum börnum í eiturlyf, börn á þessum aldri farast í bílslysum, við missum þau út úr skólakerfinu.“ Álfheiður segir að grunnurinn að þessu sé sá að þjónusta við ungt fólk gjörbreytist við 18 ára aldur. „Þá teljum við fólk orði fullorðið. Hins vegar má líta til ábendinga frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnun um að horfa eigi til ungmenna upp að 23 ára aldri með þjónustu af þessu tagi,“ segir Álfheiður. „Það á bæði við um forvarnir, stuðning, lækningu eða heilbrigðis- þjónustu og eftirfylgni. Liður í því er tillaga sem við tökum eindregið undir frá þessum hópi (starfshópi velferðarráðherra um bætta heil- brigðisþjónustu og heilbrigði ungs fólks á aldrinum 14-23 ára) um að setja upp ungmennamóttöku mið- svæðis á höfuðborgarsvæðinu.“ Álfheiður segir að ungmennum geti ef til vill þótt óþægilegt að leita til heimilislæknis sem oft er jafn- vel fjölskylduvinur eða ættingi. „Hér þekkja allir alla. Samfélagið okkar kallar á það að þessum hópi sé mætt á þeim grunni. Við þurfum að bjóða upp á úrræði sem henta ungmennum en við þurfum einnig að halda áfram að rannsaka þennan hóp og þarfir hans,“ segir Álfheiður. Kynhegðun önnur en á öðrum Norðurlöndunum Niðurstöður rannsókna sýna að íslensk ungmenni byrja fyrr að stunda kynlíf, þau eiga fleiri ból- félaga, nota síður getnaðarvarnir og dreifa frekar kynsjúkdómum sé miðað við jafnaldra á Norður- löndum. Álfheiður segir, spurð út í þetta, að kynhegðun íslenskra ung- menna sé mjög ólík því sem gengur og gerist í nágrannalöndunum: „Þar má gera betur, væntanlega með forvörnum og betri upplýsing- um. Einnig hefur verið bent á að lækka megi verð á getnaðarvörnum almennt, ekki síst smokkum, en við verðum líka að tryggja betri upp- lýsingar. Svo er þetta líka ef til vill spurning um aðgengi og hvort fólk á þessum aldri fari til heimilislækn- is eða finnist auðveldara að hafa að- gang að unglingamóttöku eins og á Norðurlöndunum þar sem hægt er að fá heildstæða ráðgjöf um kynlíf, kynsjúkdóma, getnaðarvarnir, og þess háttar,“ segir hún. „Svo er annað áberandi – klám- væðingin sem hér er við lýði. Í skýrslunni kemur fram að ungir piltar á Íslandi horfa meira á klám en annars staðar og eru staðalí- myndir því jafnframt áhyggjuefni. Það er nauðsynlegt að rannsaka þetta frekar og hvetjum við til að unnið verði áfram að rannsóknum á þessu sviði.“ Hvað varðar offitu barna segist Álfheiður ekki hafa skoðað þær niðurstöður sérstaklega þannig að hún geti tjáð sig þær. „Hins vegar er ljóst að lífsstíll sem leiðir til þess að börn og ungt fólk og öll þjóðin er að fitna bitnar illilega á þessum hópi því það þarf að burðast með aukakílóin í gegnum allt lífið. Á þessum árum temur fólk sér lífsstíl og venju fyrir lífstíð en er einmitt mjög leitandi til í að prófa allt, það er áhættusæknara en seinna á ævinni og getur jafnframt orðið fast í neti einhvers lífsmynsturs sem á eftir að elta það allt lífið. Þetta eru mikil mótunarár og á það við um mataræði, hreyfingu og annað.“ Notkun harðra efna og læknadóps eykst Í skýrslunni kemur fram að notkun á hörðum efnum og svokölluðu læknadópi hefur aukist, sérstak- lega meðal ungmenna sem ekki eru í námi. „Ungmenni sem detta út úr skóla eru í miklu meiri áhættu en þau sem klára skóla. Forvarnir meðal námsmanna hafa því verið að skila sér enda hefur verið lögð mikil áhersla á þær í gegnum skólakerfið og í settir fjármunir. Forvarnir hafa aðallega beinst gegn áfengi og tóbaki en í þeim eru göt þar sem notkun á neftóbaki hefur þrefaldast og ungir strákar eru í auknum mæli farin að nota það í vörina. Árangurinn í forvörnum sýnir þó að við höfum aðferðir sem virka og ætti það að vera til eftir- breytni á fleiri sviðum.“ Álfhildur segir að nauðsynlegt sé að gera heildargreiningu á þessum aldurshópi. „Margar af þessum mælingum eru svokallaðar punktamælingar yfir ákveðið tíma- bil þar sem skoðuð er til að mynda tóbaksnotkun barna í tíunda bekk á tíu ára tímabili. Það sem vantar er heildarmyndin og er mikilvægt að skoða forsendurnar og tengja upplýsingarnar saman til að bæta þjónustuna við ungmenni.“ Hugsum ekki nógu vel um börnin okkar Vesturlöndum, 62 prósent. Alls sögðust 20 prósent íslenskra nemenda ekki hafa notað neinar getnaðarvarnir við síðustu sam- farir. Þá hefur notkun hormóna- getnaðarvarna á borð við pilluna minnkað hér á landi á undanförn- um árum og er minni en á hinum Norðurlöndunum, 16 prósent í samanburði við 28 prósent í Dan- mörku þar sem hún var mest. Þá horfa íslenskir drengir mun meira á klámefni en jafnaldrar þeirra annars staðar á Norður- löndunum. Árið 2010 horfðu 44 prósent íslenskra drengja á aldr- inum 16-19 ára á klám oft í viku en meðaltal Norðurlandanna, Færeyja, Álandseyja og Græn- lands var 29 prósent. Tvö prósent stúlkna á þessum aldri sögðust horfa á klámefni oft í viku. Yfir kjörþyngd með slæma tannheilsu Í skýrslu starfshópsins kemur fram að árið 2008 voru tæplega einn af hverjum fimm 15 ára ung- linga á Íslandi yfir kjörþyngd sem er álíka hlutfall og víða í Evrópu. Fleiri drengir voru yfir kjörþyngd hér á landi en stúlkur. Tannheilsa íslenskra ung- menna er mun verri en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Tann- skemmdir voru til að mynda tvö- falt fleiri að meðaltali hjá 12 ára börnum á Íslandi en í Svíþjóð og glerungseyðing fannst hjá nálægt fjórum af hverjum tíu drengjum og einni af hverri fimm stúlkum. Mikil gosdrykkjaneysla íslenskra unglinga er talin vera helsta ástæða þess að svo hátt hlut- fall glerungseyðingar finnst hér. Íslenskir drengir drekka mun meira af glerungseyðandi gos- drykkjum en stúlkur. Tannburst- un unglinga og þá sérstaklega drengja er einnig ábótavant hér á landi miðað við hin Norðurlöndin. Rúmlega helmingur drengja í 10. bekk bursta tennurnar að minnsta kosti tvisvar á dag og fjórar af hverjum fimm stúlkum. Slysatíðni á Íslandi er í mörgum aldurshópum hærri en í ná- grannalöndunum og eru slys ein algengasta dánarorsök barna og ungmenna alls staðar í heiminum. Slys hér á landi eru algengust meðal 10-14 ára en þegar slysa- tíðni á Íslandi var borin saman við aðrar þjóðir kom í ljós að hlut- fall 15-16 ára íslenskra unglinga sem hafði orðið fyrir meiðslum var með því hæsta sem gerðist á Vesturlöndum. Einungis Spán- verjar slösuðust oftar. Minnsta áfengis- og vímu- efnanotkunin Íslensk ungmenni standa betur að vígi en ungmenni á hinum Norðurlöndunum þegar litið er til áfengis- og vímuefnaneyslu enda er hún með því sem lægst gerist í Evrópu. Tæplega þriðjungur unglinga hafa ekki neytt neinna vímuefna í samanburði við 2-19 prósent í öðrum löndum. Þessi stóri hópur ungmenna sem aldrei hefur neytt vímuefna er megin- ástæða þess hversu lág neysla einstakra efna mælist hér á landi. Mikið hefur dregið úr reyking- um 10. bekkinga á síðustu áratug- um og er sú þróun sambærileg við það sem gerst hefur á hinum Norðurlöndunum. Íslenskir tíundubekkingar skera sig nokkuð úr hvað varðar tíðni áfengisneyslu á síðustu 30 dögum. Á árunum 1995-9 lækk- aði tíðnin umtalsvert á Íslandi á meðan unglingar annars staðar drukku að meðaltali oftar. Frá árinu 1999 hefur áfengisneysla unglinga alls staðar á Norður- löndunum farið minnkandi. Alls segjast 18 prósent tíundubekk- inga á Íslandi hafa neytt áfengis á síðustu 30 dögum. Heildar- neysla þeirra sem drekka hefur hins vegar aukist á undanförnum árum og er nú álíka mikil og jafn- aldra þeirra í Evrópu. Hins vegar virðast hlutfallslega fleiri ungling- ar hér á landi lenda í vandræðum vegna áfengisneyslu sinnar, að því er fram kemur í skýrslunni. Notkun á hörðum efnum og svokölluðu læknadópi hefur aukist, sérstaklega meðal ung- menna sem eru ekki í námi. Alls segjast rúmlega sjö prósent nem- enda í 10. bekk hafa notað róandi lyf eða svefnlyf án lyfseðils til að komast í vímu. Amfetamín er hins vegar al- gengasta harða efnið og segjast tvö til þrjú prósent nemenda í grunnskólum og framhalds- skólum á aldrinum 16-18 ára hafa prófað það. Neyslan tekur mikið stökk eftir 18 ára aldur því 15 prósent framhaldsskólanema segjast hafa prófað amfetamín. Meðal 16-17 ára ungmenna í vinnu er hlutfallið um 38 prósent en 32 prósent í aldurshópnum 18-20 ára. Allt að helmingur at- vinnulausra ungmenna 16-20 ára hefur neytt amfetamíns. Notkun kannabis meðal drengja í 10. bekk hefur aukist frá því að síðasta könnun var gerð, fjórum árum fyrr og er nú 13 prósent. Færri stúlkur notuðu hins vegar kannabis árið 2010, 5 prósent miðað við 9 prósent fjór- um árum fyrr. Notkunin er samt sem áður nokkuð undir meðal- tali í Evrópu þar sem 23 prósent drengja og 17 prósent stúlkna hafa neytt kannabis. Færri íslensk ungmenni neyta jafnframt kannabis heldur en að meðaltali í Evrópu; 13 prósent íslenskra drengja í 10. bekk hafa neytt kannabis en meðaltalið í Evrópu er 23 prósent. Hins vegar höfðu 5 prósent íslenskra stúlkna neytt kannabis hér á landi miðað við 17 prósent í Evrópu. Einelti fátítt Útbreiðsla eineltis meðal 11-15 ára nemenda á Íslandi er með því lægsta sem gerist á Vesturlönd- um. Það hefur minnkað verulega á undanförnum árum. Fyrir ára- tug sögðust 13 prósent nemenda í 5. bekk hafa stundum eða oftar verið lögð í einelti. Nýleg rann- sókn leiðir hins vegar í ljós að 8 prósent 11 ára barna hafa orðið fyrir einelti að minnsta kosti tvisvar á undanförnum mánuðum og er það hlutfall hið lægsta í Evrópu. Álfheiður Ingadóttir fomaður velferðarnefndar Alþingis 14 fréttaskýring Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.