Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.01.1915, Page 13

Læknablaðið - 01.01.1915, Page 13
LÆKNABLAÐIÐ 7 manni.) Alment er álitiS, aS veikin flytjist hvorki með dauöum munum né matvælum. Þó vita menn þetta ekki. með vissu. Ekkert bendir til þess, að veikin flytjist meö skordýrum. Undirbúningstimi veikinnar eru 5—12 dagar, oftast 9 dagar. Móttæki- legust eru börn á 1—3 ára aldri. Sjaldan veikjast börn á 1. ári eöa eldri en 5 ára, og veikin er miklu vægari á þeim. Mest ber á mænusótt siðari hluta sumars, frá ágúst til októbermán. Einkenni. Medin og Wickmann hafa einkum lýst einkennum veikinnar. Af þeim má sjá, aö þaö eru ekki aöeins mænuskemdir, sem veikin hefir í för meö sér, heldur einnig all-oft skemdir á stærri eöa smærri svæðum í med. oblong. og pons. Þær lýsa sér meö andlits-, augnavöðva- og tungu- lömun (n. facialis, trigem., hypoglossus), en allar eru lamanir þessar lítil- fjörlegar, standa stuttan tíma, og finnast oft aöeins meö nákvæmri rann- sókn. Þá hafa sömu menn, fyrstir allra, lýst afarvægum tilfellum af veikinni. Sóttin hefst þá meö einhverjum af þeim byrjunareinkennum, sem lýst er síðar, en svo dettur hitinn niöur, og koma engar lamanir í ljós, eöa þá svo vægar og lítilfjörlegar, aö þær aðeins finnast viö nákvæmustu rannsókn. Byrjunareinkennin geta veriö alvarleg, en veikin þó oröiö svona væg. Byrjunareinkennum veikinnar hafa sömu vísindamenn lýst vandlega. Þau geta verið mjög margbreytileg og misjöfn. Þau má flokka þannig: 1. Almenn einkenni. a) Sótthiti getur verið mishár, venjulega 38—40 stig, varir oft fáeina daga og hættir svo snögglega, en stundum stendur hann lengri tíma, og lækkar þá smátt og smátt. Samfara honum eru hin vanalegu hitaeinkenni. Kuldaskjálfti, eöa kalda, í byrjun sjúkd. er sjaldgæfur. b) Eymsli og sársauki við snertingu á húðinni og við hreyf- ingar (hyperæsthesi). Þetta einkenni finst í níu tíundu af öllum tilfellum, en varir oft stuttan tíma. Ef læknir er sóttur seint, er erfitt aö komast að því meö vissu. Sársaukatilfinningin er mest á búknum, og útlimum þeim, sem síðar veröa máttlausir. Oft ber aðeins á þessu einkenni, ef börn- in eru tekin upp og borin. c) Eymsli við þrýsting á vöðva og taugar. Eymsli þessi haldast oft lengur en hörundseymslin. d.) Sviti er tíður á börnunum og ákafur fyrstu daga veikinnar. Hann hefir fundist í % til- fellunum. e) Blóöfrumur (levcocytar) eru færri i blóði sjúklinganna en heilbrigðra (3000—5000 í cb.mm). Þó er þetta einkenni þýðingarminna fyrir flesta lækna, því bæði þarf tæki til þess að telja blóðkorn, og auk þess finnast likar breytingar við aðrar hitasóttir. f) Þrýstingur mænu- vökvans er aukinn, og vökvinn meiri en hjá heilbrigðum, er þó tær og sóttkveikjulaus. Fáeinar eitlafrumur geta þó fundist í honum. Þetta ein- kenni hefir mesta þýðingu í vafasömum tilfellum, en greina skal sjúkd. frá meningitis tubercul. og cerebro-spinalmeningitis. Hjá allflestum sjúklingunum ber á þessum almennu einkennum. Þess vegna eru þau þýðingarmikil og benda lækninum í rétta átt eöa vekja grun bans um, hvað sé á seyði. Ef þau eru greinileg og sóttin gengur á þeim staö, gera þau aögreininguna léttari, því auk þessara einkenna koma fyrir margs konar einkenni frá öðrum liffærum. Þau eru þessi: 2. E i n k e n n i f r á ö n d u n a r f æ r u n u m : nefkvef, renslj úr því,

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.