Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 61 Tuto, cito et jucunde! Sérhver kollega, sem um nokkur ár hefir þjónaö læknisstörfum i voru strjálbygöa og öröuga landi, mun finna til þess, hve feröalög i misjöfnu veöri slíta manni út, engu síöur en íverufötunum. Eg hefi oft fundiö sáran til þess, hversu það er illa samrýmanlegt, aö fást viö áhyggjusamar óperatíónir, og eiga svo aö þeytast á illgengum jálkum í ófærö og kulda langar leiöir, og til lítils gagns oft og tiðum. Engin furöa þó maöur reyni aö bollaleggja margt, til aö gera hiö óhjákvæmilega feröalag þægilegra en þaö er. Mikið öfundaöi eg Þórö kollega í Rönne af mótor-hjólhesti, sem hann gat þeyst á í hendingskasti um Borgundarhólm, þegar á lá og hann þurti að flýta sér. — Þvi fátt er það viö ferðalagið, sem ergir mig eins og tímaeyðslan, — aö geta ekkert aöhafst annaö en aö stritast viö áö sitja á hestinum. Þaö er eitthvaö annaö, aö geta i hvaöa veöri sem er setið í járnbrautarvagni, eöa ekið í lokuðum vagni( drosche), eins og sjálenzkur læknir, sem eg eitt sinn víkarieraði fyrir. Þarna gat maður setið i mak- indum og lesið sig sprenglærðan á leiöinni, t. d. um meðferð sjúkdómsins (sem ekki veitti af á þeim tíma). Vonandi fáum viö áður en langt um liöur bifreiðar víðsvegar um land, og veröur þaö mikill timasparnaöur og þægindi. — Siöan eg eignaðist góðan hest, finn eg betur til þess en áður, hvílíkur heilsuspillir það er, að sitja á húöarklárum, eins og oft er vant að setja undir lækna. (Góðir hestar eru svo óvíða til.) En einn hestur er ekki nóg, tvo hesta ætti hver læknir aö eiga, sem ferðast mik- íö, annan klárhest og hinn vekring. Það er vandi að búa sig vel. Þó gott sé veður þegar lagt er af stað, getur skjótlega breyzt veöur í lofti, og iðrast maður oftar eftir að hafa búið sig oflítið, en ofmikið. — Þess vegna hefir reynslan kent mér, aö hafa i töskunni Mývatnshettu, sokka og vetlinga til vara i öllum vetrar- feröum. Lengi framan af fór eg illa í augunum. Það þarf sterk augu til að þola að riðið sé langt móti stormi eöa úrkomu. Sumir fá höfuðverk og nevr- algiae, en hvaö mig snertir fékk eg stýrur í augun og gat ekki lesið á eftir. En þetta kemur aldrei fyrir siöan eg fékk hlífðargleraugun hjá Andrési kollega Fjeldsteð. Hann gaf mér gleraugun, svo eg veit ekki hvað þau kosta; en þau eru mesta þing. Sams konar gleraugu nota menn á bifreiðum og flugvélum. Mér finnast þau ómissandi, bæði í stormi og rigningu og líka í stórhríð. í stórhriðum nota eg ætíö M ý v a t n s h e 11 u n a, sem Gísli Péturs- son læknir kendi mér að nota, og get eg ekki nógsamlega lofað það fat. Og þegar eg nú þar að auki hefi hlífðargleraugun hans Andrésar fyrir hettuopinu, þá líður mér vel, hver fjandinn sem gengur á. Sumir mundu halda, að glerin döggvist i hríðinni, en það er aö eins fyrst i stað og þvert á móti sér maður skár en með því að rýna gleraugnalaus. Bezta yfirhöfnin á hestbaki er léttur waterproof jak'ki (sem eg hef fengið Pál Stefánsson umboðssala til að útvega mér í Englandi, því „ei verður slíkt i búðum tekið“ — kostar kr. 28—40 eftir gæðum).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.