Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 18

Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 18
E nginn vafi lék á um faðerni vinn- ingsskónna þegar verslunarhúsið Saks í New York og blaðið Footwe- ar News völdu þá mest „sexý“ á dögunum. Rauðir sólar Marlena- skónna sem eru gegnsæir, skreyttir Swarovski- steinum og kosta tæplega 1.800 evrur (306.000 krónur), geta aðeins verið frá Christian Loubo- utin, einum af frægustu skóhönnuði franskrar tísku. Þessir rauðu glansandi sólar hafa frá upphafi verið vörumerki hans og liturinn kall- ast kínversk-rauður. Stundum líkjast skórnir skúlptúrum og sjálfsagt ekki alltaf þægilegir enda hefur Louboutin sýnt skó sem var ein- göngu ætlað að gleðja augun. Elskaður af Carrie Bradshaw og vinkonum Christian Louboutin var einn að þeim hönnuð- um sem persónur Sex and City, Carrie Brads- haw og vinkonur, höfðu í hávegum og ekki hefur það spillt fyrir velgengni þessa hönn- uðar sem fagnaði 20 ára starfsafmæli í fyrra. Hann er einn af örfáum sem hefur enn ekki selt sál sína djöflinum og nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau tískuhús sem ekki hafa selt sig stóru lúxussamsteypunum. Christian Louboutin varð tólf ára hugfanginn af kvenskóm, hætti sextán ára í skóla og hann- aði þá sitt fyrsta skópar. Hann lærði skógerð til dæmis hjá Charles Jourdan, sem var um langt skeið stórt nafn í franskri skótísku, og hjá Roger Vivier, sem varð meistari hans og fyrirmynd. Louboutin var aðeins 27 ára þegar hann opnaði sína fyrstu búð í París 1991 og þær urðu fljótt fleiri en það er Anna Wintour og Vogue sem opna honum dyrnar í Bandaríkj- unum. Gæði framleiðslu Louboutins hafa alltaf verið einstök og mikið til handunnin. Hann segir skóhæl breyta hreyfingum líkamans og getur af hljóðinu einu sagt til um hæð hælsins – myndi helst vilja banna sléttbotna klossa. Þrátt fyrir að gefa lítið fyrir duttlunga stjarn- anna er listi frægra viðskiptavina hans langur; Nicole Kidman, Uma Thurman, Angelina Jolie og Christina Aguilera sem að sögn á þrjú- hundruð pör! Málaferli við tískuhús Yves Saint Laurent En á tímum miskunnarlausrar samkeppni er ekki nóg að vera skapandi og hafa sín sérkenni. Í árslok 2010 framleiddi tískuhús Yves Saint Laurent rauðsólaskó og setti á markað í Banda- ríkjunum. Louboutin tók þessu illa og stendur í málaferlum við PPR-samsteypuna sem er eiganda YSL. Það er hætt við að meistari Saint Laurent snúi sér við í gröfinni því Louboutin var eini hönnuðurinn sem Saint Laurent vann með í hátískunni en það var fyrir fræga sýn- ingu árið 2002 þegar hátískuhús Saint Laurent lokaði. Louboutin sagði í viðtali við franska blaðið Libération í byrjun árs að stuttu áður en YSL setti á markað rauðu sólana frægu hefði fyrirtækið gert honum kauptilboð, einkennileg tilviljun? Dómari í New York dæmdi þó YSL í vil og sagði brotið ekki vega að sköpun Loubout- ins. Málinu var áfrýjað og er dóms að vænta í ágúst. Nýlega bauðst Christian Louboutin að verða fyrsti gestaleikstjóri á Crazy Horse, einu af frægasta kabaretthúsi Parísar. Þar rætist gamall draumur því hann hefur frá unga aldri verið aðdáandi dansmeyja og laumaðist oft inn í hléum á dansýningar á Folies Bergère-dans- húsinu þegar hann var ungur og auralaus. Sýn- ingin verður á fjölum Crazy Horse til maíloka. Konur á rauðum skósólum Nafn franska hönnuðarins Christian Loubo- utin hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í skóhönnun. Louboutin hefur verið hugfanginn af kvenskóm frá því að hann var tólf ára og hefur sagt að hann vilji helst banna flatbotna skó. Bergþór Bjarnason skrifar frá París. Ljósmyndir/Nordicphotos, Getty-Images Bergþór Bjarnason bergb75@free.fr Louboutin og fyrirsætan og dansarinn Dita von Teese, sem er í hópi aðdáenda hans. Louboutin ásamt nokkrum dönsurum Crazy Hourse á frumsýningarkvöldi sýningar hans. Rauði sólinn er vörumerki Louboutin. Hann stendur nú í málaferlum við tískuhús Yves Saint Laurent sem setti á markað skólínu með sama lit á sólum. 18 tíska Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.