Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 41

Fréttatíminn - 25.05.2012, Page 41
 5ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Geymsla Tómatar eru ákaflega viðkvæmir fyrir kæliskemmdum og þá má ekki geyma í kæli, hitinn á að vera 10 – 12 °C. Tómatar sem hafa orðið fyrir kæliskemmdum verða fljótt linir og bragðlitlir. marGar teGundir af tómötum Tómatar eru á markaði allan ársins hring. Raflýsing er í gróðurhúsunum, tómatarnir eru vökvaðir með neysluvatni þannig að hreinleikinn er tryggður. Neytandinn getur treyst því að íslenskt grænmeti er ekki mengað. Býflugur sjá um að fræva plönturnar og lífrænum vörnum er beitt. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku, flokkaðir og pakkað í bakka. Á bökkunum eru upplýsingar um tómatana, frá hvaða býli þeir koma, næringargildi, gómsætar uppskriftir og fleira. Íslenskir tómatar eru hollir og ljúffengir, litafagrir og ómissandi á matborðið. Íslenskir grænmetisbændur bjóða neytendum upp á margar tegundir sem auka fjölbreytni og möguleika. Níu tegundir af tómötum eru nú á markaði frá íslenskum grænmetisbændum. Bændur hafa lagt sig fram við að þjónusta íslenska neytendur sem best og hafa því undanfarin ár bryddað upp á mörgum nýjungum í ræktun. Þessir hefðbundnu tómatar sem allir þekkja - eru einstaklega bragðgóðir og ómissandi í hvers konar matargerð. Bragðgæði allra íslenskra tómata eru m.a. tilkomin af því að þeir fá að fullþroskast á plöntunni. Konfekttómatar eru mjög bragðgóðir, sætir og mildir. Þeir eru minni en hefðbundnir tómatar en stærri og kjötmeiri en kirsuberjatómatar. Konfekttómatar sem og aðrir tómatar eru einnig hollt og gott snakk. stórir Heilsutómatar. Í þeim er þrefalt meira magns af lýkópeni, sem er í flokki karótínóíða sem gefur tómatinum rauða litinn. Lýkópen er öflugt andoxunarefni og er talið veita vörn gegn krabbameini í blöðruhálskirtli. Auk þess sem andoxunarefni hægja á öldrun. litlir Heilsutómatar. Í þeim er þrefalt meira magn af andoxunarefninu lýkópeni. Tómatar þessir eru sérlega bragðgóðir sætir og mildir á bragðið.Lýkópen er í flokki karotínóíða sem gefur tómatinum rauða litinn er öflugt andoxunarefni. Kirsuberjatómatar eru smávaxnir og sérlega bragðgóðir. Bragðið er sætt og afgerandi. Þeir henta mjög vel til að bragðbæta og skerpa salöt eða sem “grænmetisbitinn” í nestisboxið. Plómutómatar einkennast af góðu og kröftugu bragði. Þeir eru kjötmiklir og henta því vel í salöt, sem álegg og í hvers konar matreiðslu. Lögun plómutómata gerir þá ennfremur frábugðna öðrum tómötum í útliti. Buff tómatar eru mildir og frískandi á bragðið. Þeir eru stórir og mjög kjötmiklir. Henta mjög vel í salöt og eru frábærir á hamborgara. Kokteiltómatar eru dökkrauðir, frekar kjötmiklir og sætir. Þeir eru heldur minni en konfekttómatar. Kokteiltómatar/ appelsínugulir. Þeir eru ekki eins sætir og þeir rauðu, en fallega appelsínugulir á lit og eru skraut í salatið. Tómatbrauð 300 ml vatn, ylvolgt 1 msk þurrger 1 tsk hunang 2 msk olía 1 ½ tsk salt um 450 g hveiti (eða eftir þörfum) 4 msk rautt pestó 6-800 g tómatar, gjarna plómutómatar 20 ólífur, steinlausar 1 msk ferskt óreganó eða 1 tsk þurrkað 1 ostarúlla með beikon- og paprikublöndu frá Ostahúsinu 100 g rifinn ostur Það má alveg kalla þetta pizzu en reyndar er þetta fremur brauð bakað með tómatáleggi. – Vatnið sett í skál, geri og hunangi blandað saman við og látið standa í nokkrar mínútur. Þá er olíu og salti blandað saman við og síðan hveitinu smátt og smátt, þar til deigið er vel hnoðunarhæft en þó fremur lint. Hnoðað vel og síðan látið lyfta sér í um 1 klst. Þá er deigið hnoðað aftur smástund og síðan flatt eða teygt út í kringlótt brauð, þykkast út við kantana. Pestóinu smurt á miðjuna. Tómatarnir skornir í 1-1½ cm þykkar sneiðar (gott að kreista svolítið af safanum úr hverri sneið) og raðað ofan á. Ólífum og söxuðu óreganói dreift yfir. Ostarúllan klipin í bita og þeim dreift yfir og að lokum er rifna ostinum stráð yfir. Látið bíða á meðan ofninn er hitaður í 220°C. Brauðið er svo bakað í um 20 mínútur, eða þar til það hefur lyft sér vel og tekið góðan lit og osturinn er gullinbrúnn. Brauðið er best volgt en það má líka borða það kalt - NR 6 stk plómutómatar 1 stk agúrka 1 rif hvítlaukur 100 ml tómatsafi safi úr 1 lime 1 tsk tabasco sósa smá fersk mynta 1 pk fetasneiðar Skerið tómatana, agúrkuna og hvítlaukinn gróft. Setið í matvinnsluvél og maukið ásamt tómat- og limesafanum og mintulaufunum eftir smekk. Kryddið með tabasco sósunni. Setjið í skálar ásamt fetaostinum og skreytið með myntulaufi. - HS Smjörsteiktir sveppir Lífrænar varnir og nýting býflugna í ræktun Íslenskir garðyrkjubændur hafa um árabil notað lífrænar varnir og býflugur við ræktun á íslensku grænmeti. Byggt er upp sjálfbært vistkerfi í gróðurhúsunum og óæskilegum meindýrum og öðrum skaðvöldum eytt með því að hafa önnur vinnusöm nytjadýr sem lifa beint á skaðvöldunum sjálfum. Þessir ágætu vinnukraftar lifa þannig á skaðvöldunum og útrýma þeim eða halda þeim algjörlega í skefjum. Besti vinur garðyrkjubóndans er þó án efa býflugan sem er afar vinnusöm og passar upp á frjógvun plantnanna um leið og hún nær í hunang í blómin. Góð frjógvun er einmitt ein af meginforsendum góðrar uppskeru. Mikil þróun hefur verið í notkun lífrænna varna og býflugna um allan heima en þetta fyrirkomulag þykir henta sérstaklega vel hér á landi þar sem tiltölulega lítið er um meindýr í samanburði við lönd sunnar í Evrópu. forréttur og um að gera að vera duglegur að bjóða upp á þennan rétt á meðan tómatarnir eru svona góðir“, segir Sigurlaug Margrét og segir uppskrifina fyrir fjóra. 10 góðir og stórir og að sjálfsögðu vel þroskaðir tómatar Handfylli af fersku basil Hvítlauksrif Salt og nýmalaður pipar. Byrjið á því að flysja tómatana með því að skera í þá, setja í stóra skál og hella sjóðandi vatni yfir þá , það gerir það að verkum að auvelt er að flysja þá. Skerið Í fjóra hluta og fræhreinsið. Saxið í litla bita, rífið niður basilblöð, hellið góðri ólífuoíu yfir og blandið saman. Kryddið með salti og piar. Grillið gott brauð (súrdeigsbrauð er kjörið í þenna forrétt) hellið smá olíu yfir hverja brauðsneið og nuddið hvítlauksrifi á brauðið. Raðið á disk og setjið tómatablönduna ofan á og berið fram strax. 8- 10 tómatar/plómutómatar Pipar og salt Olífuolía Balsamedik 400 g. pasta Klettasalat Olíunni dreift í eldfast mót og tómötum, sem skornir hafa verið í fjóra hluta raðað í það. Tómatar kryddaðir með salti og pipar og balsamikediki dreift yfir þá. Bakað í ofni í u.þ.b. 40 mín við 150 gráður. Pastað soðið í saltvatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Pasta og klettasalati blandað saman og tómötum raðað yfir. - NR Pastasalat með tómötumKöld plómutómatsúpa með fetaosti og mintu

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.