Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.04.1915, Blaðsíða 16
Ó2 LÆKNABLAÐIÐ Hvort sem er frost eða úrkoma eöa þurrakuldi, þá reynist mér svona löguS flík ágætlega vel. I afskaparigningum heldur þó jakkinn ekki vatni til lengdar, enda gagnar þá ekkert nema olíuföt frá hvirfli til ilja. í þess konar veSri og krapahríSum tek eg úr töskuhorninu vaxdúksvetl- i n g a og set á mig utanyfir venjulega vetlinga. Fótakuldinn er mörgum slæmur. Bezt hefir mér gefist aS hafa h á 1 e i s t a ú r 1 o S n u s ú t u S u lambskinni innan vatnsstígvél- anna. Þetta er ódýrt og hlýrra en þó stígvélin sjálf séu fóSruS loSskinni. Fleira margt mætti um þetta skrifa, en þaS vil eg fela öSrum og býst eg viS aS margir kollegar hafi margt fleira upphugsaS, sem oss öllum megi aS gagni koma. STEINGR. MATTHIASSON. íslenzkt læknafélag'. í janúarblaSiS skrifaSi G. H. um í s 1. 1 æ k n a f é 1 a g, og mintist þar á tvö vandamál, sem varSaSi alla læknastéttina. Út af þeirri grein hefir K. KonráSsson læknir leyft oss aS prenta svofeldan kafla úr bréfi til G. H.: „Mér þótti vænt um aS sjá grein ySar um ísl. læknafélag, og vildi óska aS ySur tækist aS koma slíku félagi á stofn sem fyrst, til þess aS fleiri komist ekki í þann vanda, sem eg hefi komist í. Ekki er þaS þó svo aS skilja, aS eg geti átaliS mig nokkuS fyrir aS sitja hér — eg leitaSi álits margra lækna í Rvík og viSar og fékk þaS svar (hjá öllum nema einum), aS þeir gætu ekki séS neitt því til fyrirstöSu, aS eg sæti hér kyr og prakti- seraSi — viS alla lækna landsins gat eg ekki talaS, enda áleit mér þetta nægilegt. AS menn hér liafi bundist samtökum um aS leita ekki til annara en mín, var og er mér meS öllu ókunnugt, enda veit eg, aS þar er réttu máli hallaS. AS sumu leyti er eg grein ySar ekki samþykkur. Þér stingiS upp á, aS „nýir“ læknar setjist ekki aS á sama staS og héraSsl. — Finst ySur ekki heppilegra, aS miSaS sé viS íbúatölu héraSsins, en lækninum sé svo í sjálfsvald sett, hvar í héraSinu hann vill sitja, þvi i sumum héruSum, sem annars hafa nægilega marga íbúa til þess aS 2 læknar geti lifaS þar, er aS eins einn staSur, þar sem læknir getur haft aSsetur. Hér í Eb.héraSi eeru ca. 4000 íbúar og ættu því 2 læknar aS geta lifaS hér, en eins og nú standa sakir, er tæplega hugsanlegt, aS læknir geti setiS annarsstaSar en á Eb. Fleiri dæmi mætti nefna. Þér nefniS í grein ySar „nýja“ lækna. — Nú getur þaS komiS fyrir, aS læknar, sem lausn hafa fengiS frá embætti, sitji kyrrir í sínu gamla hér- aSi og fáist viS lækningar. Ef nú héraSiS er mjög lítiS getur svo fariS, aS þeir meS þessu geri hinum nýja héraSslækni ómögulegt aS lifa í héraS- inu. Þar kemur þá annar „vandi“, sem hugsa verSur út í, þegar lög félags- ins verSa samin.“ í sambandi viS ofanritaSa grein má geta þess, aS læknafélagsmálinu var hreyft fyrir nokkru i Læknafél. Reykjavíkur. Var kosin þriggja manna

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.