Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 44

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 44
8 ÍSLENSKT GRÆNMETISUMAR 2012 Vissir þú ... að sveppir þurfa haust til að verða til en í ræktunarklefum Flúðasveppa eru framkölluð haust 52 sinnum á ári? ... að sveppir eru sykurlausir? ... að Íslenskir Flúðasveppir eru ræktaðir í 100% lífrænum jarðvegi? ... að sveppir örva kornrækt á Íslandi? ... að sveppir stækka um 4% á klukkustund og tvöfalda þyngd sína á einum sólarhring? ... að á Íslandi hefur sveppa-ræktun nánast einkorðast við eina tegund sem gengur undir nafninu ætisveppur sem er hvítur og brúnleitur? ... að sveppir eru fitulausir? 1 íslensk gúrka salt 100 g hreint skyr, hrært 1/2 dós hrein jógúrt 2-4 hvítlauksgeirar, eftir smekk 2 msk ólífuolía nýmalaður pipar e.t.v. nokkrar ólífur til skreytingar Gúrkan rifin gróft á rifjárni og síðan sett í sigti, svolitlu salti stráð yfir og farg lagt ofan á (t.d. diskur sem passar í sigtið og síðan niðursuðudós eða eitthvað annað þar ofan á). Sett yfir skál og látið standa í a.m.k. hálftíma. Gott er að þrýsta farginu niður öðru hverju til að pressa sem allra mest af safanum úr. Skyr og jógúrt hrært saman í skál, hvítlaukurinn pressaður yfir og síðan er ólífuolíu, pipar og rifnu gúrkunni hrært saman við. Smakkað og e.t.v. bragðbætt með meiri pipar og salti. Kælt dálitla stund og síðan borið fram í skál, e.t.v. skreytt með ólífum. Tzatziki má hafa sem ídýfu með góðu brauði eða sem sósu með ýmsum grilluðum mat, t.d. grilluðum fiski eða lambakjöti. - NR 250 g íslenskir sveppir 2 vorlaukar, saxaðir smátt 3-4 msk steinselja, söxuð 5-6 basilíkublöð, söxuð 1 msk ferskt rósmarín, saxað (nota má ýmsar aðrar kryddjurtir) nýmalaður pipar salt 100 ml ólífuolía 1/2 sítróna 4-5 tómatar, vel þroskaðir 1 Grand-salathöfuð Sveppirnir skornir í þunnar sneiðar. Kryddjurtunum blandað saman í skál ásamt pipar og salti. Olíunni hrært saman við og síðan safanum úr sítrónunni. Sveppirnir settir út í og blandað vel. Látið standa í um hálftíma. Salatið rifið niður og dreift á fat eða í víða, grunna skál. Tómatarnir skornir í báta og dreift í hring ofan á salatið og síðan er sveppunum ausið í miðjuna. Kryddleginum sem eftir er í skálinni dreypt yfir tómatana og salatblöðin. - NR Grísk tzatsiki ídýfaSalat með maríneruðum sveppum Kartöflusalat með papriku 8 stk litlar kartöflur (með hýðinu) 2 stk rauð paprika 2 msk extra virgin olífuolía nokkur lauf basil salt og pipar Sjóðið kartöflurnar og setjið í skál. Skerið paprikuna niður í strimla. Setjið paprikuna, extra virgin olífuolíuna og basillaufin út í og merjið kartöflurnar. Kryddið með salti og pipar. - HS Geymið blaðið Vatnið er okkar sérstaða, við vökvum með tæru drykkjarvatni hér á Íslandi og það er mjög dýrmætt“, segir Páll Ólafsson garðyrkjubóndi á Hveravöllum í Reykjahverfi. Hann segir að þegar starfsbræður hans frá Evrópu komi hingað til að skoða garðyrkjustöðvar þá vekji hreinleiki ræktunarinnar mesta athygli og menn dáist að vatninu og jarðhitanum. Páll og kona hans Heiðbjört Ólafsdóttir rækta papriku, gúrkur og tómata. „Fyrir um tuttugu árum litu margir á grænmetið sem lúxusvöru og jafnvel óþarfa. Nú kaupir fólk grænmeti eins og fisk og kjöt og flokkar það með nauðsynjavöru“, segir Páll Ólafsson Grænmeti hefur verið ræktað á Hveravöllum frá árinu 1904 og jarðhiti notaður til þess. Fyrsta gróðurhúsið var reist árið 1933 og þá hófst tómatarækt á staðnum. Á jörðinni eru tveir af stærstu hverum landsins, Ystihver og Uxahver. Páll og Heiðbjört hafa starfað við garðyrkjustöðina frá árinu 1988, en Páll er fjórði ættliðurinn sem ræktar grænmeti á Hveravöllum. Gróðurhúsin á Hveravöllum eru ellefu og þekja samtals um sjö þúsund fermetra. „Við leggjum metnað okkar í ferskleika og gæði sem skilar sér svo til neytandans. Tómatarnir eru tíndir þrisvar í viku, paprika er tínd tvisvar í viku og gúrkurnar eru tíndar tvisvar á dag alla daga vikurnnar. Tómatar eru flokkaðir eftir lit og stærð, áður en þeim er pakkað í neytendaumbúðir. Umræðurnar við kvöldverðarborðið hjá okkur snúast um grænmetið og hvað hefði mátt betur fara yfir daginn í gróðurhúsunum og einnig hvað vel fór, en ræktunin er áskorun á hverjum degi“ segir Páll Ólafsson á Hveravöllum. „Vatnið er dýrmætt“ - Segir Páll Ólafsson garðyrkjubóndi á Hveravöllum. Grænmeti hefur verið ræktað á Hveravöllum frá árinu 1904 og jarðhiti notaður til þess. Barnamatur úr íslensku grænmeti – nýjung á markaði Barnamatur, sem er eingöngu úr íslensku grænmeti er væntanlegur á markaðinn innan skamms. Sölufélag garðyrkjumanna kemur til móts við óskir fjölda neytenda með því að leggja áherslu á holla og góða næringu fyrir börn. Barnamaturinn er maukaður, fulleldaður og frystur sem er góð leið til að varðveita ferskleika og næringargildi matvæla. Boðið er upp á fjórar tegundir: Gulrætur, gulrófur, gulrætur og steinselju og einnig spergilkál og blómkál. Barnamaturinn „Kátir kroppar“ er ætlaður börnum frá sex mánaða aldri. Upplagt er að blanda honum einnig saman við annan mat fyrir smáfólkið. Gott er að eiga hollustu í frystinum sem grípa má til hvenær sem er. Þórdís Jóhannsdóttir iðnrekstrarfræðingur og Guðrún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur þróuðu hugmynd og uppskrift af barnamatnum í samvinnu við Matís og nefndu hann „Kátir kroppar“. Verkefnið var meistaraverkefni Þórdísar í verkfræðideild Háskóla Íslands. Þær Guðrún og Þórdís unnu verkefnið af miklum metnaði ásamt starfsfólki Matís. Sölufélag garðyrkjumanna tók síðan við framleiðslu og dreifingu á vörunni.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.