Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 45

Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 45
Helgin 25.-27. maí 2012 viðhorf 37 Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. S Svo virðist sem menntakerfið svari ekki kröfum atvinnulífsins og um leið sam- félagsins um menntun. Það er gífurleg þörf fyrir fólk með verkfræði- og tæknimenntun á háskólastigi og fólk með iðnmenntun á mörgum sviðum. Svo segir meðal annars í riti Samtaka atvinnulífsins, uppfærum Ísland, þar sem horft er til framtíðar og skoðaðar undir nýju sjónarhorni hugmyndir og tillögur sem geta stutt við jákvæða þróun atvinnulífsins, breytt viðmóti og sýn fólks og opnað á nýja möguleika til atvinnusköpunar. Það brennur á þeim sem í fyrirtækjum starfa að fá hæft fólk til fjölbreyttra starfa. Samhljómur er í sýn samtak- anna og þess sem fram kom í grein Þórönnu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra rekstrar- og stjórnunar við Háskólann í Reykjavík, í Fréttatímanum í síðustu viku. Hún sagði að þörf fyrir tæknimenntað fólk hafi sjaldan verið jafn mikil á íslenskum vinnumarkaði og nú. Forsvarsmenn fyrirtækja fullyrtu jafnvel að skortur á tæknimenntuðum ein- staklingum stæði vexti fyrirtækja fyrir þrif- um og einhver þeirra hefðu kosið að flytja starfsemi sína úr landi til að freista þess að hafa betri aðgang að vinnuafli. Að þessu verða yfirvöld menntamála og skóla að hyggja þegar unnið er að því að koma atvinnulífinu á skrið eftir mikinn efna- hagssamdrátt. Menntakerfið verður að vera í stakk búið til að mæta þörfum atvinnu- lífsins fyrir fólk með fjölbreytta menntun svo skapa megi meiri verðmæti, öllum til hagsbóta. Svari menntakerfið ekki þessari þörf hefur það neikvæðar afleiðingar í för með sér, eins og Þóranna bendir á, starfs- tækifærum fækkar, skatttekjur minnka og lengri tíma tekur að komast upp úr efna- hagslægðinni. Hún varar því við viðvarandi niðurskurði til háskólastarfs enda leiði slíkt til stöðnunar og tapaðra tækifæra. Skynsam- legra sé að fjárfesta í menntun einstaklinga á þeim sviðum sem skortur sé á. Þóranna bendir á fordæmi Finna sem sýni að fjárfest- ing í háskólamenntun og rannsóknarstarfi sé lykilatriði við endurreisn atvinnulífs og betri lífskjara. Strax á grunnskólaaldri þarf að hvetja börn til sköpunar og tæknimenntunar sem síðar færist yfir í framahaldsskólann. Bregð- ast þarf við skorti á tækni- og iðnmenntuðu fólki með sérhæfðu námi á framhaldsskóla- stigi eða með því að flétta verknám inn í nám til stúdentsprófs. Samtök atvinnulífsins kalla eftir því að vottuð verði sjálflærð tölvu- þekking ungs fólks sem yfir henni býr. Þar er enn fremur farið fram á frekari tengingu grunn- og framhaldsskóla svo námslok þar geti orðið við 18 ára aldur. Fyrir liggur að unglingar í flestum öðrum OECD-ríkjum útskrifast fyrr úr framhaldsskóla en hér. Af því leiðir að Íslendingar ljúka til dæmis BA- og BS-háskólanámi síðar en flestar OECD- þjóðir og fara því eldri út á vinnumarkaðinn. Ákall atvinnulífs og skóla getur vart farið fram hjá stjórnvöldum þar sem skorað er á þau að forgangsraða verkefnum og tryggja með þeim hætti að búið sé að þeirri þekk- ingu og þeim mannafla sem þörf er á. Tekið skal undir ósk fyrirtækja og samtaka í atvinnulífi, auk skólanna, um sameiginlega stefnumótun með yfirvöldum menntamála sem er forsenda nauðsynlegra breytinga. Þarfir atvinnulífsins Tækni- og iðnmenntunarkröfum ekki svarað Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is G leði og samvera er yfirskrift Dags barnsins sem haldinn er 27. maí. Ekki eru þó öll börn svo lánsöm að geta notið gleði og samveru með jafnöldr- um sínum. Meðal baráttumála Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er að vernda börn gegn öllu ofbeldi og þar á meðal einelti. Einelti er félags- og sálfræðilegt vandamál og varðar alla. Ábyrgðin liggur víða. Hún liggur hjá samfélaginu, lög- gjafanum og stjórnvöldum en einnig hjá skólayfirvöldum og foreldrum. Einelti er ekki einskorðað við börn heldur finnst á flestum stöðum þar sem börn og fullorðnir koma saman. Einelti getur komið upp milli barna og fullorðinna, bæði á vettvangi skóla og þar sem börn stunda íþróttir og tómstundir. Barn á grunnskólaaldri á mest á hættu að vera lagt í einelti á leið í eða úr skólanum, á skólalóðinni, í matsal eða þar sem börnin eru saman komin annars staðar en inni í bekk. Eineltið á sér sjaldnar stað á meðan á kennslustund stendur. Birtingarmyndirnar eru fjölmargar og sumar áþreifanlegri en aðrar; allt frá augnagotum og hunsun yfir í gróft andlegt og líkamlegt ofbeldi. Sá sem eineltið beinist að, þoland- inn, getur beðið alvarlegan skaða af, ef það viðgengst í langan tíma. Enda þótt foreldrar séu helstu ábyrgðaraðilar fyrir uppeldi barna sinna og einnig aðal fyrirmyndir þeirra, þjónar það hagsmunum barnanna best ef allir aðilar sem koma að uppeldi þeirra geta litið á eineltisvand- ann sem eitt stórt samvinnuverkefni. Ræða þarf við börnin um að ekkert rétt- læti einelti, hvorki eigin vanlíðan né eitthvað í fari eða háttum annars aðila. Það er á ábyrgð okkar sem samfélags að kenna börnum að setja sig í spor annarra, finna samkennd og umfram allt, taka ábyrgð á hegðun sinni allt eftir því sem þroski þeirra leyfir. Tilfinninga- og félagsgreind barna, eins og færni að setja sig í spor annarra, mótast að miklu leyti af uppeldi og þeirri ást og umhyggju sem þeim er veitt. Börn muna ekki eingöngu eftir því hvað mamma og pabbi sögðu þeim heldur getur greypst í huga margra hvað kennarinn eða íþróttaþjálfarinn sagði eða gerði. Af þessu má sjá að allir þeir sem umgangast börn með einum eða öðrum hætti eru fyrirmyndir. Með því að hjálpa börnum að finna snemma sam- kennd með öðrum og tengja hana inn í daglegt líf auðveldar það þeim að finna hvar mörkin liggja í sam- skiptum við aðra. Spurningin: Vil ég vera í þessum sporum? hjálpar börnum sem eru óörugg að skynja hvar landamærin liggja í samskiptum við aðra. Öll börn eiga rétt á að upplifa sig örugg í aðstæðum sínum. Þau eiga aldrei að þurfa kvíða því að fara í skólann. Það eru hagsmunir þeirra að við sameinumst gegn einelti í öllum myndum og við allar aðstæður. Með því að hvetja börnin til að gera slíkt hið sama geta þau verið áhyggjulaus, glöð og notið samver- unnar. Dagur barnsins Öll börn eiga rétt á að vera glöð Kolbrún Baldursdóttir, formaður Barnaheilla – Save the Children á Íslandi Menntakerfið verður að vera í stakk búið til að mæta þörfum atvinnulífsins fyrir fólk með fjölbreytta menntun svo skapa megi meiri verðmæti, öllum til hagsbóta.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.