Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 23 Af sveitarbókunum má og sjá, hverrar tegundar holdsveikin hef- ir veriö, hvort um 1 i m a f a 11 s s ý k i (lepra anaesthetica) eöa h o 1 d s- v e i k i (lepra tuberosa) hefir veriö aö ræöa. Þó skal eg taka þaö fram, að undir nafninu limafallssýki mun oftast vera talin með hin b 1 a n d- aðategund (lepra mixta). — Kemur það þá í ljós, aö af þessum 36 sjúklingum hafa 19 haft holdsveiki eöa 52,8 pct. 17 — limafallssýki — 47,2 — Eg hefi ekki haft tækifæri til aö rannsaka, hvernig hlutfallið er eða hef- ir verið milli holdsveikinnar og limafallssýkinnar á öllu landinu. En geta vil eg þess, að þetta hlutfall er öðruvisi en veriö hefir i ýmsum öðrum löndum. Árið 1892 var í N o r e g i 69 pct. lepra nodosa, en 31 pct. lepra anaesthetica. í Rússlandi 69 pct. 1. nodosa, 26 pct. 1. anaesthetica og 8 pct. 1. mixta. Annars er þetta ólíkt í ýmsum löndum: á Frakklandi meiri hnútaveiki, en í Japan meira af sléttu veikinni. Á Grikklandi og í Bosníu er hnútaveikin miklu tíðari (Finger). Eg hefi nú rannsakað, livað margt af sambýlisfólki þessara 36 holds- veikra hefir orðið holdsveikt. Margt af þessu sambýlisfólki hefi eg per- sónulega þekt, eins og eðlilegt er, þar sem eg var 20 ár læknir í héraðinu og búsettur í hreppnum. Um aöra leitaði eg upplýsinga hjá kunnugum mönnum, og um þá, sem dánir voru fékk eg vitneskju úr kirkjubókum Útskálaprestakalls. Um suma hefi eg eðlilega engar upplýsingar getað fengiö, helzt þá, sem fluttir voru í aðra landsfjórðunga eða af landi burt.— Til samanburðar hefi eg svo tekið heimili, þar sem mér ekki hefir verið vitanlegt, að nokkur holdsveikur hafi verið á sama tíma. Við þessar rannsóknir hefir það komið í ljós, að með þessum 36 holds- veiklingum hafa verið samvistum á heimilum, fleiri eða færri ár, alls 5 5 7 m a n n s. Af þeim hefi eg fengið nákvæmar upplýsingar um 5 o 8, og hafa af þeim orðið holdsveikir 5 1 að tölu eða 10,04 PCÞ Um menn á öðrum bæjum, þar sem enginn holdsveikur var á sama tíma, 380 tals, fékk eg upplýsingar um 3 2 9, og urðu af þeim holdsveik- ir 5, eða 1,52 pct. Tölurnar sýna sig, en þær sýna ekkert nýtt, því að það er alment viður- kent, að náin sambúð viö holdsveiklinga hefir sérstaka þýðingu að því er snertir útbreiðslu holdsveikinnar. Þær staðfesta þetta álit manna og virðist benda á, að hér g e t i ekki verið um annað að ræða en sóttnæma veiki. * * * Það væri nú án efa ástæða til að gera ýmsar fleiri athuganir í sam- bandi við þessa rannsókn t. d. um aldur sambýlisfólksins, hvort hættara er við sýkingu á einum aldri en öðrum, hvort körlum eða konum er hættara og á hvaða aldri o. s. frv. -— Þar sem lika undirbúningstími veikinnar er svo langur, væri fróðlegt að flokka sambýlisfólkið og athuga, hve mörg ár hver flokkur hefir lifað eftir að hafa verið samvistum við holdsveika og hvað margir þá veikst af hverjum flokki og fleira þessu líkt. En til þessa hefi eg hingað til ekki haft tíma, en vil aðeins benda á fáein atriði, sem mest ber á þegar litið er á meðfylgjandi skýrslur.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.