Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Qupperneq 36

Fréttatíminn - 25.05.2012, Qupperneq 36
7,6 prósent er kaupmáttarrýrn- unin frá árinu 2008 samkvæmt upplýsingum á heimasíðu BSRB.49,5 Vikan í tölum milljónir er upphæðin sem Arion banki hagnaðist um dag hvern á fyrsta ársfjórðungi 2012 samkvæmt árs- hlutareikningi sem bankinn birti á miðvikudag. Ákærður fyrir innherjasvik hjá Glitni Sérstakur saksóknari hefur ákært fyrr- verandi yfirmann hjá Glitni fyrir inn- herjasvik. Maðurinn var framkvæmdastjóri fjárstýringar. Honum er gefið að sök að hafa selt hlutabréf sín í bankanum rétt fyrir hrun. Vill flýta Norðfjarðargöngum Lilja Mósesdóttir hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að Ríkisábyrgðasjóður láni Vegagerðinni 11 milljarða króna til að flýta gerð Norðfjarðarganga. Játaði ákæruliði í morðmáli Hlífar Vatnar Stefánsson játaði alla ákæruliði í manndrápsmáli sem þingfest var í vikunni. Hann varð unnustu sinni að bana í Hafnarfirði í febrúar. Óvíst hvenær Náttúruminja- safn opnar Staðgengill forstjóra Náttúrufræðistofn- unar segir óvíst hvenær Náttúruminja- safn Íslands verður opnað almenningi. Safnið telst höfuðsafn, en samt starfar nú enginn starfsmaður sérstaklega fyrir safnið. Hreyfingin sleit viðræðum Hreyfingin sleit á mánudagskvöld við- ræðum við ríkisstjórnarflokkana um stuðning við einstök mál. Þingflokks- formaður sagði stjórnina ekki hafa viljað fara þeirra leiðir við lausn á skuldavanda heimilanna. Starfsemi lífeyrissjóða rann- sökuð Skipa á þriggja manna rannsóknarnefnd um starfsemi lífeyrisjóða, samkvæmt tillögu stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Nær 100 milljarðar í atvinnu- leysisbætur Gangi spá í fjárlögum eftir um að nítján milljarðar verði greiddir út í atvinnuleysis- bætur á þessu ári, mun stofnunin hafa greitt alls 94 milljarða í bætur frá hruni. Íslenski hópurinn komst í úrslit í júróvisjón eftir frábæra frammistöðu í undan- keppninni sem haldin var á þriðjudags- kvöld. Greta Salóme og Jónsi voru þjóð sinni til sóma á sviðinu í Bakú. Vill banna reykingar á spítalalóðum Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknar- flokks og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, vill fara að fordæmi Svía og banna reykingar á spítalalóðum. Þjónustufélag WOW skortir enn leyfi Félagið sem á að þjónusta WOWair á Keflavíkurflugvelli hefur enn ekki fengið öll tilskilin leyfi en félagið áætlar að hefja flug í næstu viku. Stjórnarskrártillögur í þjóðaratkvæði Alþingi samþykkti tillögu um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögu stjór- nlagaráðs um stjórnarskrána með 35 atkvæðum gegn 15. Þjóðaratkvæðagreiðsla verður haldin ekki síðar en 20. október. Mildi að ferðamenn lifðu af fall í Dyrhólaey Mikil mildi þykir að ferðamenn, karl og kona, sem hröpuðu í Dyrhólaey í gær, fimmtudag, slösuðust ekki meira en raun varð á. Fólkið stóð á brún Lágeyjar þegar hún gaf sig og bergfylla féll úr brúninni 30 metra niður í fjöru. Stækkunarstjóri fundar hér- lendis Stefan Füle, stækkunarstjóri í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins, fundaði í gær með Össuri Skarphéðinssyni og Steingrími J. Sigfússyni. Füle verður einnig hérlendis í dag, föstudag. Icesave-málið flutt 18. sept- ember Áætlað er að Icesave-málið verði flutt munnlega fyrir EFTA dómstólnum 18. september næstkomandi. Málið verður flutt í Lúxemborg, þar sem EFTA dómstóllinn hefur aðsetur. Land sígur og rís í Krýsuvík Land hefur risið og sigið á víxl í Krýsuvík frá 2009. Það reis um átta sentimetra í fyrra og sígur nú í þrepum. Jarðvísindamenn segja þessa þróun afar óvenjulega. Júróvisjón Þjóðin fylgdist andaktug með þegar íslensku júróvisjónfararnir Greta Salóme og Jónsi komust áfram í úrslit í söngvakeppninni. Margir voru duglegir að pósta statusum um hina keppendurna. Sigmar Guð- mundsson, fyrrum júróvisjón- kynnir, fór á kostum á Facebook á meðan keppninni stóð. Sigmar Guðmundsson Er þetta ekki soldið overkill hjá írum? Ofvirkir tvíburar klæddir einsog erfðabreyttir silungar. Þetta er algerlega glatað stöff. Og einmitt þessvegna fara þeir áfram. Nú er ég búin að hleypa tólf lögum áfram, þarf að grisja þetta eitthvað. Lilja Katrín Gunnarsdóttir Beið eftir því að söngkonan frá Albaníu myndi hella yfir sig bensíni, slík var innlifunin... Sigmar Guðmundsson Það þarf ekkert að taka það fram að Rússarnir fara áfram. Þær eru amk meira sexí en Dima Bilan sem er á mörkum þess að vera kynvera. Sigmar Guðmundsson San Marínó fer ekki áfram. Fá samt prik fyrir að vera með heilsugæslulækni á sviðinu. Hef ekki séð það áður. Gaukur Úlfarsson Til ykkar vina minna með ónýtt sjónvarp. Hægt er að fylgjast með kepninni í beinni á Facebook síðu Sigmar[s] Gudmundssonar Sigmar Guðmundsson Danir eru full ligeglad finnst mér. Þetta fer ekki áfram en stílistinn á sér bjarta framtíð sem gengil- beina á skyndibitastað. Forsetakosningarnar Baráttan um forsetaembættið er heldur betur farin að hitna eftir að Ólafur Ragnar Grímsson steig fram og hóf sína kosn- ingabaráttu formlega og eru Facebook-notendur ófeimnir við að tjá sig hana sem annað. Gunnar Smári Egilsson Í ljós gagnrýni Ólafs og Her- dísar; verður RÚV ekki að setja strax á dagskrá sérstaka útsvarsþætti þar sem forseta- frambjóðendur fá að spreyta sig sem spyrlar? Bryndis Isfold Hlodvers- dottir Er að horfa á Silfrið og heyri að Páll Skúlason talar um fráfar- andi forseta þegar hann talar um ÓRG - ekki mótmæli ég. Helga Kristín Einarsdóttir mun sennilega þurfa að leiða hjá sér *******kosn- ingarnar til þess að halda geðheilsunni Gerður Kristný óttast að Ástþór verði búinn að ættleiða þríbura fyrir kaffi. Sjónvarpsdagskráin Margir Facebook-notendur virðast verja kvöldunum í hvort tveggja í senn: Að horfa á sjón- varpið og uppfæra statusa. Þeir voru í það minnsta kosti ófáir sem tjáðu sig um sjónvarpsdag- skrána í vikunni. Gerður Kristný Mikið held ég að Björn Thors færi vel með hlutverk Péturs Gunnarssonar þegar hann verður látinn leiða okkur í gegnum atburði ársins 2012 í næsta Skaupi, í anda þáttanna um 18. öldina. Þetta var nú svona helst það sem ég var að hugsa yfir þættinum í gær. Helga Vala Helgadóttir Ætlaði að tékka á Sjálfstæðu fólki með Jóni... en í stað hans birtist allsberi kokkurinn að pota einhverju hryllilegu priki í afturenda svíns í dönsku svínabúi... af hverju var ég ekki vöruð við! Góð Vika fyrir söngparið Gretu Salóme og Jónsa Slæm Vika Gunnar I. Birgisson, bæjarfulltrúa og fyrrverandi bæjarstjóra Sektaður en kveðst saklaus Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Gunnar I. Birgisson, bæjarfull- trúa og fyrrverandi bæjarstjóra í Kópavogi, og Sigrúnu Ágústu Bragadóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfs- manna Kópavogs, til að greiða 150 þúsund krónur hvort um sig fyrir að hafa gefið Fjármálaeftirlitinu rangar upplýsingar sem stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs Kópavogs. Sigrún Ágústa fól lögmanni sínum að áfrýja málinu til Hæsta- réttar og Gunnar kveðst í yfirlýsingu vera saklaus af sakargiftum ríkissaksóknara og hafi búist við sýknu í öllum ákæruliðum. Hann íhugar alvarlega að kanna hvort leyfi fáist hjá Hæstarétti til áfrýjunar. Sækja þarf um leyfi þar sem sektin er lægri en áfrýjunarfjárhæð. Ákæruliðirnir voru tveir. Annars vegar fyrir að hafa fyrir að hafa ávaxtað fé lífeyrissjóðsins með ólögmætum hætti og hinsvegar fyrir að hafa veitt Fjármálaeftir- litinu rangar upplýs- ingar. Sýknað var af fyrri ákæruliðnum. HeituStu kolin á Björguðu grillveislum um land Gleðin var ósvikin hjá Gretu Salóme og Jónsa þegar þau komust áfram fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Bakú í Aserbadjan á þriðjudagskvöld með lagið „Never forget“. Þungu fargi var af þeim létt enda voru þau nánast með alla íslensku þjóðina á bakinu. Tilfinningin var því stórkostleg fyrir þau og allan íslenska hópinn, ekki síst þul Rík- isútvarpsins, þegar nafn Íslands kom upp úr þriðja umslaginu. Með frammistöðu sinni reddaði söngparið grillveislum um allt land á morgun, laugardaginn fyrir hvítasunnu, en framlag Íslands verður eitt 26 laga sem keppa í úrslitum aðalkeppninnar. Það má því búast við því að víða verði skálað fyrir og eftir flutning lagsins og meðan á talning- unni stendur. 302 milljónir var tap Bakkavarar á fyrsta ársfjórðungi ársins 2012. Þetta er viðsnúningur upp á tæplega tvo milljarða frá sama tímabili í fyrra en þá var hagnaðurinn 1,6 milljarður. 3 lið hafa náð samkomulagi um kaup á einum eftirsóttasta knattspyrnu- manni Evrópu, Belganum Eden Hazard. Hann á nú bara eftir að ákveða sig. 50 prósent var hlutfall varnarmanna sem skoruðu fyrir Chelsea í víta- spyrnukeppni gegn Bayern München í úrslitum meistaradeildarinnar um síðustu helgi. David Luiz og Ashley Cole skoruðu ásamt Frank Lampard og Didier Drogba. 36 fréttir vikunnar Helgin 25.-27. maí 2012
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.