Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 46

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 46
H E LGA R BL A Ð UMBROT GRAFÍSK HÖNNUN Fréttatíminn leitar að verktaka í umbrot og grafísk verkefni tengd prentmiðlum og stafrænni vinnslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af umbroti dagblaða. Um er að ræða hlutastarf fyrst í stað og gæti því hentað vel aðila í sjálfstæðum rekstri sem leitar að föstu verkefni. Umsóknum skal skila á netfangið: teitur@frettatiminn.is É g vil byrja á því að taka það fram að ég hef aldrei hitt drengina sem komu til Ís- lands frá Alsír á dögunum. Það hafa líklega fáir, en samt hef ég orðið vör við að fólk virðist hafa á því sterkar skoðanir hvað á að gera við þá. Þess vegna fannst mér að ég – eins og aðrir – þyrfti að láta í mér heyra af þessu tilefni. Það eru litlar líkur á því að þeir sem vilja senda drengina „aftur heim“ lesi þessa grein mína – en þó það væri ekki nema einn þeirra, þá yrði ég ánægð. Ég ætla ekki að tjá mig um laga- legu hliðina á þessu máli, ég ætla heldur ekki að tjá mig um úrræði, peninga eða praktíska hluti. Ég ætla ekki að minnast á þá sam- félagslegu ábyrgð sem Ísland ber í alþjóðlegu samhengi. Mig langar bara að segja ykkur litla sögu. Ég á nefnilega vin sem heitir Amin. Þetta er ekki sami Amin og kom til Íslands um daginn, og líklega eiga þessir tveir fátt sameiginlegt annað en nafnið. Jú, þeir eru þessa stundina staddir í landi sem er eins ólíkt heimalandi þeirra og hugsast getur, og svo eru þeir báðir ungir flóttamenn. Vinur minn kemur frá Afghanistan og hann er 17 ára. Hann hefur búið í Danmörku í tvö ár. Áður en hann kom til Danmerkur bjó hann í Pakistan með stóra bróður sínum í 8 ár, þar sem þeir unnu í teppaverksmiðju í skiptum fyrir mat og húsaskjól. Amin hafði aldrei gengið í skóla, en bandarískir hermenn í Afghanistan höfðu kennt honum að leggja saman og draga frá. Þegar Amin kom til Danmerkur var hann lágvax- inn, grannur, og þunnhærður – eins og barn. And- litsdrættirnir voru samt svo djúpir og augnsvipur- inn þannig að hann minnti á gamlan mann, frekar en 15 ára dreng. Hann kom í skólann þar sem ég var að vinna, og til að byrja með horfði hann aldrei í augun á fólki, læddist með veggjum og lét lítið fyrir sér fara. Hann var svo hræddur við að gera mistök að ef einhver hækkaði róminn, hrökk hann í kút og leit flóttalega í kring um sig. Það var næstum ómögulegt að ná til hans, og ég velti því stundum fyrir mér hvort ég ætti einhvern tímann eftir að sjá hann brosa, eða í það minnsta slaka á áhyggju- hrukkunum á milli augnanna. Ári seinna var svo mikill munur á Amin, að ég þurfti oft að minna mig á hvað hann hafði búið í landinu í stuttan tíma. Hann var orðinn hár og herðabreiður ungur maður, andlitið var enn markað því sem lífið hefur fært honum, en það hafði slaknað á hörðum andlitsdráttunum og það var áður óþekktur glampi í augunum. Hann tók þátt í hamagangi bekkjarfélaga sinna, var óhræddur við að svara spurningum í tímum og það var satt að segja fátt sem minnti á lágvaxna, kúgaða ungling- inn sem ég hafði hitt árinu áður. Það er ótrúlegt hvað gerist andlega og líkamlega, þegar sá sem alist hefur upp í miklum ótta, við hættulegar aðstæður, kemst í öruggt umhverfi. Það er kraftaverki líkast! Amin elskar að ganga í skóla og hann talar nú góða dönsku. Hann er líka að læra ensku, stærð- fræði, þýsku, eðlisfræði og allt það sem aðrir unglingar læra – á dönsku. Hann þurfti að byrja á því að læra að lesa og skrifa, en samt hefur hann náð þessum ótrúlegu framförum á aðeins 2 árum. Þegar Amin kom til Danmerkur hafði hann aldrei séð tölvu, og hafði ekki hugmynd um hvað inter- netið var. Núna gerir hann power point kynningar, leitar að upplýsingum á netinu og notar tölvu eins og jafnaldrar hans. Þetta hefur ekki komið af sjálfu sér – kennarar hans hafa ekki undan við að gefa honum aukaverkefni og Amin eyðir öllum frímín- útum í tölvustofu skólans. Amin spilar fótbolta flesta daga vikunnar, í fót- boltaliði sem aðeins er skipað dönskum unglingum. Ég hef spurt hann hvernig honum finnist að vera eini útlendingurinn, og það virðist ekki trufla hann því hann brosti bara og sagði að dönsku strákarnir væru góðir strákar. Hann heldur sig þó svolítið til hlés, því eins og við vitum sem höfum lært nýtt tungumál, þá er erfitt að fylgja samræðum þegar margir tala í einu. Hann segist þó reyna eins og hann getur, og sem betur fer virðast hinir strák- arnir ekki þreytast á hlédrægni hans. Ég veit að foreldrar strákanna og fótboltaþjálfarar hafa staðið við bakið á Amin eins og klettar þegar farið er í keppnisferðir eða eitthvað er um að vera í fótbolta- klúbbnum. Það er ómetanlegt, því það er ekki alltaf auðvelt að halda áttum þegar eina fjölskyldan þín er bróðir þinn sem er einu ári eldri – og kann alveg jafn lítið á samfélagið og þú. Ég hef spurt Amin hvort hann sé í sambandi við einhvern heiman að, annaðhvort frá Pakistan eða Afgh- anistan. Hann hikaði áður en hann svaraði, leit svo niður og sagði: „Nei, það eru allir farnir. Það er allt farið. Nú er Danmörk það eina sem ég á.“ Hann hélt svo áfram, með glampa í augunum: „Í Afghan- istan gerði ég ekkert nema vinna, í Pakistan gerði ég heldur ekkert nema vinna. Í Danmörku fæ ég að ganga í skóla og það er mikilvægt. Eftir skóla fer ég á fótboltaæfingu, það er líka mikilvægt.“ (Amin, við- tal 2010). Það er erfitt að ímynda sér þær breytingarnar sem Amin hefur gengið í gegn um undanfarin tvö ár. Frá unga aldri var honum þræl- að út í teppaverksmiðju. Hann leit því á sig sem verkamann – það var hans hlutverk í samfélaginu. Hann hefur sagt mér að þegar hann kom til Danmerkur var hans fyrsta spurning: „Hvar á ég eiginlega að vinna?“ Það kom honum í opna skjöldu þegar honum var sagt að hann ætti að ganga í skóla. Það hafði aldrei hvarflað að honum að hann ætti eftir að mennta sig. Það hlutverk sem hafði mótað Amin frá unga aldri, og eina hlutverkið sem hann þekkti var hvergi gjaldgengt í dönsku samfélagi. Hann gat hvergi nýtt kunnáttuna sína úr teppaverksmiðjunni. Amin þurfti því að byrja upp á nýtt – 15 ára gamall. Hann þurfti að læra að fóta sig í nýju hlut- verki, og þar af leiðandi byggja upp nýja sjálfs- mynd; Amin nemandi og fótboltamaður, ekki Amin verkamaður. Þarna koma kennarar, þjálfarar og það fólk sem hann umgengst til sögunnar. Þetta eru hans fyrirmyndir, þau kenna Amin að fóta sig í dönsku samfélagi og styðja við bakið á honum. Hann þarf nefnilega hjálp. Amin á enga foreldra og átti ekkert tengslanet þegar hann kom til landsins. Þess vegna þarf að benda honum á þá möguleika sem hann hefur og gefa honum tækifæri til þess að standa sig. Amin hefur ekkert að snúa tilbaka til og fyrir honum er ekkert sem heitir heim – annað en Dan- mörk. Þess vegna leggur hann sig líka fram við að fóta sig í dönsku samfélagi. Hann stefnir fram á við, í staðinn fyrir að dvelja í fortíð sem er ekki lengur til. Og Amin hefur stórar áætlanir fyrir framtíðina. Hann ætlar í menntaskóla, og svo í háskóla því hann vill verða verkfræðingur. Fyrstu tvö árin í Danmörku hafa gert honum kleift að þróa með sér þessa drauma. Ég vona að danskt samfélag haldi áfram að styðja við bakið á honum svo hann geti látið drauma sína rætast. Ég veit hvað hann hefur lagt hart að sér. En því miður eru margir sem sjá hann sem númer. Einn af fjölmörgum ungum flóttamönnum sem koma til Danmerkur á hverju ári – og eru til vandræða fyrir samfélagið. Oftast hverfa sjálfar manneskjurnar nefnilega á bakvið fréttir um lagaleg úrræði (eða úrræðaleysi), peninga og tölfræði. Amin er jú ungur flóttamaður – en hann er líka metnaðargjarn, góður í fótbolta, uppáhaldsfagið hans er stærðfræði og hann langar að verða verk- fræðingur. Stundum skoðar hann myndir frá Afgh- anistan eða hlustar á afghanska tónlist á YouTube, en hann hefur ekki búið þar síðan hann var 7 ára og man lítið eftir lífinu þar. Amin vill búa í Danmörku. Í fyrsta sinn á ævinni líður honum vel, hann er öruggur og á sér stóra draum fyrir framtíðina. En hann vinur minn er enginn kraftaverka- drengur – ég þekki fleiri stráka og stelpur eins og hann. Þetta eru unglingar sem hingað til hafa lifað við aðstæður sem við getum ekki ímyndað okkur. En þeim hefur verið gefið nýtt tækifæri. Þau hafa mörg hver þurft að sjá fyrir sér sjálf frá unga aldri, og leggja nú hart að sér til þess að skapa sér góða framtíð í nýju landi. Þau hafa alla möguleika til þess að standa sig – það er samfélagsins að styðja þau en ekki standa í vegi fyrir þeim. Ég vona að þessi litla saga gefi einhverjum inn- sýn í líf ungra flóttamanna. Þau eru eins ólík og þau eru mörg, en eiga það þó sameiginlegt að þau eiga ekkert sem þau geta snúið aftur til. Þeim var vissulega ekki boðið hingað – en nú eru þau komin, og það er okkar hlutverk að hjálpa þeim að fóta sig. Ef við gefum þeim tækifæri til að mennta sig, og styðjum við bakið á þeim, þá verða þau seinna meir sjálfstæð og geta gefið til baka til samfélagsins, alveg eins og íslensku unglingarnir okkar. Það er alveg á hreinu að ef við hlúum að þeim fyrstu árin og hjálpum þeim að finna sitt hlutverk í samfé- laginu, þá eiga allir eftir að græða – við, og þau, og samfélagið í heild. Innsýn í líf ungra flóttamanna Vinur minn, flóttamaðurinn Heiðrún Helga Bjarnadóttir trúarlífs-félagsfræðingur, og hefur unnið með ungum flóttamönnum í Danmörku. Upplýsingaöryggismál Þú býrð í glæpa- hverfi Internetsins E f þú tengir óuppfærða tölvu beint út á Internetið geta liðið mínútur eða örfáir klukkutímar þar til hún er hökk- uð. Eldveggir og vírusvarnir stöðva hluta slíkra tilrauna, en hætturnar eru líka fólgnar í sýkt- um vefsíðum (var eitthvað óæskilegt á síðunni í leitarniður- stöðunum?), árásum með tölvupósti (þekkirðu sendand- ann? Var hlekkur eða viðhengi með bréfinu?), þráðlaus net (notarðu WEP?) og jaðartæki eins og símar og spjaldtölvur (eru lykilorðin þín geymd þar?). Tölvurefir fyrir um áratug síðan voru fiktarar: takmarkið var að komast yfir aðgang eða upplýsingar að netþjónum. Síðan þá hafa hlutirnir breyst: það að finna öryggisgalla í vin- sælum hugbúnaði í dag getur gefið hakkara yfir 60 milljónir íslenskra króna í aðra hönd á svörtum markaði. Slíkir gallar eru að finnast í vaxandi mæli. Internetið hefur einnig stækk- að og stór skipulögð glæpa- samtök víðsvegar í heiminum ráða nú til sín hakkara til þess að ráðast gegn einkatölvum og með þeim á stærri fyrirtæki. Stöðu tölvuöryggis á netinu má útskýra með myndlíkingu. Við getum ímyndað okkur Internetið sem risavaxna 900 milljón manna stórborg í villta vestrinu með þeim fágæta eiginleika að ganga má borgina endilanga á sekúndubroti. Því skiptir litlu máli hvar hver býr. Þarna eru stórar búðir, íbúðahverfi og bílaumferð. Í stórborginni er engin lög- regla og helsta vörnin sem borgarbúar hafa eru misstórar girðingar (eldveggir) utan um hús og hverfi og misgóðir lásar á dyr og glugga (uppfærslur og vírusvarnir). Borgin er því sérlega freistandi fyrir glæpa- menn sem hreiðra um sig víðs- vegar í stórborginni. Þeir reyna að yfirtaka hús borgarbúa án þess að íbúarnir verði þess varir (tölvuyfirráð), iðulega með því að smygla sér inn með dagblaðinu, pósti eða öðru sem eigendur hleypa venju- lega inn á heim- ilið (óværur og spilliforrit t.d. í gegnum vafra). Þegar á heim- ilið er komið hafa boðflenn- urnar hljótt um sig en sperra eyrun þegar rætt er um kreditkort. Þeir geta lymsku- lega sent skeyti á kunningja íbúanna (ruslpóstur) og geta stolist í að nota bílinn án þess að eigendurnir verði þess varir. Sum glæpagengi geta meira að segja stýrt tugmilljónum heimila samtímis og notað stolnu farartækin þeirra til þess að valda umferðarteppu hjá verslunum sem ekki borga verndarfé (netárásir). Tölvuöryggi er ekki búðar- vara heldur stöðugt ferli og er beintengt því hversu miklum tíma og fjármunum við verjum til að tryggja það. Öryggi vill alltaf sitja á hakanum þótt afleiðingar tölvuinnbrots, sem er kannski ólíklegt, geti valdið gríðarlegu tapi. Sem dæmi mat Sony að innbrot í PlayStation 3 netverslunina þeirra fyrir rúmu ári muni kosta fyrirtæk- ið yfir 11 milljarða íslenskra króna. Við Íslendingar þurfum alvarlega að hugsa um stöðu tölvu- og upplýsingaöryggis- mála. Sem skref í þessa átt var haldin Hakkarakeppni í HR í fyrra og undanfarið hefur sér- stakt Tölvuöryggisnámskeið verið haldið í skólanum þar sem 25 nemendur settu sig inn í hugarheim hakkara til þess að geta betur varist núverandi og framtíðarógnum á netinu. Það er von mín að þjóðin sé að vakna, en betur má ef duga skal. Notum öryggishugbúnað, uppfærum reglulega tölvuna okkar, pössum okkur á skrítn- um vefsíðum og hlýðum öllum öryggisviðvörunum. Fyrirtæki ættu að gera reglulegar úttekt- ir og láta þjálfa starfsfólk þess í öryggismálum. Á Internetinu eru nefnilega engin landamæri. Ýmir Vigfússon, lektor við tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík 38 viðhorf Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.