Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 14
6o LÆKNABLAÐIÐ eöa ræSu, og sízt á háskólanum. Mér mun veröa svaraö, aö engin hætta sé á því, kennarar háskólans hafi það í fullum heiöri. Eg hygg, að allir þeir, sem nú eru, geri þaö, en hver veit, hverju þeir næstu brjóta upp á? ARNI ARNASON. Á r n i læknir Á r n a s o n hefir hér hreyft miklu vandamáli, sem skoð- anir eru mjög skiftar um og verða að likindum lengi. Á eitt eru allir sáttir: Málið þarf að vera auðskilið og ótvírætt, hvort heldur sem íslenzk eða útlenzk nöfn eru notuð. Vera má að orðin b 1 ó ð- f r u m a (levcocyt) og e i 11 a f r u m a (lymphocyt) fullnægi þessu ekki, en mér finnast þau þó sæmilega ótviræð. í blóðinu eru ekki aðrar frumur en levcocytar, því erythrocytar eru ekki eiginlegar frumur, heldur frumu- leyfar eöa ummyndaöar frumur. Eg kalla ])á b 1 ó ö t ö 1 u r. Eitlafruma er einföld þýðing á útlenda oröinu. R e n n i b e 1 g u r, er belgur, sem eitthvað rennur á = bursa muc. Vag. tendinum nefni eg s i n a- s 1 i ð u r. Þó mér finnist þessi orð eða þvilík auöskilin, kannast eg viö að slíkt er mjög oft álitamál, sem reynslan ein sker úr. Annáð atriði munu og flestir sammála um, og þaö er aö nota e k k i útlenzku nöfnin á öllu. Það myndi flestum þykja of langt fariö ef ekki mætti nefna algeng íslenzk orö eins og t. d. hendi, höfuð, hné o. s. frv., en ef þetta er taliö sjálfsagt, þá eru takmörkin vandfundin. Eg sé ekki aö um læknamáliö gildi aörar reglur en yfirleitt um alment mál. Þau orö, sem eru til á góöri íslenzku, er rétt að nota, og nýgjörvingar, sem rétt eru myndaðir og auöskildir, eru ekki síður réttmætir í læknamáli en ann- arsstaöar. Ef þeir eru að einhverju leyti gallagripir, lifa þeir ekki lengi, haldist þeir í málinu má gera ráö fyrir, aö orðin séu betri en önnur, sem til er aö tjalda, hvort sem þau eru útlend eða innlend. Á þennan hátt vaxa málin og auðgast. Ekki óttast eg svo mjög að læknamálið útlenzka firnist og týnist, þó reynt sé að rita og tala sem flest á íslenzku. Vér höfum ekki öörum læknis- fræðibókum úr að spila en erlendum, og þær nota flestar grísk-latnesku oröin. Þeir, sem nokkuð lesa, og það eiga allir læknar að gera, geta naum- ast týnt útlendu orðunum. Hvað sem þessu líður, þá skal eg fúslega kannast við það, að læknis- fræðisorðin sjálf spilla málinu minst, ef alt annað er ritað á sæmilegri íslenzku. En því fer oft fjarri. Það er blátt áfram ótrúlegt, hve ilt mál1 margir af mentamönnum vorum rita, bæði læknar og aðrir. Má oft segja, að varla sé nokkur setning lýtalaus, en flestar ill danska, hjá þeim sem lakastir eru. Eg held að oss sé ekki skannnlaust, að fara þannig allra manna verst með tungu vora. -----Já, ritstjórninni hefir yfirsést, að lagfæra ekki latnesku endinguna, og margar aðrar prófarkasyndir hefir hún á samvizkunni — því niiður. Sjálfsagt vill hún lofa bót og betrun! En — hvaö er rangt í því aö myndir séu teknar eftir tveim stefnum lóðréttum, t. d. önnur breiðlínis (frontal- stefna), hin þykklínis (sagitalstefna) ? Mér finst þetta auðskilið og tæp- lega rangt mál, en — docti dissentiunt. G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.