Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 4i Um notkun Röntgensgeisla við sjúkdóma. Eftir Gunnlaug Claessen. Niöurl. Þvagfærin. Sá sjúkdómur i þvagíærunum, sem oftast er athugaöur meö Röntgens- geislum, eru s t e i n m y n d a n i?r, sérstaklega steinar í nýra og ureter, síöur í blöðrunni. Blöðrusteinar sjást, af ýmsum ástæöum, ver en nýrna- steinar; en- meö steinkanna og blööruspegli má líka oftast þekkja blööru- steina. Röntgensskoöun á nýrnasteinum er álitin mjög áreiðanleg, og telst svo til, að ekki séu nema 2 pct. af nýrnasteinum, sem ekki koma fram á plötunni. Þaö er aöall. hreinir urat-steinar, sem ekki sjást; beztan skugga gefa fosfat- og oxalat-steinar. Röntgensskoðun á nýrnasteinum er auövit- að afar-mikiö notuö, þvi oft er erfitt aö þekkja sjúkd. Verkirnir eru ekki alt af sérkennilegir og blóð í þvagi hafa sjúkl. af svo mörgum öðrum á- stæðum, t. d. viö berkla og æxli í nýrum, nefritis chr. hæmorrhagica, eftir slys, líka viö hydro- og pyonefrosis intermitt; þar aö auki getur blóöið stafað frá sjálfri blöörunni. Myndin á nú að sýna, hvort um fleiri steina en einn er að ræöa, hve stór steinninn er, og hvar hann er i nýranu. Ef heppni fylgir, sést sjálfur skuggi nýrans á myndinni. Tuberculose getur sést, ef kalk hefir sezt i nýrað. Hæpiö er að verða nokkurs vísari um tumor í nýranu; þó má stundum sjá óreglulega stækk- un á þvi. Meltingarfærin. Til þess að sjá þau meö gegnumlýsing eða á plötunni, veröur aö láta sjúklingana neyta fæöu, sem veitir geislunum mikla mótstööu og því gefur góöan skugga. Ýmisleg efni eru notuð. Margir Röntgenslæknar brúka Sulfas baricus, sem er hræröur út i graut; carbonas bism. er talsvert dýrari. Þaö er nú eðlilegast að rekja leið fæöunnar ab ore ad anum. V é 1 i n d i ð. Með gegnumlýsingu má sjá, hvernig fæðunni gengur nið- ur vélindið, þannig að sjúkl. fær sér vænan grautarspón og kyngir honum. Ef alt er i lagi, fer þaö, sem sjúkl. rendi ni'Öur, viðstööulaust ofan í magann, en hinkrar þó stundum lítið eitt við fyrir ofan cardia. Ef um þrengsli í vélindinu er að ræða, nemur grauturinn þar staöar, en kemst svo mismunandi fljótt i gegn eftir þvi hve þrengslin eru mikil. En fæðan getur líka stöðvast vegna sarps á vélindinu (diverticulum). Einn sjúkl. hef eg skoðað á Röntgensstofnuninni meö þennan sjúkdóm. Skoðunin var gerð til þess aö útiloka cancer. M a g i n n. Ef fæöan er komin ofan í magann, þá sést að hann lítur talsvert öðruvísi út í lifandi fólki en in cadavere eöa viö magaslekju (atoni). Svíar og Þjóðverjar hafa sérstaklega stundaö Röntgensskoð- anir á maganum af miklu kappi og hyggjuviti. Þeir lýsa aðallega tvenns- konar lagi á maganum: öngullagi (Angelhakenmagen) og hornlagi (Rindhornmagen). Hið síðara er sama lagið og á íslenzku pontunum. M agasig (ptosis). Það, sem maður fyrst litur eftir, er auðvitað lega magans, hvort hann sé siginn eða ekki, og hvort hann sé vel hreyfanlegur eða samvöxtur (adhærance) hafi fest hann. Enn fremur

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.