Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 8
22 LÆKN ABLAÐIÐ sem ómögnlegt er a'ö skýra ööruvísi en aö útbreiöslan sé sýkingu aö kenna. í þ r i ð j a 1 a g i af því, aö veikin, i ýmsum löndum og héruöum, þar sem hún áöur var ókunn, hefir komið upp eftir aö holdsveikur maöur hefir fluzt inn. Og 1 o k s af því, aö einangrun sjúklinganna hefir alstaðar haft þær afleiðingar, aö veikin hefir minkaö, sjúklingum fækkaö. * * * Af þvi sem nú hefir sagt verið, er þaö engum efa bundið, aö hér er um sóttnæma veiki aö ræöa. En þar sem hina vísindalegu sönnun fyrir þvi vantar, þá verður reynslan og athuganir manna í ýmsum löndum aö koma í staöinn. Þaö yrði oflangt mál að nefna öll dæmi, sem hafa verið tilfærö hér að lútandi, enda mörgum kunn. Aðeins vil eg skýra frá nokkrum rannsókn- um, sem eg hefi gert meðan eg var héraðslæknir i Keflavíkurhéraöi, og var tilgangur minn nieð þeim, að þær væru einn lítill steinn i þá stóru byggingu, sem sanna sóttnæmi holdsveikinnar. * * * Suðurnes hafa alt til þessa verið álitin vagga holdsveikinnar hér á landi. — Á fyrri árum, þegar holdsveikra-tal var tekið, voru altaf flestir holdsveikir í Gullbringu- og Kjósarsýslu og þar af flestir í Gullbringu- sýslu og meginið í Suöurnesjum. -— Árið 1837 voru taldir 117 holdsveikir á öllu landinu; þar af voru 22 eða nær 19 pct. i Gullbringu- og Kjósar- sýslu. — Árið 1872 töldu prestar 43 holdsveika á landinu, en þar af voru 10, eða nær 24 pct. í Gullbringu- og Kjósarsýslu. — Og aö þessar tölur eru ekki o f h á a r bendir það á, að i e i n u m hreppi, þeim hreppi, sem rannsóknir mínar ná yfir, Rosmhvalanesshreppi hinum forna, eru árið 1843 á sveitarf ramf æri 8 holdsveikir menn og 1872 8. Það sem eg hefi viljað sýna með rannsóknum mínum er það, h v a ð a á h ri f sambýli við h o 1 d s v e i k 1 i n g a hefir á útbreiðslu v e i k i n n a r. Eg hefi tekið mér fyrir að rannsaka holdsveika sveitarómaga í einum hreppi, Rosmhvalaneshreppi hinum forna, og i því tilliti stuðst við sveit- arbækurnar á árunum 1843—J883, eða í 40 ár.— í sveitarbókunum er altaf tilgreint á þeim árum, hvers vegna ómagi sá, er í hlut á, er sveitarþurfi, og því altaf þess getið, hvort ómaginn er holdsveikur eöa ekki. Þannig hafa holdsveikir ómagar veriö: árið 1843 • . 8 árið 1853 . • 5 árið 1863 . 11 árið 1873 •• 5 — 1844 . • 7 — 1854 . • 5 — 1864 . 12 — 1874 •• 4 — 1845 • ■ 4 — 1855 . • 7 — 1865 . 12 — 187S •• 3 — 1846 . • 7 - 1856 . . 6 — 1866 • 9 — 1876 •• 5 — 1847 • . 6 — 1857 . • 4 — 1867 •• 9 — 1877 •• 3 — 1848 . . 8 - 1858 . • 9 — 1868 .. 6 — 1878 •• 3 — 1849 • . 8 — 1859 • • 9 — 1869 • • 5 — 1879 •• 3 — 1850 . • 7 — 1860 . • 14 — 1870 .. 6 — 1880 •• 3 — 1851 • • 5 — 1861 . . 11 — 1871 .. 8 — 1881 .. 2 — 1852 . • 7 — 1862 . . 12 — 1872 .. 8 — 1882 .. 1 Alls hafa á þessum 40 árum verið á sveitarframfæri 36 holdsveikir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.