Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 54
46 bílar Helgin 25.-27. maí 2012 ASKJA NOTAÐIR BÍLAR Kletthálsi 2 · Sími 590 2160 · askja.is/notadir-bilar Opið frá kl.10-18 Verð 7.490.000 kr. Gæða- bíll Mercedes-Benz E350 4MATIC Árgerð 2008, ekinn aðeins 14.000 km bensín, sjálfskiptur 16” álfelgur, hraðanæmt stýri, PARKTRONIC fjarlægðarskynjari að framan og aftan, aksturstölva, birtudeyfir, minnispakki fyrir sæti, stýri og útispegla, leðurklætt stýri og gírstöng, skynjun á loftþrýstingi, aftengjanlegur dráttarkrókur, 2ja svæða miðstöð, hiti í framsætum, lykillaust aðgengi og svo ótal margt fleira. S mábí l l i n n Vol kswagen Up, nýjasti meðlimurinn í Volkswagen fjölskyldunni, er væntanlegur á íslenskan markað í sumar. Bíllinn hefur slegið í gegn víða frá því hann var kynntur á bíla- sýningunni í Frankfurt í fyrra. Bíll- inn þykir vel heppnaður í útliti og hefur til dæmist selst í þúsundum eintaka í Danmörku. Þá var hann valinn heimsbíll ársins 2012 en val- ið var tilkynnt á bílasýningunni í New York. Að valinu stóðu 64 blaða- menn frá 25 löndum. Volkswagen Up hlaut 5 stjörnur í árekstrarprófum EuroNcap. Í boði verða tvær bensínvélar, 60 og 75 hestafla. Báðar eru þær 1.0 lítra. Eyðslan er frá 4,1 lítra á hundraðið og CO2 losunin 96 g/km. Bíllinn er framhjóladrifinn með fimm gíra kassa. Metanútfærsla er væntanleg á næsta ári. Farangursrými þykir gott miðað við smábíl, 251 lítri en hinn nýi Volkswagen er 3,54 metr- ar að lengd. Hann fæst þriggja og fimm dyra. Volkswagen-verksmiðjurnar hafa lýst því yfir að Volkswagen Up verði fáanlegur í GT útgáfu á árinu 2013. Vélin í GT-útgáfunni verður einnig 1.0 lítra en með túrbínu og mun skila 110 hestöflum. GT-bíllinn verður því verulega sprækur fyrir þá sem vilja taka hann til kostanna. Aðrar verksmiðjur í eigu Volkswagen, það er að segja hinar tékknesku Skoda-verksmiðjur og Seat-verksmiðjurnar á Spáni fram- leiða einnig sambærilega smábíla. Útgáfa Skoda heitir Citigo en Mii hjá Seat. Útlitslega eru bílarnir mjög svipaðir og vélarnar þær sömu. Volkswagen Up hefur setið einn þessara þriggja að markaðnum í Danmörku undanfarna mánuði. Þar er eftirspurnin svo mikil að allt að hálfs árs biðtími hefur verið eftir bílnum. Skoda fylgdi síðan í kjöl- farið og nú í maí kynnir Seat Mii útgáfu sína og vonast til að afhenda fyrstu bílana í júní þar í landi. Í Danmörku er grunnútgáfa Seat Mii kynnt á verði sem er undir 80 þúsund krónum, sem þykir afar gott þar í landi. Það samsvarar um 1750 þúsund íslenskum krónum. Grunnútgáfa Skoda Citigo er um 5 þúsund krónum dýrari, jafngildi 1860 þúsund íslenskra króna og grunnútgáfa Volkswagen Up um 5 þúsund krónum dýrari en Skoda Citigo, sem samsvarar 1970 þúsund íslenskum krónum.  Bílar VolkSwagen Up Hinn nýi smábíll Volkswagen slær í gegn Valinn heimsbíll ársins 2012. Citigo heitir útgáfa bílsins hjá Skoda og Mii hjá Seat. Smábíllinn Volkswagen Up, heimsbíll ársins 2012. Útgáfa Skoda, Citigo. Útgáfa Seat, Mii. Skutbíllinn i40 frá Hyundai. BL kynnir hann í þremur mis- munandi útgáfum.  Bílar SkUtbíllinn i40 Kyndilberi nýrra tíma hjá Hyundai Bíllinn er fáanlegur í þremur mismunandi gerðum. Nýja 1,7 lítra dísilvélin er sparneytin. Beinskipti bíllinn fær frítt í bílastæði í miðborginni. b ifreiðaumboðið BL frumsýndi nýverið lúxusbíl frá Hy-undai, skutbílinn Hyundai i40. Hann er kyndilberi nýrra tíma hjá Hyundai þar sem ríkulegur búnaður, nýtískulegar ávalar línur fara saman með gæðum og endingu. Hyundai i40 er kynntur með nýrri 1,7 lítra dísilvél sem í beinskiptu útgáfunni er með uppgefna eldsneytisnotkun frá framleiðanda, í langkeyrslu, 4,3 lítrar á 100 ekna kílómetra og CO2 útblásturinn er 119gr/ km sem þýðir að ökumaður fær frítt í bílastæðin í miðborginni á beinskiptum bíl af þessari gerð. Í sjálfskiptu útgáfunni með sams- konar dísilvél, miða við sömu forsendur, er eldsneytisnotkunin 4,8 lítrar á hundraðið og CO2 útblásturinn 126gr/km. i40 er fáanlegur í þrem mismunandi gerðum, Comfort, Style og Premium, og kostar frá 5.390.000 krónum. Mikið af ríkulegum staðalbúnaði prýðir gerðirnar en rafknúin leðursæti með minni og loftkælingu er til dæmis staðalbúnaður í Style gerðinni og hægt er að velja um hluti eins og leiðsögubúnað, handfrjálsan símabúnað, hreyfanleg aðalljós, rafdrifna afturhurð og stefnuaðvörun sem fylgist með akbrautarlínum og lætur ökumann vita ef bílnum er ekið yfir akbrautalínu án þess að ökumaður gefi til kynna að það sé ætlunin. Hyundai i40 tilheyrir nýju bílunum frá Hyundai sem allir eru seldir eru með 5 ára ábyrgð og ótakmörkuðum akstri, árlegum gæðaskoðunum sem viðskiptavinir Hyundai geta nýtt sér án endurgjalds, auk 24 tíma vegaaðstoðar. Langflestir nota einkabílinn til og frá vinnu Einkabíllinn er samgöngu- máti langflestra Íslendinga. Það kom enn og aftur í ljós í svörum sem birt voru á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Spurt var: „Hvernig ferðast þú aðallega til og frá vinnu?“ Fram kom að 72,4 prósent þeirra sem svöruðu óku sjálfir til vinnu. Reiðhjólið kom næst en nú á vordögum hefur verið lögð mikil áhersla á notkun þess. Alls hjóluðu 9,3 prósent svarenda í vinnuna. Þá komu þeir sem nota góða veðrið og ganga til og fram vinnu. Það gera 7,8 prósent svarenda. Strætisvagna notuðu 6,2 prósent svarenda og 4,3 prósent þeirra fengu far með öðrum. Alls bárust 656 svör við spurningunni. Árstíminn ræður væntanlega einhverju um það hversu margir hjóla og ganga. Þeir möguleikar eru síður fyrir hendi þegar illa viðrar og aðstæður eru verri yfir vetrartímann. En sama er hver árstíðin er, yfirburðir einkabílsins í samgöngum eru algerir. Askja Notaðir bílar hefur flutt starfsemi sína á Klettháls 2.  askja notaðir bílar Starfsemin flutt á Klettháls 2 Askja Notaðir bílar hefur flutt starf- semi sína á Klett- háls 2 í Reykjavík. Þar verður boðið upp á mikið úrval nýlegra og notaðra bíla, að því er fram kemur í tilkynningu. Askja Notaðir bílar var áður í höfuðstöðv- um bílaumboðsins Öskju að Krókhálsi 11 en þar verða áfram nýir bílar sem fyrirtækið er um- boðsaðili fyrir, það er að segja Mercedes Benz og Kia sem og verkstæði og skrif- stofur. „Markmið okkar með breytingunni er að komast nær viðskiptavinum og markaði notaðra bíla. Á bílasölusvæðinu á Klett- hálsi eru að minnsta kosti sex aðrar bílasölur og því mikill markaður með notaða bíla. Þar er rúnturinn hjá fólki sem er að leita að notuðum bílum og því eðli- legt fyrir okkur að vera í hringiðunni. Við munum bjóða upp á mikið úrval nýlegra og notaðra bíla,“ segir Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Bílaumboðsins Öskju. Kristinn Sigurþórsson og Gunnar Haralds- son eru sölumenn Öskju Notaðra bíla en þeir hafa mikla reynslu og þekkingu í þessum geira.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.