Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 3
IfEKmLlfllfl i. árgangur. Apríl 1915. 4. blað. Ulcus corneae serpens. Optochin. Af sjúkdómum í sjáaldri, er enginn eins hættulegur fyrir sjónina hér á landi, eins og skriðsárið, enn sem komiö er. Þetta er líka sá augnsjúkdómur, sem héraöslæknar verða að þekkja og kunna að fara með, því að enginn tími gefst til þess að senda þessa sjúklinga frá sér, sé um lengri vegalengdir að ræða. Virðist mér því ekki úr vegi, að lýsa orsökum sjúkdómsins nokkuð, og meðferð, sérstaklega vegna þess, að nú hefir nýlega verið fundið nýtt meðal gegn þessum sjúkdómi, sem mér og öðrum hefir reynst mæta vel, og gerir meðferðina mun auðveldari. 95 pct. allra skriðsára orsakast af pneumokokkum (líka nefndir Fran- kel-Weishselbaums diplococcus, diplococcus pneumoniae, diplococcus lanceolatus). í hinum tilfellunum eru það sérstaklega streptokokkar. En tvennt þarf til þess, aö sjáaldrið sýkist af skriðsári. Fyrst og fremst þarf sjáaldrið að verða fyrir skemdum, og í öðru lagi þurfa áðurnefndar sótt- kveikjur að komast í skemdirnar. Pneumokokkar eru oft í slímhúð aug- ans, bæði án þess að orsaka bólgu, en líka geta þeir valdið slímhúðar- kólgu, pneumokokconjunctivitis, og margir læknar munu hafa séð þann sjúkdóm i fyrravor og suniar, því að þá gekk hann mjög víða á landinu, og það er eftirtektarvert, að samtímis gekk hér mjög mannskæð lungna- bólga. Það einkennilegasta við þessa slimhúöarbólgu var það, hvað hún byrjaði og hætti skyndilega, og líktist í þvi lungnabólgu, slímhúðin roðnaði afar- niikið og eftir á var hvitan i auganu lengi gulrauð, sérstaklega und- lr augnalokunum, voru það afleiðingar af blóðhlaupi í slimhúðinni. Þá eru pneumokokkar nærri undantekningarlaust í útferð frá tára- Pokabólgu og leika þá auðvitað um sjáaldrið að staðaldri, og verði þeir sjúklingar fyrir meiðslum, eins og t. d. ef puntstrá rekst í augað við hey- vinnu á sumrin, eða sandkorn fýkur upp i augað og særir sjáaldrið, þá komast þeir ekki hjá skriðsári, nema börn séu, þeim virðist ekki eins kætt við sjúkdómnum. Það má telja, að meira en helmingur þeirra, sem ‘á. þenna sjúkdóm, hafi tárapokabólgu, og það er því góð regla, að þrýsta ætiö á tárapokann, ef yfirborð sjáaldurs hefir eitthvað skemst, og komi l'á graftrarkendur vökvi upp um táraaugun, veit maður við hverju má óúast. Bezta ráðið til þess að skoða sjáaldrið, og sjá skemdir á því, er, eins °g kunnugt er, að láta glugga speglast í sjáaldrinu, og sést þá af spegil-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.