Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.03.1915, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 47 staö með Röntgensgeislana, þegar byrjaö var aö nota þá til cancer-lækn- inga. Meö vaxandi reynslu og þekkingu hafa menn smám saman komist að raun um, hvenær séu tiltök aö hafa gagn af geislunum, og hvenær ekki. Nú á dögum mundi t. d. engum detta í hug, aö reyna Röntgenslækn- ing viö cancer í cavum abdominis. Tumores á yfirboröi líkam- ans eru bezt fallin til geislalækninga. E p i t h e 1 i o m a 1 a b i i er svo næmt fyrir geislunum, aö eg held aö læknar geti meö góðri samvizku ráölagt sjúklingunum aö reyna geislana, fremur en operation. Venjulega fá sjúklingar 2 geislanir meö i eöa 2 daga millibili. Eftir svo sem i/2 viku grefur í tumorunum, og stendur þaö yfir í i eöa 2 vikur. Upp úr því fer svo alt aö gróa — stundum með næstum því ósýnilegu öri. Sama gildir yfirleitt um krabbamein í húðinni. Kirtlar, sem finnast undir kjálkunum, eru ekki alt af metastaser, en oft einföld bólga út frá sárum á tumor. Ef svo er, hverfur þessi kirtlaþroti. Annars verður aö skera kirtilinn burtu. Því miöur tekur sjúkd. sig stundum upp aftur, en sjaldgæft er þaö. Eftir cancer-exstirpatio t. d. á hálsinum eöa í brjóstinu eru geislarnir notaöir, ýmist á opin eöa lokuð sár. Gagniö af þessum geislum er auö- vitaö mjög erfitt aö hafa nokkra vissu um, en víst er þaö, aö í útlöndum eru þær töluvert notaðar. Á t u m e i n (sarcom) eru yfirleitt miklu næmari fyrir Röntgensgeisl- um heldur en krabbamein; þaö er stór-einkennilegt aö sjá, hvernig sum átumein hjaöna niöur undan geislunum, en önnur halda áfram að vaxa þrátt fyrir þá stærstu geislaskamta, sem þorandi er aö bjóöa sjúklingun- um. í sumar sem leið kom sjúklingur á Röntgensstofnunina með stór- kostlegan bólgukúf hægra megin á hálsinum, ofan frá eyra og næstum því niöur aö viðbeini. Þetta var átumein, sem ekki varö læknað meö skuröi. Geislarnir unnu svo vel á þetta æxli, aö eftir mánaöartíma var þaö ekki oröið stærra en væn vala. Því miöur tókst ekki aö eyða því til fulls. Sjúkl. hefir enga tilkenningu haft, en nú virðist æxliö aftur vera aö stækka. Handlæknar veigra sér í lengstu lög viö að eiga viö þessi illkynjuðu æxli á hálsinum, og skyldi enginn lá þeim þaö. Þaö er því ekki annaö fyrir hendi, en að reyna geislana til þrautar. Fibromyomata uteri minka oft mikið, og hverfa stundum aö fullu og öllu. Þaö er engum vafa bundið, aö margar konur komast hjá skuröi með Röntgenslækningu. Bæöi hafa geislarnir áhrif á æxlin sjálf, en þó aðallega á eggjakerfin. Eggjakerfin og eistun (ovaria og testes) eru þeir vefir líkamans, sem veröa fyrir verstum skemdum af geislunum. Þetta er heppilegt aö þvi leyti, aö konu er auðvelt að gera „steril“, og þessu mun þaö einmitt vera aö þakka, að geislunum gengur oft svo vel viö fibromyomata uteri. Af sömu ástæöum reynist Röntgens- lækning ágætlega viö Metrorrhagia in climacterio. Eg hefi orðið aö fara fljótt yfir sögu, því efnið er mikiö og viöa þurfti við aðkoma. Tilgangurinn var aö fræöa lækna um, hvenær þeir gætu haft gagn af geislunum. Vonandi gefst mér seinna tækifæri til hér í tímarit- inu, aö fara nánar út í einstök atriði Röntgensfræðinnar. Háskólinn. Þar hefir sú breyting oröiö á kenslunni núna um semestraskiftin, að Gunnl. Claessen hefir tekið við kenslunni í lifeðlisfræði.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.