Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 6
20 LÆKNABLAÐIÐ er auðvitaö einmitt þaö rúm, sem brjóskiö fyllir. Nú kemur þaö fyrir, aö þetta bil hverfur, beinin liggja alveg saman; af þessu má álykta aö skemcl sé i brjóskinu, sprottin af ostitis eöa arthritis deformans. Þess- um sjúkdómi fylgir líka sem kunnugt er allskonar aflögun á liöflötum, osteofyt- og sporamyndanir. Sjúkdómsgreiningin er ekki altaf svo auö- veld. Stundum myndast Arthrit. def. á ótrúlega stuttum tíma eftir distorsio, jafnvel á ungu fólki. Spondylitis deformans er miklu algengari sjúkdómur en læknar oft halda, og veldur miklu af þeim bakverk, sem sjúkl. svo oft kvarta um. Á Röntgensmyndinni sjást oft skringilegar myndir af þessum sjúkdómi, krókar, sem standa út úr ,corp. vertebr. eöa spengur á milli þeirra. Einkennileg er sú osteofytmyndun, sem kölluö er calcaneus-spori, þ. e. a. s, beingaddur, einn eöa fleiri, sem myndast á hælbeininu. Nýlega var á Röntgensstofnuninni tekin mynd af sjúkl., sem hafði mikil eymsli neöan í hælnurn, og gat þaö jafnvel litiö út sem ostitis tuberculosa. Myndin sýndi spora neöan á calcaneus. Stundum myndast þeir á olecranon eöa nærri kjálka. Oft sést vökvi eöa fungus i rennibelgjum, t. d. bursa subcrurea; ennfremur kalkmyndanir i belgj- unum. Mest ber á þessu i rennibelgjunum viö axlarliöinn: periarthritis humero-scapularis. L i ð m ý s sjást á Röntgensplötunni, svo framarlega sem þær eru ekki eingöngu úr brjóski. Framh. Um sóttnæmi holdsveikinnar. Ágrip af erindi fluttu í læknafélagi Reykjavikur 13. apríl 1914 af Þ. J. Thoroddsen. Um þaö leyti, sem eg byrjaöi á læknisstörfum, var sú skoðun almenn meðal lækna, að holdsveikin væri a r f g e n g. Eins og kunnugt er, voru það norsku læknarnir Danielssen og Boeck, sem geröust forvígismenn erfðakenningarinnar um 1840. Á ö u r haföi veikin veriö álitin s ó 11 n æ m og leiddi sú skoðun til einangrunar sjúklinganna á sérstökum spitölum. — Svo var það, aö þeir Armauer Hansen í Noregi og Neisser á Þýzkalandi hér um bil samtímis, fundu holdsveikisbakteriuna, um 1870, og fór þá gamla sóttnæmiskenningin aftur aö ryöja sér til rúms. — Nú er svo komið, aö flestir læknar og vísindamenn telja hoklsveikina nærna veiki. Samt sem áöur heyrast enn þann dag í dag raddir, sem segja, aö engin sönnun sé fram komin um sóttnæmi holdsveikinnar; og þær raddir hafa aö þvi leyti satt að mæla, að enn þá er engin vísindaleg sönnun fengin um þaö, aö þessi kenning sé rétt. Eins og kunnugt er, þarf 3 skilyrði til þess aö vissa sé fyrir aö einhver sérstök bakteriutegund valdi sjúkdómi. En þessi skilyrði eru: 1. Aö bakterían komi ávalt fyrir í sjúkdómnum, en engum öörum. 2. Aö bakteríuna megi rækta fyrir utan líkamann. 3. Að framleiða megi sama sjúkdóm meö þvi að færa hina ræktuðu bakteriu yfir á eöa inn í annan heilbrigðan líkama.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.