Fréttatíminn


Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 78

Fréttatíminn - 25.05.2012, Side 78
M arkmiðið er fyrst og fremst að vekja upp um-ræðu í samfélaginu um kynferðisbrot,“ segir María Lilja Þrastardóttir, talskona Druslu- göngunnar sem fram fer í annað sinn þann 23. júlí næstkomandi. „Við viljum færa ábyrgðina úr höndum þolenda kynferðisofbeldis yfir á gerendur. Við viljum breyta þeirri tilhneigingu samfélagsins að samþykkja að gerendur í kyn- ferðisafbrotamálum séu raunveru- legir þolendur eða fórnarlömb upp- loginna ásakana. Við viljum vekja athygli á orðræðunni í samfélaginu og hvernig fólk er tilbúið að leyfa brotamanni að njóta vafans á með- an að hin raunverulegu fórnarlömb eru vænd um meiðyrði,“ segir María Lilja. Hún segir að þegar fjölmiðlar greini frá kynferðisbrotum sé oft talað um „meint“ kynferðisbrot. „Með því að brotið sé „meint“ er brotamaðurinn farinn að njóta vafans á kostnað fórnarlambsins.“ María Lilja segir að hópurinn sem standi að Druslugöngunni hafi gert rannsóknir sem benda til þess að fjölmiðlar noti ekki þetta orð um brotamenn í öðrum málum en kynferðisbrotamálum. Mörg þúsund manns tóku þátt í druslugöngunni í fyrra og vonast María Lilja til að þátttakendur verði enn fleiri í ár enda hafi fjölmargir hópar tilkynnt þátttöku sína og áhuga á samstarfi. -sda María Lilja Þrastardóttir, talskona Druslugöngunnar, vill færa ábyrgðina úr höndum þolenda kynferðisofbeldis yfir á gerendur.  Druslugangan Í annað sinn Í júnÍ Fórnarlömb kynferðisbrota oft sögð ljúga Þ að kann að hljóma undarlega en ég hef aldrei hugsað um að skrifa skáldsögu, ekki sem markmið í sjálfu sér. Ástæð- an fyrir því að ég byrjaði að skrifa skáldsögu var sú að ég sá fyrir mér söguþráð, myndir og setningar, persónur og sögusvið, líkt og þegar maður situr fyrir framan hvíta tjaldið og horfir á kvikmynd; þar sem hvert mynd- skeiðið á fætur öðru rennur hjá fyrir augum manns,“ segir Unnur Birna Karlsdóttir, dokt- or í sagnfræði, en fyrsta skáldsaga hennar, Það kemur alltaf nýr dagur, kemur út í næstu viku. Hún heldur áfram að lýsa tilurð skáld- sögunnar: „Það sem ég gerði þegar myndir og orð fóru að koma upp í hugann var einfaldlega að setjast niður og skrifa um það sem ég sá fyrir mér og ég skrifaði ekki nema efnið kæmi flæðandi til mín. Ég held að ég gæti aldrei skrifað samkvæmt ákvörðuninni einni þess efnis að ætla að skrifa texta bara til að láta á það reyna hvort mér tækist að búa til úr því skáldsögu. Ég er ekki viss um að ég hafi sjálfsaga í það.“ Að sögn Unnar er bókin í senn fjölskyldu- saga og saga einstaklings sögð með einni röddu, röddu aðalsögupersónunnar sem er kona. „Við fáum að sjá heiminn eins og hún sér hann og upplifir en sú sýn opnar þó á margt í mannlífinu sem ég held að margir kannist við. Bókin fjallar um ferðalag, henn- ar ferðalag, innra með sér og í raunveruleik- anum. Þetta er saga um hversu erfitt það getur verið að fyrirgefa og um það að elska og missa og inn á hvaða brautir sorgin kann að leiða.“ Bókina skrifaði Unnur, sem verður 48 ára í lok þessa mánaðar, á löngum tíma samhliða því sem hún vann að doktorsritgerð sinni og með vinnu á Þjóðskjala- safninu. „Ég samdi þessa skáldsögu þar sem ég var stödd í það og það skiptið alltaf ef stund gafst til. Textann, orðin sem ég var búin að safna saman í huganum, skrifaði ég bara heima hjá mér, á sófanum með ferðatölvuna í kjöltunni, á kvöldin og um helgar og í jóla- og páskafríum, það er þegar lausar stundir gáfust frá fullri vinnu á Þjóðskjalasafni Íslands og ritun doktors- ritgerðar. Ég hafði reyndar ekki hugsað til þessarar sögu í rúmt ár eftir að ég varði doktors- ritgerðina vorið 2010 en skoðaði svo skjalið í tölv- unni síðastliðið haust og sá þá að ég var langt komin með söguna og sá fyrir mér sögulok. Ég dreif í að skrifa þau og sendi handritið til bókaforlagsins Bjarts. Eftir að komið var jákvætt svar frá Bjarti varðandi að láta á það reyna að búa söguna til útgáfu tók við vinna að laga það sem betur mátti fara og binda enda á lausa þræði.“ segir Unnur Birna. Henni þótti ekki erfitt að skipta á milli fræðiskrifa og skáldsagnaskrifa. „Nei það var ekki erfitt að skipta á milli þess að skrifa doktorsritgerð og skáldsögu. Ég er svo vön að sinna mörgum ólíkum hlutverkum að það veitist mér auðvelt. Þetta voru hvorutveggja krefjandi skrif en með svo ólíkum hætti að það rakst ekki á. Fremur að það hafi verið kærkomin frelsistilfinning að setjast stund- um í sófann á kvöldin og skrifa skáldverk eft- ir að hafa unnið í fræðilegri framsetningu og greiningu sögulegra atburða og hugmynda- fræði allan daginn samkvæmt ströngum fræðilegum kröfum,“ segir Unnur Birna. Og hún er ekki bara með eina bók í koll- inum til að fylgja eftir fyrstu bókinni. „Ég er með tvær skáldsögur í huga. Ég veit reyndar nú þegar hvernig þær eiga að vera frá upp- hafi til enda og hvora ég skrifa á undan. Ég þarf bara að finna tímann til að skrifa og mun finna út úr því. Ég nýt þess að skrifa. Það er gefandi.“ Óskar Hrafn Þorvaldsson oskar@frettatiminn.is  Bækur nýr rithöfunDur keMur fraM Unnur Birna skrifar skáldsögu Doktor í sagnfræði ryðst fram á sjónarsviðið með nýja skáldsögu sem var skrifuð samhliða doktors- verkefninu. Hún segir það hafa verið auðvelt að skrifa á svo ólíkum vígstöðvum samtímis. Unnur Birna Karlsdóttir telur að ýmsir sjái í bók sinni þætti sem þeir kannast við úr eigin lífi. Íslensk tröll í Rússlandi Tröllabækur Brians Pilkington eiga ekki aðeins hljómgrunn á Íslandi því nú hefur útgáfuréttur á þremur bóka hans verið seldur til Rússlands. Um er að ræða bækurnar Allt um tröll, Hlunkur og Tröllaspeki sem rússneska forlagið Ripol keypti út- gáfuréttinn á. Safnar erótísk­ um sögum Lögfræðingurinn og varaborgar- fulltrúinn Hildur Sverrisdóttir hefur tekið að sér að safna sam- an erótískum sögum íslenskra kvenna sem stefnt er að gefa út á bók á vegum Forlagsins. Hildur mun á næstu dögum hefja söfnun á sögum kvennanna en eftir því sem næst verður komist telur úrgefandinn ákveðna vöntun á efni eins og þessu. Ekki ætti Hildur að koma að tómum kofanum hjá íslenskum konum hverra sagnaandi rennur í blóði langt aftur í ættir. Tómt á þeim þýska Óhætt er að segja að þeir sem ætluðu sér inn á Þýska barinn í Hafnarstræti aðfaranótt laugardagsins hafi gripið í tómt. Gestir, sem gengu inn á barinn klukkan tvö um nóttina, mættu aðeins þremur starfsmönnum, engum gesti og húsbandið, sem ætlaði sér að spila alla föstudaga og laugardaga með valinkunna söngvara sér til fulltingis var hvergi sjáanlegt. Sennilega nýtt met á föstudagsnóttu í miðbæ Reykjavíkur. Biophilia á bókasafni New York Tilkynnt var, á kynn- ingarfundi á miðviku- daginn, að útgáfa Biophilia-kennslu- verkefns Bjarkar hefjist í sumar hjá New York Public Library og samtímis einnig hjá The Childrens Museum of Manhattan. Björk Guðmunds- dóttir, Curver Thoroddsen og Scott Snibbe kynntu verkefnið og sátu fyrir svörum. Fundurinn var haldin fyrir um tvöhundruð skólakrakka og kennara þeirra í aðalsafninu á miðri Manhattan. Ég er með tvær skáldsögur í huga.Alveg mátulegur Heimilis GRJÓNAGRAUTUR H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA 70 dægurmál Helgin 25.-27. maí 2012

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.