Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 8
38 LÆKNAB LAÐIÐ annaS en taumlaus og aö nokkru leyti helgisiöa (rituel) prostitution. Einnig á Grikklandi átti líkt sér staö og grísku ,,hetær“-urnar, sem voru viðurkendar sem einn þáttur þjóölífsins, voru ekkert annaö í raun og veru en fáguö prostitution. Rómversku stúlkurnar þektu líka þessa atvinnu og bjuggu oft saman í sérstökum húsum, sem voru kölluð „lupa- naria“. í heiöni var prost. viðurkend sem réttmæt, þó ekki væri hún í áliti. Meö kristninni hófst barátta á móti prostitutioninni; en þrátt fyrir aö á miööldunum voru lagðar haröar og skrælingjaiegar refsingar við henni, þá reyndist þó ekki mögulegt aö útrýma henni. Þessi aðferð reyndist þvert á móti illa, því hún jók sýkingarhættuna að miklum mun. Á krossferðatímunum og riddaraöldinni blómgaðist hún aftur og stór- hópar lauslætiskvenda fylgdu herunum, og jafnvel klerkarnir og kirkju- þingin fylgdu sama sið. í borgunum létu yfirvöldin prostitutionina i friði og vernduðu hana jafnvel, meö því að setja henni fastar reglur, og lögðu oft á hana skatta. Konurnr voru þá oftast undir yfirumsjón böðuls' borgarinnar. Þegar siðleysið fór að keyra úr hófi, eins og stundum vildi verða, var reynt að stemma stigu fyrir þvi meö lagaákvæðum og hörðum refsingum, óg voru það einkum margir páfar, og stundum konungar og keisarar, sem reyndu aö vinna sér orðstír í þeirri baráttu. Verulega hættu- leg fyrir þjóðfélagið varð prostitutionin fyrst eftir aö kynsjúkdómarnir voru komnir til sögunnar. Áöur voru það aðrir næmir og óþrifa-sjúk- dómar, sem voru hennar fylgifiskar. Hvenær kynsjúkdómarnir hafa fluzt til Evrópu veit enginn með vissu, og ekki heldur, hvaöan þeir komu. Mest fylgi hefir víst nú sú skoðun, að þeir hafi fluzt með Kólumbusi og hans mönnum frá Ameriku. Að minsta kosti er það fyrst um það leyti, að þessir sjúkd. fara að breiðast út í álfunni.Árið 1495 geysaði syfilis sem drepsótt í her Karls 8. Frakka- konungs meðan hann sat um Neapel. Og svo fljótt breiddist sjúkd. út, að 1496 er hann kominn til Danmerkur. Hvað prostitutionin hefir blómgast á þeim tímum, og alment siðleysi verið magnað, má meðal ann- ars marka af því, að syfilis gekk i fyrstu yfir löndin sem drepsótt. Brátt fanst svo þetta specificum — kvikasilfrið —, sem síðan hefir haft ein- veldi á þessu sviði, — þangað til Salvarsanið kom á vettvang, — og það tók af sjúkdónmum að minsta kosti drepsóttartitilinn. Þessir sjúkd. hafa síðan fylgt prostitutioninni eins og skugginn hennar. Þegar engar refsingar eða lagaákvæði dugðu til að útrýma prostitution- inni, þá vr reynt að marka henni bás með lögreglueftirliti. Konurnar urðu að búa í vissum götum eða sérstökum húsum. Sýkingarhættunni var svo reynt að ráða bót á með stöðugu lækniseftirliti. Einnig í Kína, og þó einkum í Japan, er prostitutionin þýðingarmikill þáttur í þjóðlífinu. Tehúsin í Japan með sínum „Geisha“-um, eru alveg það sama og hóruhúsin í Evrópu. Á Indlandi eru þessar svokölluðu „Bajaderur“ að eins þjóðleg skuggamynd af Venus vulgivaga. Orsakir prostitutionarinnar eru alstaðar hinar sömu: ýmsar skekkjur í þjóðlífinu, sem gera að verkum, að karlmennirnir geta ekki gifst snemma, og ef til vill tilhneiging þeirra til fjölkvænis. Enn fremur tátækt og ill vinnukjör kvenna, einnig oft tilhneiging þeirra til sællifis og hóglífis. Sumir (Lombrosó, Tarnowsky) hafa haldið fram þeirri skoðun, að það væri sérstök tegund kvenna, með sérstökum úrættingarmerkjum, sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.