Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ 53 meÖ 2 gr. chloral. Þriöja krampakastiö fékk hún um miðnætti, og var þaö vægara. Meöalagjöfinni var haldið áfram meö þriggja stunda millibili næstu tvo sólarhringa. En aö kvöldi hins 9. er fariö að strjála meðala- gjöfina. Undir morgun næsta dag haröna hríðirnar, og hún fæöir sjálf- krafa lifandi meybarn um hádegiö. Allan tímann frá því aö fyrsta inj. var gefin, þar til fæðingin var af- staðin, lágu sjúklingarnir í móki, og vöknuöu aðeins öðruhvoru til þess aö drekka og kasta af sér þvagi. Þeim virtist líða vel og vera þjáninga- lausir; náttúrlega bar dálítið á óróa á undan krampaköstunum. Diuresis óx og albumen-kvantum og bjúgur minkaöi eftir því sem nær dró fæö- ingunni, (svo ekki viröist þaö benda á aö þetta sá mjög skaðlegt fyrir nýrun, eins og sumir hafa ætlaö). Úr því aö hríðirnar voru byrjaöar, héldu þær áfram, en langar hvíldir á milli, og voru alt af fremur linar. Fóstrinu leið alt af vel, hjartahljóöin glögg og regluleg. Eftir aö fæðingin var afstaöin, heilsaöist konunum vel, bjúgurinn hvarf til fulls á fáum dögum, eggjahvítan var aö fullu horfin úr þvaginu eftir rúman hálfan mánuö. Þrem vikum eftir fæöinguna fékk nr. 2 pyelitis og mikinn hita, en það lagaöist á fáum dögum, eftir það gekk alt eðlilega. Báöar þessar konur voru mjög alvarlega veikar. Þó var útlitið líklega öllu verra fyrir þá fyrri, sem fékk krampana svo löngu áöur en nokkuð var farið aö brydda á hríðunum. Eg minnist sjúklings, sem líkt var ástatt um fyrir 8 árum síðan. Hún fékk líka krampana áöur en nokkrar hríöir byrjuöu; þá víkkaöi eg cervix, og lagöi inn „ballon“ eftir þeirra tíma siö, náöi öðru barninu lifandi (tví- burar), en hinu látnu, kramparnir héldu jafnt áfram eftir fæðinguna, og konan dó. Viö meöferöina á jafn-alvarlegri og jafn-lítt viöráöanlegri veiki og ecc- lampsia er, er gott aö hafa einhverja fasta reglu aö fylgja, einkum í byrjun veikinnar, og þá ekki sízt reglu, sem gefst eins vel og raun varö á í þess- um tveimur dæmum. MATTH. EINARSSON. Skinnflutningur og skinngræðsla. Transplantatio ad modum Thiersch kendi sjúklingur mér aö kalla s k i n n f 1 u t n i n g og líkaði mér sá nýgjörfingur vel. Oft liefir maöur mikla ánægju af skinnflutningi, einkum við stór bruna- sár. Vandinn er lítill meö góöum rakhníf, og yfirleitt festast skinnpjötl- urnar vel á 5—6 dögum ef þær eru gróðursettar á hreint hold. Fyrir nokkrum árum stríddi eg mikið viö aö græða litla stúlku með afarstórum brunasárum. Ekki vantaði skinniö, þvi aö fjórar mizkunn- samar stúlkur buöu sín hvern handlegginn, og auk þess mátti taka tals- vert af húö á heilbrigöara læri barnsins. En skinnpjötlurnar gréru mis- jafnlega. Þó þær festust, grotnuöu þær stundum sundur í suppuration aftur seinna. Eg kendi umbúðunum um; eg notaði bórfeiti, sem eg smuröi a léreft og lagöi yfir eins og eg haföi lært hjá Bloch. Eg fann þá upp

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.