Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 4
s° LÆKNABLAÐÍB myndinni, ef nokkrar misfellur eru á yfirboröi. Sjúklingur er látinn snúa aö glugganum, og renna þannig til augunum, aö smámyndin af gluggan- um flytjist yfir alt sjáaldriö. — Til aö byrja með er erfitt aö greina skriö- sárið frá öörum sárum; helzt má þekkja það af þvi, að öll fylgieinkenni eru áferðarmeiri, og að sáriö, sem byrjar vanalega á miöju sjáaldri, og er aðeins eitt, stækkar óvenju fljótt. Fylgi þar með tárapokabólga og sé sjúklingurinn fullorðinn, er vissa fengin. En annars skal eg ekki fara nánar út í einkenni sjúkdómsins, því að þegar sárið fer að éta sig greinilega út til randanna einhversstaðar, svo holbekkt veröur röndin, sárið fer aö ,,skríða“, gröftur kemur í fremra augnahólf, (hypopyon) og lithimnubólga, þá er vandalaust aö þekkja sjúkdóminn. Meöferðin á þessum sjúkdómi var áður í fám orðum sú, fyrst og fremst að taka i burtu tárapokann, ef hann var sjúkur (exstirpatio sacci lac- rymalis), sem er alls ekki vandalaust verk, lækna slímhúðarbólguna, ef nokkur var (t. d. með lapisvatni), atropin vegna lithimnubólgunnar og galvanbrenna sáriö, sérstaklega holbekktu röndina, og endurtaka brunann, skyldi sárið aftur fara að skríða, og ennfremur kvalastillandi meðul, þeg- ar þess var þörf. Þá gat og komið til þess, aö tæma varð gröftinn úr fremra hólfi, ef hann var mjög rnikill — fylti nærri hálft augnahólfið, og var þá oft um leið og brent var, gert smágat með glójárninu, eða þá með spaðahníf út við röndina og greftrinum náö út um gatið. Annars hefir margt verið reynt við þessum sjúkdómi, t. d. pneumokokkserum, subconjunctivalin- jectionir með saltvatni o. m. f 1., en út í það skal heldur ekki faríð, en aðeins vil eg taka það fram, að Saemischskurður, sem áður var mikið notaður, er að mestu fallinn úr gildi, sérstaklega vegna þess, að eftir hann kom mikill samvöxtur milli lithimnu og sjáaldurs, sem gat valdið glákublindu síðar meir, og þá líka, að oft varð hann orsök til skýmynd- unar (cataract), en alt af kom meiri eða minni cornealastigmatismus eft- ir skurðinn. En eins og eg tók fram í byrjun, hefir nýleg komið nýtt meðal á markaðinn, sem hefir reynst ágætlega, og sem mér hefir gefist tækifæri til að nota við tvo sjúklinga síðan í september, að eg fékk með- alið, og mér reyndist það sannkallað kraftameðal. Þetta meðal er æthyl- hydrocuprein, en optochin er vörunafnið á því, og er brúkað í uppleysing- um sem optochinum hydrochloratum og í smyrsli sem optochinum basic- um saman við vaselin, hvorttveggja í I pct. styrkleika. Vanalega er dreypt í augað á hverri klukkustund I—2 dropum að deginum, og smyrslið brúkað á kvöldin til þess að næði fáist til svefns, en gott ráð mun það, að bleyta bómullarhnoðra í meðalinu, og þrýsta honum á sárið í hálfa mínútu eða svo í fyrsta skifti aö sjúklingurinn kemur, og láta síðan dreypa í augað eins og áður er sagt, og er því haldið áfram þangað til sárið er orðið hreint, þá má fækka dreypingum. Við mína sjúklinga reyndist það svo, að strax á fyrsta degi hætti sárið að stækka, og eftir 4 daga var það orðið hreint og farið að gróa. Eg skal taka það fram, að eg dreypti samtímis dropa af 1 pct. atropinupp- lausn í augun einu sinni á dag, en hægt er lika að setja það saman við smyrslið t. d.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.