Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 22
22 eurovision 2012 Helgin 25.-27. maí 2012 RÁÐGJÖF VIÐ GARÐAHÖNNUN Bjarnheiður Erlendsdóttir skrúðgarðyrkjufræðingur veitir viðskiptavinum BYKO ráðgjöf vegna fyrirhugaðra framkvæmda í garðinum í sumar. Skráning á netfangið gudrunhalla@byko.is og í síma 515 4144 alla virka daga. Hver viðskiptavinur fær hálftíma ráðgjöf sem kostar kr. 5.900 og nýtist sem inneign þegar keypt er efni í pallinn hjá BYKO. Ráðgjöfin er veitt í BYKO Breidd. Fáðu meira út úr söngvakeppninni með því að sækja þér skemmtileg öpp og taka þátt í lifandi umræðu á samskiptasíðum. Kíktu líka á öll íslensku Eurovision lögin frá upphafi í Vodafone sjónvarpinu. Starfsmenn Vodafone hafa sett saman skemmtilega app-pakka á vodafone.is Þín ánægja er okkar markmið Nakti kokkurinn lumar á skemmti- legum partíréttum Samsung Galaxy 49.990 kr. Vertu með okkur á twitter #12stig HTC Explorer 32.990 kr. Samsung Galaxy Y 24.990 kr. iPhone 4s 149.990 kr. Ómissandi í öllum Eurovision partíum Skapaðu réttu stemminguna með réttu lýsingunni. Hitaðu upp fyrir Eurovision með Vodafone H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA Ofur-Serbinn Þau standa við bak Gretu & Jónsa Serbinn Željko Joksimovic á fáránlega góðu gengi að fagna í Eurovision (þó ekki eins góðu og Johnny Logan sem hefur sigrað þrisvar). Hann hefur þegar átt þrjú lög í keppninni, sem öllum hefur vegnað vel og spá margir hinu seyðandi, fjórða lagi hans, Nije Ljubav Stvar, sigri. Željko hefur þó aðeins einu sinni áður keppt sjálfur. Það var 2004, þegar hann varð í öðru sæti með lagið Lane Moje, lenti á eftir hinni ógleymanlegu Ruslönu með trumpusláttar- og eldhafslaginu Wild Dances frá Úkraínu. Þá keppti hann fyrir Serbíu og Svartfjallaland. Lagið hans Layla keppti fyrir Bosníu og Herzegóvínu árið 2006 og varð í þriðja sæti. Svo átti hann serbneska lagið Oro árið 2008 sem varð í sjötta sæti. Željko er fertugur. Hann talar fjölda tungu- mála; grísku, ensku, rússnesku, pólsku og frönsku auk þess að tala – að sjálfsögðu – serbnesku.  Það fer ekki mikið fyrir Gísla Magna, þessum 41 árs gamla sprenglærða tón- listarmanni og útsetjara, en hann stóð líka á Eurovision-sviðinu árið 2006 með Silvíu Nótt.  Alma Rut Kristjánsdóttir, 33 ára söngkona, sem hefur verið viðloðandi íslenska tónlistarbransann frá Idol-tímabilinu en hún tók þátt í fyrstu keppninni.  Guðrún Árný Karlsdóttir, þrítug, og helst þekkt fyrir þátttöku sína í forkeppnum Eurovision þar sem forkunnafögur rödd hennar hefur heillað marga.  Pétur Örn Guðmundsson, 41 árs, og oft kenndur við Jesú! Pétur er sem fastur á skjánum þegar Eurovision er annars vegar – svo vinsæll er hann í bakraddirnar. V onandi verður atriðið eins á laugardag; í lokakeppninni,“ segir Greta Salóme Stefáns- dóttir þegar Fréttatíminn náði tali af henni í Bakú, daginn eftir frábæran flutning í undan- keppni Eurovision í Kristalshöllinni í Bakú í Aserbaídsjan. Framlag Íslendinga og lagið hennar Gretu var þá meðal þeirra tíu sem komust áfram. Greta hefur lagt gríðarlega orku í Euro- vision-ævintýrið og nú, þegar hún sér fyrir endann á því, er hún þegar með nýtt verk- efni í pípunum; poppplötu með klassískum sem og þjóðlaga áhrifum og er það Þorvald- ur Bjarni Þorvaldsson sem útsetur. Fullmótaður listamaður „Frá átján ára aldri hef ég verið að semja af alvöru,“ segir hún og hefur þegar samið um helming laganna sem verða á plötunni. Greta er fædd árið 1986 og býr í Mos- fellsbæ. Nú 25 ára má segja að hún komi fram sem fullmótaður listamaður og því vert að spyrja hvort hún hafi verið að spara sig? „Já, það má eiginlega segja það. Ég er rosalega glöð að þetta gerðist ekki fyrr. Mér finnst ég vera tilbúin núna, enda er ég búin að fara í gegnum þennan kassíska skóla og hef undirbúið mig lengi. Þetta var fullkomin tímasetning og núna hlakka ég svakalega til að koma heim og vinna í plöt- unni minni,“ segir hún. Með samning við Senu „Ég gerði plötusamning við Senu eftir undankeppnina heima og við stefnum á að platan komi út núna í haust. Mig klæjar í puttana að koma heim og setjast við hljóm- borðið,“ segir hún en á það hljóðfæri sem hún tónlist sína. Þótt fjölmargir hafi fyrst tekið eftir Gretu í aðdraganda þessarar Eurovision-keppni hefur hún þegar tekið þátt í annarri keppni sem hún sigraði í einnig. Það var árið 2008 þegar lag hennar Betlehem var valið jólalag Rásar 2. Greta leynir því ekkert að hún er trúuð. „Ég er alin upp í trú og hér í Bakú nýti  Viðtal Greta Salóme með plötu í pípunum Greta Salóme er spennt að koma heim þegar Eurovision- ævintýrinu lýkur. Hún vinnur að plötu sem á að koma út í haust. Greta hefur samið tónlist af alvöru frá átján ára aldri og úti- lokar ekki að keppa aftur í Eurovision. Framhald á næstu opnu  Fædd í nóvember 1986  Hóf tón- listarnám árið 1991 og hefur lokið BA gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands  Hóf meistaranám í Sköpun, miðlun og frumkvöðla- starfi árið 2010, einnig við Listahá- skólann  Leikur með Sinfóníu- hljómsveit Íslands  Lag hennar Betlehem var valið jólalag ársins 2008 á Rás 2 Um Gretu Salóme
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.