Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 18
E nginn vafi lék á um faðerni vinn- ingsskónna þegar verslunarhúsið Saks í New York og blaðið Footwe- ar News völdu þá mest „sexý“ á dögunum. Rauðir sólar Marlena- skónna sem eru gegnsæir, skreyttir Swarovski- steinum og kosta tæplega 1.800 evrur (306.000 krónur), geta aðeins verið frá Christian Loubo- utin, einum af frægustu skóhönnuði franskrar tísku. Þessir rauðu glansandi sólar hafa frá upphafi verið vörumerki hans og liturinn kall- ast kínversk-rauður. Stundum líkjast skórnir skúlptúrum og sjálfsagt ekki alltaf þægilegir enda hefur Louboutin sýnt skó sem var ein- göngu ætlað að gleðja augun. Elskaður af Carrie Bradshaw og vinkonum Christian Louboutin var einn að þeim hönnuð- um sem persónur Sex and City, Carrie Brads- haw og vinkonur, höfðu í hávegum og ekki hefur það spillt fyrir velgengni þessa hönn- uðar sem fagnaði 20 ára starfsafmæli í fyrra. Hann er einn af örfáum sem hefur enn ekki selt sál sína djöflinum og nánast hægt að telja á fingrum annarrar handar þau tískuhús sem ekki hafa selt sig stóru lúxussamsteypunum. Christian Louboutin varð tólf ára hugfanginn af kvenskóm, hætti sextán ára í skóla og hann- aði þá sitt fyrsta skópar. Hann lærði skógerð til dæmis hjá Charles Jourdan, sem var um langt skeið stórt nafn í franskri skótísku, og hjá Roger Vivier, sem varð meistari hans og fyrirmynd. Louboutin var aðeins 27 ára þegar hann opnaði sína fyrstu búð í París 1991 og þær urðu fljótt fleiri en það er Anna Wintour og Vogue sem opna honum dyrnar í Bandaríkj- unum. Gæði framleiðslu Louboutins hafa alltaf verið einstök og mikið til handunnin. Hann segir skóhæl breyta hreyfingum líkamans og getur af hljóðinu einu sagt til um hæð hælsins – myndi helst vilja banna sléttbotna klossa. Þrátt fyrir að gefa lítið fyrir duttlunga stjarn- anna er listi frægra viðskiptavina hans langur; Nicole Kidman, Uma Thurman, Angelina Jolie og Christina Aguilera sem að sögn á þrjú- hundruð pör! Málaferli við tískuhús Yves Saint Laurent En á tímum miskunnarlausrar samkeppni er ekki nóg að vera skapandi og hafa sín sérkenni. Í árslok 2010 framleiddi tískuhús Yves Saint Laurent rauðsólaskó og setti á markað í Banda- ríkjunum. Louboutin tók þessu illa og stendur í málaferlum við PPR-samsteypuna sem er eiganda YSL. Það er hætt við að meistari Saint Laurent snúi sér við í gröfinni því Louboutin var eini hönnuðurinn sem Saint Laurent vann með í hátískunni en það var fyrir fræga sýn- ingu árið 2002 þegar hátískuhús Saint Laurent lokaði. Louboutin sagði í viðtali við franska blaðið Libération í byrjun árs að stuttu áður en YSL setti á markað rauðu sólana frægu hefði fyrirtækið gert honum kauptilboð, einkennileg tilviljun? Dómari í New York dæmdi þó YSL í vil og sagði brotið ekki vega að sköpun Loubout- ins. Málinu var áfrýjað og er dóms að vænta í ágúst. Nýlega bauðst Christian Louboutin að verða fyrsti gestaleikstjóri á Crazy Horse, einu af frægasta kabaretthúsi Parísar. Þar rætist gamall draumur því hann hefur frá unga aldri verið aðdáandi dansmeyja og laumaðist oft inn í hléum á dansýningar á Folies Bergère-dans- húsinu þegar hann var ungur og auralaus. Sýn- ingin verður á fjölum Crazy Horse til maíloka. Konur á rauðum skósólum Nafn franska hönnuðarins Christian Loubo- utin hefur yfir sér goðsagnakenndan blæ í skóhönnun. Louboutin hefur verið hugfanginn af kvenskóm frá því að hann var tólf ára og hefur sagt að hann vilji helst banna flatbotna skó. Bergþór Bjarnason skrifar frá París. Ljósmyndir/Nordicphotos, Getty-Images Bergþór Bjarnason bergb75@free.fr Louboutin og fyrirsætan og dansarinn Dita von Teese, sem er í hópi aðdáenda hans. Louboutin ásamt nokkrum dönsurum Crazy Hourse á frumsýningarkvöldi sýningar hans. Rauði sólinn er vörumerki Louboutin. Hann stendur nú í málaferlum við tískuhús Yves Saint Laurent sem setti á markað skólínu með sama lit á sólum. 18 tíska Helgin 25.-27. maí 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.