Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 10
24 LÆKNABLAÐIÐ Þaö sem maöur fyrst rekur augun í er það, hvaö mikill munur er á, hvað marga holdsveiklingarnir sýkja. Þannig eru þaö 13 af þessum 36 sjúklingum, sem engan sýkja, 13 sýkja aðeins 1 hver, 4 sýkja 2 hver, 2 sýkja 3 hver, 2 sýkja 5 hver, 1 sýkir 6 og 1 sýkir 8. Sá sem flesta sýkir, sýkir n æ r þ v í a n n a n h v e r n m a n n, s e m e r i s a m b ý 1 i v i ð h a n n, 6 af 13. Einn sýkir nálega 4. hvern, 8 af 34. Eg skal engum getum að því leiða, hvernig á þessu stendur, en benda má á, að sjúklingarnir, sem eftir skýrslunum engan sýkja, geta þó hafa sýkt einhverja án þess maður viti. Meðgöngutími veikinnar er langur og veikin hefir ef til vill ekki verið komin í ljós þegar maðurnn dó af ein- hverjum öðrum sjúkdómi. Annað er eftirtektarvert, að megnið af þeim, sem sýkjast, sýkjast af þeim holdsveiklingum, sem eru á sveit f y r s t u árin, sem hér er um að ræða. Þannig sýkja þeir 8 holdsveiklingar, sem eru á sveit 1843 28 af þeim 51, sem sýkjast, en hinir allir 28 aðeins 24. — Þetta getur að nokkru leyti stafað af því, að seinni árin er fleira af sambýlisfólkinu á lífi og veikin því ekki komið fram á því, En nær er mér þó að halda, að veikin hafi fyrr- um veriö illkynjaðri. Það kemur líka heim við það, að holdsveikin á Suð- urnesjum var i talsverðri rénun á seinni hluta 19. aldar, hvort sem það nú stafar af meira hreinlæti, betri aðbúnaði, betri húsakynnum eða öðrum óþektum ástæðum. Það er alment álitið, að meiri sýkingarhætta sé að hnútaveikinni heldur en hinni s 1 é 11 u. Ástæðuna telja menn þá, að við hnútaveikina eru svo margfalt fleiri bakteríur. Armauer Hansen hefir enda neitað, að lima- fallssýkin sýki og hefir sýnt það með tölum, að í þeim héruðum i Nor- egi, sem hnútaveikin er mest, þar er holdsveikin að vaxa, en þverra þar sem slétta veikin er fremur. Þó hafa á síðari tímum komið fram raddir um það, og enda tilfærö dæmi, að slétta tegundin getur og sýkt (Achmead). Og ef það er rétt, sem Sticker heldur fram, að holdsveikin byrji aðallega sem nefsjúkdómur, rhinitis, og að í nefinu séu ávalt flestar bakteríur, þá er ekkert efamál, að slétta veikin getur eins sýkt og hnútaveikin. Sticker rannsakaði 153 sjúklinga, og höfðu 127, eða 83 pct., bakteríur i nefsliminu. Af þessum 153 voru 57 með hnútaveiki og af þeim 55 með bakteríur í nefslíminú, 68 sléttu veikina og 45 með bakteríur í nefslíminu, en 28 blandaða veiki og þar af 27 með bakteríur. Golle komst að likri nið- urstöðu, en Lie nokkuð annari. Ef nú skýrslan, sem hér liggur fyrir, er athuguð, má sjá, að af þess- um 51 sjúkling, sem sýkst hafa af ómögunum, þá hafa 37 af þeim, ©ða 7 2,5 pct. sýkstaf I7limafallssjúkum ómögum, en aðeins 14, eða 27,5 pct., af holdsveikum. Enda þótt nokkrir af þeim, sem limafallssjúkir eru kallaðir, hafi bland- aða veiki, virðist þetta benda á, að hin slétta tegund holdsveikinnar g e t- u r sýkt. Tölur þær, sem hér er um að ræða, eru vitanlega of smáar til þess að þær geti svarað nokkru áreiöanlegu um það, hvort sýkingarhættan sé meiri fyrir karla en konur; en þær virðast benda á, að sýkingarhættan sé nokkuð jöfn fyrir liæöi kyn. Er þó alment talið, að karlar sýkist fremur cn konur. Að því er aldurinn snertir, virðist barns- og unglinga-aldurinn hafa mesta

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.