Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 25.05.2012, Blaðsíða 56
48 heilsa Helgin 25.-27. maí 2012 Næringarefni í spínati (1 bolli soðið spínat, 180g) Næringarefni Hlutfall af ráðlögðum dagsskammti K-vítamín 1110,6% A-vítamín 377,3% Mangan 84% Fólínsýra 65,7% Magnesíum 39,1% Járn 35,7% C-vítamín 29,4% B2-vítamín 24,7% Kalsín 24,4% Kalíum 23,9% B6-vítamín 22% Tryptófan 21,8% E-vítamín 18,7% Trefjar 17,2% Kopar 15,5% B1-vítamín 11,3% Prótein 10,7% Fosfór 10% Sínk 9,1% Kólín 8,3% Omega-3 fitusýrur 7% B3-vítamín 4,4% Selen 3,8% Hitaeiningar (41) 2% Þ órdís Sigurðardóttir, sem var annar eigandi Happ-veitingastaðanna, hefur opnað nýjan heilsusamlegan veitingastað í Austurstræti, þar sem Happ var áður til húsa. Þórdís er farin út úr samstarfinu við Lukku Páls- dóttur, hins eiganda Happ sem mun áfram reka Happ í Borgartúni. „Nýi staðurinn nefnist Aldin. Við leggjum áherslu á hollan og góðan mat með skjótri og góðri þjónustu,“ segir Þórdís. „Okkur langaði að vera með það sem við köllum heiðarlegan mat úr ferskum hráefnum. Ein- faldan mat sem við myndum vilja borða sjálf og borga sanngjarnt verð fyrir,“ segir hún. „Lögð er áhersla á morgunverð þar sem í boði er skyr og avókadójógúrt, croissant og brauðkörfur. Við bjóðum líka upp á ómótstæðilegt bakkelsi sem Kristín kokkur bakar sjálf. Í hádeginu getur fólk valdið milli kjöt- eða fiskréttar og svo ræður fólk hvað það vill mikið af salati með. Við erum með úrval af 6-8 tegundum salats, svo sem brokkólísalat, kartöflusalat og rauðrófusalat. Það er einnig í boði að velja einungis salat og við erum því „vegetarian-friendly“,“ segir Þór- dís. Hún segir að einnig sé boðið upp á að fólk komi og kaupi mat og taki með sér heim og það sé mikið nýtt í hádeginu sem og á kvöldin. Staðurinn hefur verið opinn í fáeinar vikur og segir Þórdís viðtökurnar góðar. „Þetta fer vel af stað og við erum að sjá breiðari hóp viðskiptavina en áður með þessum breyttu áherslum,“ segir hún. Þórdís hefur um nokkurra ára skeið tekið þátt í uppbyggingu á Happ. Hún segist nú ætla að einbeita sér að því að byggja upp hinn nýja veitingastað sinn, Aldin. Spurð hver kveikjan að opnun staðarins hafi verið segir hún að það hafi verið að opna stað með hollum og góðum mat þar sem boðið er upp á hraða og góða þjónustu. Þórdís stundaði nám Í Institution of Integrative Nutrition þar sem kynnt var breið hugmyndafræði varðandi mat og áhrif matar. „Svo hef ég alltaf haft mikinn áhuga á matargerð og fundist vanta akkúrat þetta konsept hér á Íslandi. Við teljum að við séum með svolítið nýtt. Við erum að kenna fólki að nærast vel og rétt,“ segir Þórdís. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is Kennum fólki að nærast vel og rétt Nýr veitinga- staður, Aldin, opnaði nýverið í Austurstræti, þar sem Happ var áður til húsa. Þórdís Sigurðardóttir eigandi segir að hugmynda- fræðin að baki sé sú að kenna fólki að nær- ast vel og rétt með hollum og góðum mat. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir borðar morgun- mat á Aldin, veit- ingastað móður sinnar, Þórdísar Sigurðardóttur.  AlDin Nýr veitiNgastaður Hráfæðiunnendur hafa haldið því fram árum saman að fátt jafnist á við hollustu hráfæðis. Nú vilja sumir dýralæknar og gæludýraeigendur jafnframt halda því fram að hráfæði sé það besta sem hægt er að gefa dýrinu. Sharon Misik, Siberian Husky-eigandi, segir í samtali við New York Times að hún og eiginmaður hennar hafi eytt hundruðum þúsunda króna í dýralæknakostnað vegna husky-hunda sinna tveggja vegna veikinda sem engin skýring fannst á. Hundarnir áttu bágt með að éta, voru með alvarlegan niður- gang og virtust verulega veikir. Þegar ekkert annað virtist hjálpa prófaði hún hráfæði þó svo að nokkrir dýralæknar mæltu gegn því þar sem þeir töldu að hund- arnir kæmust í snertingu við hættulegar bakteríur. Hún ráðfærði sig við dýralækni sem var á hennar bandi og hóf að næra hunda sína á frost-þurrkuðum kjúklingi og nauta- kjöti. Munurinn á hundunum, fyrir og eftir, reyndist ótrúlegur, að sögn Sharon. Hráfæði fyrir gæludýr er sá hluti gæludýra- fóðursmarkaðarins í Bandaríkjunum sem fer hvað örast vaxandi. Gæludýraeigendur á borð við Sharon, sjá í auknum mæli kosti hráfæðis í kjölfar fjölda innkallanna á dýrafóðri um all- an heim sem orsakað hafa dauða eða alvarleg veikindi hundruð gæludýra. -sda  GæluDýrAfóður HráfæðimarkaðuriNN stækkar mest Gæludýraeigendur velja hráfæði í auknum mæli Margir gæludýraeigendur í Bandaríkjunum eru farnir að gefa hundunum sínum hráfæði. Það er spurning hvort hráfæðiæðið á Íslandi verði til þess að íslensk gæludýr fái notið hins sama. Fjölþrepa bakbrettið • Teygir á hrygg og bakvöðvum • Minnkar vöðvaspennu • Linar bakverki • Bætir líkamsstöðu • Auðvelt í notkun Verð: 7.950 kr. Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18 Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Í sumar er opið virka daga frá kl. 9 -18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.