Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 8
54 LÆKNABLAÐIÐ þaö ráö (sem eg seinna las um aö aðrir heföu fundiö), aö hafa engar um- búöir, heldur sáldra Xeroformdufti yfir pjötlurnar og lét læri stúlL- unnar, (sem in casu þurfti aö græða), liggja bert, vel skorðað í tréstokk, sem eg haföi látið smiö smíða utan um læriö og fótlegginn. Á stokknum var lok, sem hægt var aö opna til að gæta að sárinu. Skinngræðslan heppnaöist nú langtum betur en nokkru sinni áöur, og eg þakkaði það eingöngu því„ að engar umbúðir þrýstu að og aflöguðu pjötlurnar. En reynsla seinni ára hefir kent mér, aö þaö hafi verið tvö atriði, sem hafi átt töluvert meiri þátt í því en þurra, opna aðferöin, að skinnflutningur- inn og -græðslan tókst miklu betur en áöur. í þetta skifti haföi eg sem sé miklu rækilegar en áöur skafiö af allar granúlationir svo djúpt, að eg hafði fyrir mér hreint og fast hold, og í öðru lagi t ó k e g í þ e 11 a s k i f t i s k i n n a f s j ú k 1 i n g n u m sjálfum, en haföi áður tekið af öörum manneskjum, og nú vitum vér að autoplastik er langtum öruggari en homoioplastik. Að hreinsa vel granúlatiónir áður en skinn er gróðursett, er að mínu áliti eitt af aðalskilyrðum fyrir því, aö skinnflutningur heppnaðist, jafnvel meira áríöandi en aseptik. Eg hef oft síðan notað bórfeiti og gefist vel. Svo sem kunnugt er, eru til fjölda margar umbúðaaöferðir við skinnflutn- ing, sem allar eiga að hafa gefist vel, en það sýnir aðeins, að ein aðferðin er annari litiö betri, eða meö öörum orðum, aö margir vegir liggja til Rómaborgar. Amidoazotoluol-smyrsl (scharlachrotsalbe S—8 pct) er annars mesta ágætismeöal til að græöa smásár og flýta skinngræðslu. Aðdáunarvert hve þetta efni getur örfaö húöþekjusellurnar til að vaxa — þarna hrúg- ast þær upp og viðkoman verður svo mikil, að mikið af þeim losnar frá eins og ýsuhreistur. Þeir kollegar, sem ekki hafa reynt það, skulu prófa. STEINGR MATTHIASSON. Vátrygging lækna gegn slysum og sjúkdómum. Við munum flestir hafa vátrygt líf okkar kollegarnir. En þaö er ekki nóg. Erlendis held eg það sé orðið alsiða meöal lækna, að vátryggja sig einnig fyrir slysum og sjúkdómum, og eins þyrftum viö að gera hér á landi. Loks eftir langa mæöu fékk eg mig vátrygðan gegn slysum. Haföi reynt viö mörg félög, en ekki fengið áheyrn vegna fjarlægðar, þeir töldu ekki borga sig að fást við okkur Islendinga á hjara veraldar. Með hjálp O. Johnsons og Kaaber fékk eg svo slysavátryggingu hjá Schweizisk Ulykkesforsikring (fyrir 48 kr. árlegt iögjald — 10,000 kr. ef eg verö invalid og 10,000 kr., ef eg dey og 10 kr. á dag vissan tíma, ef slys ber að höndum). — En sjúkdómsvátrygging fékk eg ekki. Ef við kæmum marg- ir saman með umsóknir til einhvers góðs félags t. d. Haand i Haand, tel eg sennilegt, að okkur tækist að fá okkur vátrygöa einnig gegn sjúkdómum. Félaginu þætti þá jafnvel borga sig aö senda okkur agent, því eflaust mundum við geta útvegað marga af ýmsum stéttum, sem vildu vátryggj- ast líka.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.