Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.1915, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 29 séu höfí5 til lækninga (önnur en vinum malagae). í 21. liö inngangsins stendur: . Vine og andre let tilgængelige Stoffer ere ikke beskrevne i Farmakopeen." Raunar heldur landlæknir því fram, aö V i n e sé prent- villa fyrir V i n (þ. e. vinum malagae), en ])etta finst mjer nokkuö hæpiö. Annars skal eg ekki fjölyröa um þennan skoðunarmun læknafélagsins og landlæknis, en hitt þykir mér sjálfsagt, aö enginn héraöslæknir sé skyldaöur til aö hafa vín í lyfjaforöa sínum; þaö viröist tilgangslaust og óeölilegt aö heimta slíkt af honum, ef hann álítur aö vín sé gagnslaust, og aldrei notar þaö. Hér veröur hver aö fara eftir því, sem hann álitur sannast og réttast. Vö nálega öllum sjúkdómum er til aragrúi af lyfjum. Lyfjafræöin og lyfjalækningarnar má segja aö séu enn á bernskuskeiði. Viö vitum í rauninni svo lítið meö vissu. Einn mælir meö þessu lyfi, annar meö hinu. Vö veröum í hvert skifti aö fara eftir beztu vitund. Hver veröur aö mynda sér skoöun, bæöi eftir eigin reynslu og reynslu annara. Eg get ekki annað séö, en aö þessi krafa, sem kom fram i yfirlýsingu læknafélags Reykjavíkur, sé í alla staöi réttmæt. Eg veit, aö landlæknir er á annari skoöun. Hann álítur aö afleiöingarnar geti oröið hættulegar fyrir bannlögin, og ef til vill læknastéttinni til vanviröu. Eg get ekki fengið mig til aö trúa því, en hitt álít eg varhugavert, aö takmarka þannig læknanna „venia practicandi", eins og gert hefir verið í þessu máli. Vífilsstö'ðum, 10. febrúar 1915. SIG. MAGNOSSON. Stríðiö og lyfsalan. Á fáum sviðum hafa áhrif stríösins veriö eins tilfinnanleg eins og á lyfsöluna. Ekki aö eins hafa þau lyf hækkað í veröi, sem mest eru notuö af læknum alment, heldur auka útflutningsbönnin frá þeim löndum, sem framleiöa lyfin, stöðugt erfiöleikana á því, aö fá þau. Langmest af þeim vörubirgöum, sem hingaö flytjast, koma frá Þýzkalandi og þaöan hefir allur útflutningur veriö bannaður síðan stríöiö hófst á flestum lyfjum, en hlutlausar þjóöir hafa venjulega getaö fengiö undanþágu, þegar lyfin aö eins voru þeim ætluð. I síöasta lista fráÞýzkalandi (í desembermánuði) eru þessi lyf talin, sem framvegis ekki veröur leyfður útflutningur á: Acetanilidum, Acid. aceto-salicylic,, Antipyrin, Chinin, Joöpræparöt, Phenacetin og Vismuthsölt. Ennig Frakkar og Englendingar eru nú miklu strangari en áöur hvað snertir útflutning lyfja, svo útlitiö er sem stendur alt annaö en álitlegt. Hingaö til hefir oss þó ekkert vantaö nema B o n n a- plast og Levkoplast, sem mjög er spurt eftir, og þaö er mjög vafa- samt, hvort hægt verður að fá þá fyr en striðið er búiö. Ol. r i c i n i var ekki hægt að fá í nokkra mánuði, en er aftur nú nóg til af henni. F o 1. s e n n æ og G u m m i a r a b i c u m hafa hækkaö mjög i veröi °g úr því Tyrkland er komið í stríðið hætta sjálfsagt bráðlega allir aö- flutningar af þeim. Op i u m og o p i u m p r æ p a r ö t hækka stöðugt í veröi sömuleiðis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.