Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 4
34 LÆKNABLAÐIÐ Hvenær þessir sjúkdómar fluttust hingaö til landsins er ekki hægt aö segja, en þaS er fyrst á síSustu 20—30 árunum, aö þeir hafa fest hér rætur, og fariS aS breiSast út. Því var lengi haldiS fram, og er jafnvel taliS órannsakaS í nýjustu kenslubókum, hvort íslendingar ekki væru ónæmir fyrir syfilis, því þaS hefur ætíS veriS kunnugt, aS hann hefir ekki legiS hér i landi. AS svo er ekki, er okkur öllum full-ljóst. — Land- læknir G. B j ö r n s s o n hefir sagt mér, aS hér á landi hafi oft komiS upp faraldur af syfilis um undanfarnar aldir, en af því hvaS ætíS hafi hér veriS auSvelt aS fá landiS til aS hlaupa undir bagga, þá hafi sóttin veriS drepin niSur á almennings kostnaS, þannig aldrei náS aS festa hér rætur. SíSasta faraldriS af þessu tagi, kom fyrir á Eyrarbakka núna um aldamótin. — Eiríkur Kjerúlf var þar þá læknir. — Heil fjölskylda sýktist af veikinni. Hún var öll læknuS á landsins kostnaS, og síSan hef- ir ekkert boriS á veikinni þar. Hvort allar þessar sóttir hafa í raun og veru veriS syfilis eSa ekki, ætla eg ekki hér aS fara frekar út í, en frem- ur þykir mér þaS ósennilegt. SíSan Salvarsan kom til sögunnar, virSist þaS ekki svo sjaldan koma fyrir — aS dæma eftir ritgerSum um endur- sýkingu, sem birtar hafa veriS — aS syfilis læknist aS fullu. En áSur var þaS áreiSanlega mjög sjaldgæft, aS syfilis læknaSist fyr en eftir mörg ár, og þaS því aS eins, aS lækningarnar væru mjög vel ræktar allan tímann. Hafi því ekkert afturkast (recidiv) komiS, eSa komi fram- vegis, t. d. á fjölskyldunni á Eyrarbakka, þá verS eg aS draga þaS mjög í efa, aS þaS hafi nokkurn tíma veriS syfilis, sem aS henni hafi gengiS. Eftir þeirri viSkynningu, sem eg hefi af syfilis, þá get eg ekki séS annaS, en aS hann hagi sér hér nokkuS likt í öllum meginatr. eins og hann gerir í öSrum löndum, þó eg hins vegar ekki geti neitaS því, aS mér virSist hann hafa nokkuS annaS háttalag (typus). ÞaS sem eg nú hefi nefnt er þaS eina, sem hingaS til hefir veriS gert til varnar gegn útbreiSslu þessara sjúkdóma hér á landi. Og þaS hdfa áreiSanlega veriS alls ónógar varnir, því þar sem sjúkd. hefir komiS upp á siSari árum, hefir honum sjaldnast veriS útrýmt, aS minsta kosti er þaS víst, aS þessir sjúkdómar fara aS kalla má dagvaxandi og eru nú orSiS alls ekki svo ýkja-sjaldgæfir. AS eg hef vakiS máls á þessu efni hér í félaginu, kemur af þvi, aS eg hefi saknaS þess aShalds, sem lög um varnir gegn þessum sjúkdóm- um í öSrum löndum veita læknum þar, til þess aS geta haldiS þessum sjúklingum nægilega lengi undir sinni hendi til þess, aS þeir ekki væru hættulegir öSrum mönnum, og til þess, aS þeir heldur ekki yrSu þaS i framtíSinni. Til þess aS geta gert sér glögga hugmynd um þörfina á sérstökum vörnum gegn þessum sjúkd., er nauSsynlegt aS vita, hvaS algengir þeir eru í landinu og hvaS útbreiSslan er ör. Ritarinn okkar* hefir gert mér þann greiSa, aS gefa mér útdrátt úr skýrslum um þessi efni fyrir áriS 1911 og 1912, sem nú er veriS aS vinna aS. Einnig hafa bæjarlæknarnir sýnt mér þá velvild, aS skýra mér frá þeim sjúklingum, sem þeir hafa séS hér i bænum á árinu 1914, svo aS meS þvi móti fæst nokkru betra yfirlit yfir, hvaS útbreiSslan er ör. * Jón Rósenkranz, einnig ritari landlæknis.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.