Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 4
i8 LÆKNABLAÐIÐ distorsio eöa kannske broti. T. d. er oft erfitt aö átta sig á brotum á meta- carpus, tarsus og metatarus. Þaö hefir komiö í ljós, aö þaö sem áöur var kallað „hermanna-periostitis", er oftast nær brot á einhverju os metatarsi, og fá hermennirnir þetta á göngu sinni án þess aö veröa fyrir nokkru sér- stöku trauma. Samfleyguö brot á humerus, subperiostal brot á unglingum, compressions-brot á calcaneus eða hryggjarliðum er oft ómögulegt aö vera viss um, nema meö Röntgensmynd. En þetta eru aöeins fá dæmi af mörg- um. Sérstaklega kernur Röntgensskoöun sér vel, þar sem erfitt er aö kom- ast að meö þreifingu, svo sem viö hryggbrot eöa mjaðmabrot. Viö spontan brot er skoðunin óhjákvæmieg, til aö skera úr, hvort sjúkl. hafi ill- kynjaðan eða cystiskan tumor. Oft er læknum þaö áhyggjuefni, hvort fragmina liggi í þeim stellingum, sem nauðsynlegar eru til þess að brotið geti gróiö viöunanlega, þ. e. a. s. situs fragminorum. Þaö vill nú svo vel til, aö hægur vandi er aö skoða beinin gegnum gips- eöa appretur-umljúöir og tryggja sér þannig góöa legu á brotunum þegar í byrjun. Ekki má maður kippa sjer upp viö, þótt Rönt- gensmyndin sýni talsverða dislocatio á grónum brotum, því að Röntgens- skoðanirnar hafa leitt í ljós, að flest brot gróa meö miklu meiri dislocatio en menn hafa haldiö, og dugir þó oft vel. Þaö kemur oft fyrir, að mynd- in sýnir svo mikla umturnun á fragmina, aö auösætt er aö repositio er ómögulegt nema með operation. Callus.sést á myndunum eftir 2—3 vikur, eftir aldri sjúklinganna. Stundum má ráöa af því, hvernig callus-mynduninni líöur, hvort hætta sé á brotalöm (psevdarthrosis). í öörum tilfellum sýnir skoöunin aö functio læsa stafar af óheppilegri callus-myndun við liöi, innan eða utan liðamótaima. Einn sjúkling skoðaöi eg fyrir nokkru, sem stööugt haföi fistil eftir fractura cruris complicata. Myndin sýndi seqvester í tibia. Fistillinn greri fljótt eftir seqvestrotomi. Ostitis. Tuberculose ræöst, sem kunnugt er, einkum á beinin rétt viö köstin. Hér um bil altaf má fá áreiðanlega Röntgensdiagnose, nema sjúk- dómurinn sé alveg i byrjun og ekki komin skemd i beinin — beináta. Skemdin sést þá sem foci — oftast fremur litlar holur — inni í beinun- um eöa á yfirborði þeirra. Seqvester þau, sem myndast, eru venjulega lítil, og óveruleg kalkmyndun í beinhimnunni. Einkennileg fyrir ostitis tub. á Röntgensmyndinni, er halisteresis, kalkrýrnun, á háu stigi. Oft þarf t. d. ekki nema óveruleg skemd i condylus tibiae til þess aö valda kalkrýrnun i öllu beininu. Ostitis syphylitica lítur talsvert ööruvísi út. Oft sjást stórar holur — gummata — í beinunum og periostitis ossificans, sem er sér- staklega einkennilegur fyrir syfilis; afarmikið kalk hleðst i beinhimn- una og kastar hún því sterkum skugga á Röntgensplötuna. Slík perios- titis ossificans á framhandleggjum og fótleggjum er einkennileg fyrir barna-syfilis. Hjá sjúkl. meö syfilis sést aldrei halisteresis eins og viö ostitis tub. O s t e o m y 1 i t i s acuta. Venjulega er þaö seint i sjúkdóminum, sem sjúkl. eru skoðaðir meö geislum. Mér hafa verið sendir fleiri en

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.