Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 76

Fréttatíminn - 25.05.2012, Síða 76
SENDU SMS SKEYTIÐ ESL MIB3 Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ! VINNINGAR AFHENTIR Í ELKO LINDUM. 149 KR/SKEYTIÐ. MEÐ ÞVÍ AÐ TAKA ÞÁTT ERTU KOMINN Í SMS KLÚBB. WWW.SENA.IS/MIB3 FULLT AF VINNINGUM: BÍÓMIÐAR TÖLVULEIKIR - DVD MYNDIR - GOS OG FLEIRA! AFTUR TIL FORTÍÐAR... TIL AÐ BJARGA FRAMTÍÐINNI VILTU VINNA MIÐA? KOMIN Í BÍÓ Í 3D! Þ etta er lokaverkefni mitt úr Listaháskólanum. Ég útskrifast úr vöruhönn- un nú í vor,“ segir Jón Helgi Hólmgeirsson um grammafón úr pappa sem hann hannaði og hefur vakið athygli erlendis. „Við völdum eitt orð og ég valdi orðið hljóð,“ segir Jón Helgi en hann er 24 ára gamall gítarleikari í Ultra Mega Technobandinu Stefán sem og söngvari í hljómsveitinni Sing for Sandra. Hugmyndin var að tengja saman tónlist og hönnun og segir Jón Helgi að vínylplötuáhugi hans hafi leitt hann inn á brautir plötu- spilarans eða grammafónsins eins og hann kallar hann. „Grammafónninn er eins konar táknmynd upphafs tónlistar á föstu formi en fyrir hans tíma var ekkert annað í boði en lif- andi tónlist,“ segir Jón Helgi. Hann segist í upphafi hafa byrjað að gera tilraunir með pappa og nálar og fengið góð ráð hjá Páli Einarssyni vöru- hönnuði og Finnboga Péturs- syni hljóðlistamanni. „Síðan þróaðist þetta út í grammafón sem magnar upp hljóð með pappabolla,“ segir Jón Helgi. Spilarinn sjálfur er settur saman úr þunnum krossviði og inniheldur einfalt rafkerfi sem hægt er að keyra á 9 volta rafhlöðu, eða tengja hann við 9 volta straumbreyti. Lúðurinn samanstendur af kartonpappír, nál, plastfilmu, stálvír og botni úr pappabolla sem sér um að magna upp hljóðbylgjurnar sem nálin leiðir upp frá plöt- unni. Efniviður lúðursins litar tónlistina, gefur henni ákveðn- um blæ og einkennist því sú tónlist sem spiluð er í gegnum jónófóninn af pappír. Jón Helgi viðurkennir að hljóð- ið sé gróft. „Það er meira verið að sýna fram á virkni heldur en gæði,“ segir Jón Helgi sem  Hönnun Hljómflutningstæki Útbjó plötuspilara úr pappa Ungur listaháskólanemi hefur vakið mikla athygli fyrir nýstárlegan plötuspilara sem hann bjó til í lokaverkefni sínu í vöruhönnun. Spilarinn er úr pappa, gengur undir nafninu Jónófón og hefur fengið umfjöllun á erlendum hönnunarsíðum. Jón Helgi vonast til að hægt verði að fjöldaframleiða Jónófóninn. Nánari upplýsingar um spilarann má finna á jonhelgiholmgeirs.com. Ljósmynd/Hari Plötuspilarinn úr pappanum sem gengur undir nafninu Jónófón. Ljósmynd/Héðinn Eiríksson Það tekur tuttugu til þrjátíu mínútur að púsla Jónófóninum saman að sögn Jóns Helga. Ljósmynd/Héðinn Eiríksson kallar fyrirbærið Jónófón. „Það er bara sjálfhverfa,“ segir hann og hlær. Og spilarinn hefur vakið athygli erlendis. „Ég er að skoða næstu skref. Það er ekkert ákveðið. Eftirspurnin er mikil og það væri skemmtilegast að setja þetta í framleiðslu. Ég þarf samt að laga nokkra hnökra til að þetta sé til- búið í framleiðslu. Þetta verður að vera í lagi ef það á fjöldaframleiða þetta,“ segir Jón Helgi. Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is 68 dægurmál Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.